Aðhald og óánægja

Yfirvöld í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum hafa kynnt tilslakanir á samkomutakmörkunum. Hin opinbera skýring er sú að nýju reglurnar séu til komn­ar í ljósi lækk­andi ný­gengi smita, færri inn­lagna á sjúkra­hús og mik­ill­ar fækk­un­ar dauðsfalla af völd­um veirunn­ar að und­an­förnu en vel geng­ur að bólu­setja í rík­inu.

Sú skýring er kannski sú rétta, en önnur möguleg skýring er það kannski líka.

Í Kaliforníu er búið að safna svokölluðum "recall signatures" seinustu vikur. Þær geta gert það að verkum að kosning til ríkisstjóra er dæmd ógild ef ég skil kerfið rétt:

Article II of the California Constitution, approved by California voters in 1911, allows people to recall and remove elected officials and justices of the State Supreme Court from office.

Þann 26. janúar sagði CNN svo frá:

Recall proponents must gather 1.5 million signatures, which are due March 17. Leaders of the recall say they have gathered more than a million signatures.

Sem betur fer fylgdist ríkisstjórinn vel með þessari söfnun:

unnamed

Nýjustu tölur hljóða upp á 1,9 milljónir undirskrifta. Það er orðið verulega heitt undir pottinum!

Opnaði maðurinn af því veiran var á niðurleið og bólusetningar gengu vel eða af því hann sá fram á að missa völdin?

Og hafi ástæðan verið ótti við að missa völdin hvað getur það kennt okkur hinum? Að eina leiðin til að hrista af sér veirusamfélag sé að þrýsta á stjórnmálamanninn til að hrökklast úr stól sínum?

Hér er auðvitað gullið tækifæri fyrir einhvern sem vantar ókeypis fylgi í kosningabaráttu að gera sig gildan og krefjast afsagnar ráðandi afla ef það má ekki leyfa fólki að fá líf sitt til baka.


mbl.is Skemmtigarðar fá að opna í Kaliforníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hann er framtíðar forsetaefni demókrata og því býður hann sig aftur fram. Vinnur því 75% íbúa í CA eru demókratar.

Ragnhildur Kolka, 7.3.2021 kl. 09:06

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Það má vel vera. Það er jú kostur lýðræðis að hvaða blábjáni sem er getur lokkað kjósendur til að styðja sig, og um leið að það bitni þá bara á takmörkuðum landskika plánetunnar. Ég vorkenni Kaliforníu-búum ekkert sérstaklega, en er þó heillaður af þessu ákvæði stjórnarskrár þeirra að geta bolað kjörnum fulltrúa úr embætti með undirskriftasöfnun.

Og það virðist ætla að takast, sem þýðir kosningar:

"The deadline for organizers to submit signatures is on March 17. If the effort succeeds, a recall election would likely occur later this year."

https://www.foxnews.com/politics/newsom-recall-effort-surpasses-1-9m-signatures-california

Geir Ágústsson, 7.3.2021 kl. 12:52

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Sama frétt: "In addition to the recall effort, Newsom is facing a low point in his approval ratings as well as criticism over his handling of the state's coronavirus response and vaccine rollout."

Hér skiptir máli að það er verið að þröngva á hann kosningum. Ef ekki þá væri honum örugglega skítsama og lítinn stuðning við embættisverk sín, þar til korteri í reglulega kosningar.

Geir Ágústsson, 7.3.2021 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband