Ástandið í Svíþjóð

se

Andlátum sem eru rakin til COVID-19 fækkar óðfluga í Svíþjóð. Álagið á heilbrigðiskerfið er stöðugt. Er þá ekki kominn tími til að taka félagslífið, kaffihúsin og líkamsræktina af Svíunum?

Dauðsföll eru í samræmi við seinustu ár. Sérstaklega virðast fáir Svíar almennt vera að deyja eftir að nýja árið hófst. Er þá ekki kominn tími til að skella öllu í lás og setja grímur á fólk?

Sóttvarnarsérfræðingar eru búnir að rýra orðspor sitt varanlega með því að gera stjórnmálamenn að talsmönnum sínum. Þeir eru þar komnir í hóp með flestum loftslagsvísindamönnum. Ekki góður félagsskapur það!


mbl.is Kallar eftir allsherjarlokun í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Andlátum sem eru rakin til COVID-19 fækkar óðfluga í Svíþjóð. Eru nú aðeins um 25 á dag, sem væri eins og tæplega eitt dauðsfall á dag hér á Íslandi. Gott á Sænskan mælikvarða miðað við fyrri stöðu og árangur og virðist ekki mikið í samanburði við þau 13,000 sem þegar hafa látist.

Álag á sjúkrahúsin hefur einnig minnkað frá því að það var sem verst. Innlagnir á gjörgæslu eru í dag aðeins fjórðungur þess sem það var þegar mest var.

Daglegum nýsmitum hefur hinsvegar fjölgað síðasta mánuð um 30% með hækkandi sól, 100% í Stokkhólmi, og því gæti dæmið versnað á næstu dögum og vikum. Og Sænsk stjórnvöld íhuga harðar aðgerðir.

Stjórnmálamenn eru ekki og hafa ekki verið gerðir að talsmönnum sóttvarnarsérfræðinga, verkfræðinga eða sjálfkrýndra sérfræðinga um samfélagsmál. Séu stjórnmálamenn talsmenn einhverra annarra en stjórnmálamanna þá eru það kjósendur. En merkingalaust bull sem hljómar gáfulega virkar á hálfvita og skilar því sínu þegar ekkert af viti er hægt að segja og málstaðurinn er frekar fíflalegur.

Vagn (IP-tala skráð) 8.3.2021 kl. 21:44

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Engar sniðugar athugasemdir um að það séu ekki fleiri Svíar að deyja en í eðlilegu árferði?

Geir Ágústsson, 8.3.2021 kl. 21:59

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Annars er athyglisvert þetta endalausa smit-tal. Svíþjóð er stórt land. Smit eru mörg á sumum svæðum (t.d. Skáni, nálægt þessum bansettu Dönum sem hafa lokað klippistofum í að verða 3 mánuði núna) en færri á öðrum (t.d. Stokkhólmi, sem fer nú sennilega að detta í hjarðónæmi).

En tökum nú samt smitmeðaltalið fyrir allt landið og lokum líkamsræktinni - á bæði Skáni og í Stokkhólmi!

Stjórnlyndu valdasjúku besserwissar og popúlistar.

Geir Ágústsson, 9.3.2021 kl. 07:12

4 identicon

Gallinn við smit er að það getur sprottið upp hvar sem er og dreifst hratt sé óvarlega farið. Þannig tæki ekki nema nokkra daga fyrir Skán að verða eins slæmt og Stokkhólmur. Þannig höfum við séð 70% fjölgun nýsmita á einni viku og gott ástand breytast í neyðarástand á mánuði.

Og Stokkhólmur er enn nokkur þúsund dauðsföllum frá hjarðónæmi af völdum smita. Og nokkur ár með sama hraða og verið hefur á smitum þar.

Vagn (IP-tala skráð) 9.3.2021 kl. 15:16

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Hvað þarf til svo lífið komist aftur í sinn vanagang, að þínu mati?

Bóluefnin koma víst ekki í veg fyrir að bólusettir gripi veiru og sendi á aðra. Og renna út. Eins og mótefnin. Og virka ekki á alla.

Læknar virðast ekki geta fundið upp meðferðir eða sett saman lyfjakúra sem duga. Þeir segjast hafa lært mikið, en greinilega ekkert nothæft.

Endalaus afbrigði veiru virðast vera tilefni til að núllstilla allt.

Þarf veiran að hverfa á heimsvísu svo það megi halda Þjóðhátíð í Eyjum?

Eða verða reistir Berlinarmúrar á milli heimssvæða?

Ég spyr því ég sé ekki betur, og óttast það mjög.

Geir Ágústsson, 9.3.2021 kl. 20:15

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Nú er ekki rétti tíminn til að yfirgefa mig!

Geir Ágústsson, 10.3.2021 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband