Ólesinn og ósamkvæmur sóttvarnarlæknir

Í stórfurðulegu samtali við sóttvarnarlækni kemur margt athyglisvert fram. Það helsta er:

Honum finnst ekkert liggja á að létta á sóttvarnaraðgerðum - að veita meirihluta fólks mikla vernd frekar en að veita minnihlutanum aðeins meiri vernd og meirihlutanum enga. Það er stórmerkilegt. Núna stefnir í að hópurinn "Aðrir" (aðrir en fangaverðir, skrifstofufólk heilbrigðiskerfisins og leikskólakennarar sem eru í nákvæmlegri engri smithættu) fái ekki sprautuna fyrr en sumarfríið er búið og yfirvöld tilbúin að lýsa yfir tíundu bylgjunni eða hvað það mun þá heita.

Hann hefur ekki kynnt sér rannsóknir um virkni bóluefna, og spyr heldur ekki þegar honum er bent á að slíkar finnast. Það tók mig 120 sekúndur að finna þessa frétt sem vísar á þessa umfjöllun um niðurstöður skoskra vísindamanna. En kannski þarf umfjöllunin að vera á PDF-formi?

Þetta gerði kannski minna til ef það væri ekki búið að boða takmarkanir á ferðafrelsi fólks og möguleikum til að heimsækja vini og ættingja í öðrum löndum nema með svokallað bólusetningarvegabréf í vasanum. Hvað var nú aftur sagt í Þýskalandi á sínum tíma? 

Wo sind deine Papiere?

Ég velti því fyrir mér hvort sóttvarnaryfirvöld hafi hreinlega áhyggjur af því að veiran hætti að mælast. Nú þegar hún mælist nánast ekkert er samt ekki hægt að blása í tónleika eða brúðkaup fyrir 101 dansandi gesti. "Nýja normið", sem er ekkert norm en samt lægsta viðbúnarstig sóttvarnarlitrófsins, bannar líka hitting yfir 100 manns. Það ætlar að reynast þungur róður að skrapa þennan hrúðurkall sem sóttvarnaraðgerðirnar eru af samfélagi manna. Og alltaf er forsendan sú að læknar hafi ekkert lært seinasta árið, að óbeinar afleiðingar sóttvarnaraðgerða skipti ekki máli, að það liggi ekkert á og að það sé ekki mark takandi á neinum rannsóknum sem segja annað.

Er von að ÁTVR sé að slá sölumetin sín á meðan Vogur undrar sig á lítilli aðsókn?


mbl.is Ná sem mestri vernd hjá viðkvæmasta hópnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Sem lítil athugasemd:

Mér finnst sóttvarnaraðgerðir Dana svipað fáránlegar og Íslendinga en það er erfitt að bera saman. Þegar yfirvöld labba með lokuð augun inn í dimmt herbergi til að fálma sig áfram án haldreipis er hætt við að leið þeirra að útihurðinni verði mismunandi.

Geir Ágústsson, 1.3.2021 kl. 18:45

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er rannsóknarefni að fólk skuli enn trúa þvaðrinu í þessu manngreyi. En það er væntanlega vegna þess að þrátt fyrir þekkingarleysi sitt, ábyrgðarleysi og skynsemisskort flokkast hann sem "vísindamaður".

Þorsteinn Siglaugsson, 1.3.2021 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband