Engar grímur, engar lokanir - enginn heimsendir

Í Suður-Dakóta ríki Bandaríkjanna sagði ríkisvaldið engu fyrirtæki að loka. Engin grímuskylda var sett á. Enginn var þvingaður til að vera heima hjá sér. Ríkisstjórinn hélt svolitla tölu um þetta um daginn sem er alveg rosalega hressandi tilbreyting frá heimsendaboðskap eiginlega allra annarra, sjá hér.

Þessum ríkisstjóra var sagt að þúsundir einstaklega myndu flykkjast inn á sjúkrahúsin. Tölurnar hafa hlaupið á nokkrum hundruðum.

Í stað þess að einblína á smit var fylgst með álaginu á heilbrigðiskerfið. Þetta sögðust allir ætla að gera í upphafi faraldurs en enduðu á að svíkja þann ásetning.

Þeir sem vilja skoða tölfræði ríkisins geta smellt hérna. Sem augljósan samanburð má notast við Norður-Dakóta, hér. Línuritin eru nánast eins, enda eru ríkin tvö í sama loftslagi.

Skipta þá sóttvarnaraðgerðir ekki máli? Jú, kannski, en þær geta virkað á ófyrirsjáanlegan hátt. Grímur ýta undir kæruleysi og valda öðrum vandræðum, svo dæmi sé tekið. 

Þegar geðveikin er liðin hjá mun koma í ljós að þeir sem stóðu sig best - til lengri tíma - eru þeir sem héldu ró sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Kristi Noem er ein af hetjunum í þessum faraldri. Ásamt DeSantis, og svo auðvitað vísindamönnunum sem hafa haldið haus, á borð við Kulldorff, Bhattacharya og Gupta.

Þorsteinn Siglaugsson, 28.2.2021 kl. 20:53

2 identicon

https://www.nbcnews.com/health/health-news/north-dakota-south-dakota-set-global-covid-records-how-did-n1257004

https://www.newsweek.com/fauci-fires-back-south-dakota-governor-over-covid-caseloads-says-numbers-dont-lie-1572662

https://www.vox.com/2021/2/28/22305905/kristi-noem-face-the-nation-interview-south-dakota-coronavirus-cpac    -------  "In reality, South Dakota’s laissez faire approach to the pandemic — including Noem’s refusal to enforce a mask mandate — has amounted to “a failed experiment in herd immunity,” as Bloomberg recently put it. The state has one of the 10 highest mortality rates in the United States. More than 1 in 500 residents has died since the pandemic began. And, as Face the Nation host Margaret Brennan noted during the CBS interview, South Dakota’s mortality rate has been the highest in the country since last July."

Vagn (IP-tala skráð) 28.2.2021 kl. 21:01

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Samkvæmt nýrri rannsókn NBER má reikna með milljón dauðsföllum í Bandaríkjunum vegna atvinnuleysisins sem sóttvarnaraðgerðir hafa valdið. Ég reikna með að hlutdeild South Dakota þar sé afar lág. Og það er bara atvinnuleysið. Þá eru eftir áhrifin af lokunum skóla, frestun annarrar heilsugæslu og svo auðvitað verri almannaþjónustu um langa framtíð vegna niðurbrots efnahagskerfisins.

Þorsteinn Siglaugsson, 28.2.2021 kl. 21:11

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Facebook segir mér að þetta séu rangar upplýsingar, og fyrst þeir hafa fyrir því að tilkynna mér það þá hlýtur þetta að vera satt og rétt:

https://summit.news/2021/01/05/epidemiologist-says-influenza-cases-are-being-counted-as-covid-19/?fbclid=IwAR2NNjhGbRz6hDm85F6CgOwOFiHXDwxA-26icAS8dj8NuGE14AfukyLT1mU

Ásgrímur Hartmannsson, 28.2.2021 kl. 21:31

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir verkfræðingur.

Ekki þarf mikið til að Vöggur gleðjist sé ég hérna að ofan, þó ég átti mig ekki alveg á fögnuðinum, hvort það er vegna þess að það er að draga úr útbreiðslu veirunnar í augnablikinu í Suður Dakóta, eða vegna þess að það dóu þó ekki fleiri.  Þú útskýrir það kannski fyrir mér á eftir.

Ef faraldurinn er búinn að ná hámarki og þróttur veirunnar hnignar með hækkandi sól, þá er það að hinu góða, og hlýtur að leiða til þess að samfélögin opnist hægt og rólega uppá nýtt.  Slíkt getur aldrei haft neitt með fyrri sóttvarnir, það er ekki að hægja á veirunni í Suður Dakóta vegna þeirra aðgerða eða ekki aðgerða sem gripið var til, það eru einhverjir aðrir ferlar þarna að verki sem hafa ekkert með verk okkar mannanna að gera.

Ef þú ert að fagna að dánartölunum frá Suður Dakóta, þá þýða þær að hér á Íslandi hefðu um 730 manns fallið til viðbótar þeim 29 sem hafa þegar fallið.  Varla finnst þér það eitthvað fagnaðarefni??

Í Bandaríkjunum væru yfir 700 þús látnir í stað þeirra 530 þúsund sem skráðir eru í dag, í Bretlandi væri talan um 145 þúsund í stað 122 þúsund.

Dálítið spes nálgun að fagna þessu og ég trúi því nú eiginlega ekki þegar þú ert að hampa aðferðafræði Kristi.

Hugsanlega ertu að fagna því að það féllu þó ekki fleiri en ég trúi því ekki uppá rökhugsun þína.  Farsóttir sem nota ekki hýsla úr dýraríkinu til að bera smit á milli, þurfa eðli málsins vegna fólk til að smita, og því fleira fólk sem býr á sama fermetranum, því fleiri smitast.  Þess vegna féllu alltaf miklu fleiri í borgum en sveitum í faröldrum hér á öldum áður, og þess vegna flýði fólk borgirnar þegar drepsóttir gengu yfir.

Suður Dakóta er með 4,3 íbúa per km2, eitt strjálbýlasta landsvæði hins vestræna heims, er landbúnaðarsvæði þar sem byggðir eru dreifðar, og samt með þessa háu dánartíðni þar sem það var svo auðvelt að koma í veg fyrir hana að mestu leiti.  Og þó grímur hafi engin útslitaáhrif, þær draga aðeins úr smitum uppá viss prómil, þá er það samt staðreynd að þar sem staðbundin yfirvöld í Suður Dakóta gerðu kröfur um þær, að þar féllu hlutfallslega mun færri.

Hvað er þá eftir Geir sem þú ert að fagna??

Ég bara spyr.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.2.2021 kl. 21:54

6 identicon

NBER ráðleggja stjórnvöldum í Apríl 2020 að hefja strax harðar sóttvarnaraðgerðir. Það lágmarki dauðsföll og geri efnahagsáhrifin minni til lengri tíma litið. Og að grípa til þeirra aðgerða seint er samt betra en að aðhafast ekkert.    http://www.nber.org/papers/w26882

"6.3    The costs of starting containment too late
Policymakers can also face pressures to delay implementing optimal containment measures. The red dashed-dotted lines in Figure 9 display the impact of only beginning containment in week 33, the period in which infections peak. We assume that optimal policy is calculated and implemented from that point on. The black dashed lines pertain to the behavior of the economy when the optimal containment policy is implemented from week zero on. The solid blue line corresponds to the competitive equilibrium with no containment measures. The optimal policy that begins in week 33 involves draconian containment measures that lead to an enormous drop in economic activity. The reason is simple: with infections raging, the economic externalities associated with economic activity are very large. Despite the draconian measures, the total number of deaths associated with the epidemic is much larger than if the optimal containment policy is implemented without delay. Still, as far as the death toll of the epidemic is concerned, late containment (red dashed-dotted lines) is better than no containment at all (blue solid lines). The implications of our model about the cost of starting containment too late are consistent with the evidence for the 1918 Spanish áu (Hatchett, Mecher, and Lipsitch (2007) and Bootsma and Ferguson (2007)). We conclude that it is important for policymakers to resist the temptation to delay optimal containment measures for the sake of initially higher short-run levels of economic activity."  


NBER WORKING PAPER SERIES  -  THE MACROECONOMICS OF EPIDEMICS
Martin S. Eichenbaum
Sergio Rebelo
Mathias Trabandt
Working Paper 26882
http://www.nber.org/papers/w26882
NATIONAL BUREAU OF ECONOMIC RESEARCH
1050 Massachusetts Avenue
Cambridge, MA 02138
March 2020, Revised April 2020

Vagn (IP-tala skráð) 1.3.2021 kl. 01:05

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Fyrir áhugafólk um bandaríska ferðlag veirunnar er til hafsjór af gögnum - ekki bara eldgamlar skýrslur sem boða heimsendi nema farið verði í "tímabundnar en harðar aðgerðir" sem enda alltaf á að verða langtímaaðgerðir sem drepa hagkerfið.

Dæmi:

https://twitter.com/ianmSC/status/1365048060808622081/photo/1

Efnahagur Suður-Dakóta er í blóma.

Geir Ágústsson, 1.3.2021 kl. 10:09

8 identicon

Efnahagur Suður-Dakóta er í blóma. Atvinnuleysi aðeins lítið meira en venjulega og langt undir landsmeðaltalinu. Geir telur þá hljóta að vera ánægða sem hafa haldið vinnunni, jafnvel þó það hafi kostað einhverra vini og ættingja lífið.

Vagn (IP-tala skráð) 1.3.2021 kl. 12:46

9 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Atvinnuleysi kostar fólk líka lífið. En af einhverjum ástæðum virðast margir afar einbeittir í að loka augunum fyrir því, loka augunum fyrir þeim hremmingum sem börn og ungmenni hafa þurft að ganga í gegnum og hafa stórskaðað framtíð þeirra. Og svo auðvitað að loka augunum fyrir hinu augljósa, að lokanirnar virðast litlu sem engu breyta í raun um framgang veirunnar.

Án nokkurra aðgerða hefði mátt búast við að 4-6 milljónir létust úr þessari pest á tveggja ára tímabili. Nú er ár liðið. 2,5 milljónir hafa látist. Breyttu lokanirnar einhverju um það?

Þorsteinn Siglaugsson, 1.3.2021 kl. 13:17

10 identicon

Hvernig getur maður lesið úr þessu grafi að ástandið sé gott í Suður Dakóta? Mér sýnist það þvert á móti vera ömurlegt í ríki sem hefði átt að hafa alla burði til að sleppa vel. Stærsta borgin er minni en Reykjavík og eins og stendur í skýrslu í þræðinum er stærð borga ráðandi þáttur þegar kemur að smitum (ekki þéttleiki eins og margir hafa talið).

Samsetning efnahagsins ræður miklu þegar kemur að efnahagshamförunum sem þessi faraldur kom af stað. Framleiðsluhagkerfi eins og Suður Dakóta sleppa almennt betur en þjónustuhagkerfi.

Grímur (IP-tala skráð) 1.3.2021 kl. 13:25

11 Smámynd: Geir Ágústsson

Hér er róið að því öllum árum að yfirvöld í Suður-Dakóta skammist sín fyrir að hafa ekki þvingað fyrirtæki í þrot, fólk á bak við grímur og hagkerfið í blússandi niðursveiflu. Að þess í stað séu ákvarðanir teknar í sýslunum (counties), þar sem stjórnmálamennirnir eru aðeins viðkvæmari fyrir málefnalegri gagnrýni, og af einstaklingunum sjálfir.

En eins óþolandi og sjálfstæði stjórnunareininga (t.d. ríkja) er í augum margra þá hefur heimurinn verið ein stór tilraunastofa eftir að WHO henti fyrri leiðbeiningum sínum um farsóttarráðstafanir í ruslið. Sumir einblína á SMIT og aðrir á álag á heilbrigðiskerfið. Sumir vilja að fólk hafi vinnu og eitthvað til að lifa fyrir, aðrir bara að við höldum lífi án þess að hafa nokkuð til að lifa fyrir. Sumir vilja fórna unga fólkinu, heilu atvinnuvegunum og ríkisfjármálunum næstu mörgu ár, aðrir ekki.

Geir Ágústsson, 1.3.2021 kl. 13:58

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Æ, láttu ekki svona Geir.

Þú ert ekki tregur, ég spurði þig einfaldrar spurningar, hvað er svona gleðilegt við mannfallið í Suður Dakota??

Og samviska þín er svo svört að þú heykist að svara því.

Spurning sem kemur efnahagslífinu lítt við, það er ekki faktur sem þú nefndir í pistli þínum.

Hins vegar jarðaði félagi Vagn, nýkominn úr draumaheimi rafeindarinnar, þá röksemd þína hér að ofan.

Honum er nefnilega ekki alls varnað þegar sá gállinn er á honum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.3.2021 kl. 14:08

13 Smámynd: Geir Ágústsson

Ómar,

Það tekur tíma að bregðast við góðum ábendingum um lesefni, jafnvel heilu skýrslurnar, en það er ekkert "gleðilegt við mannfallið" í Suður Dakota, eða Norður Dakota, eða New York, New Jersey eða öðrum svæðum, en á móti má spyrja:

Tengist það því að fyrirtækjum var ekki skikkað að loka og að ríkið, frekar en sýslurnar, réðu því hvaða reglur væru í gangi með grímur og aðrar takmarkanir?

Hefði slíkt þýtt minna mannfall? 

Kannski hefði verið nóg að passa elliheimilin betur. Þar skilur oft á milli ríkja - en ekki hvort það sé bannað að borða á veitingastað eða fara í klippingu.

Og úr því menn eru að "forðast" spurningar: Hvað með óbeinar langtímaafleiðingar sóttvarnaraðgerða? Skiptir dauðsfall á manneskju sem var hent úr skóla eða vinnu eða liðskiptiaðgerð minna máli en dauðsfall á árinu 2020?

Er eldri kynslóðin að biðja um að loka samfélaginu vegna hennar sjálfrar?

Það er einfaldlega ekki heil brú í þessum öfgakenndu viðbrögðum við veiru, og sérstaklega ekki í dag þegar:
1) Er búið að þróa fjölda bóluefna
2) Er búið að finna margar leiðir til að eiga við veirusýkinguna
3) Er búið að knésetja vinnustaði og fleygja fjölda manns í efnahagslega glötun
4) Er búið að finna úrræði til að verja viðkvæmustu hópana
5) Er viðbúið að dauðsföll vegna óbeinna afleiðinga sóttvarnaraðgerða verða líklega fleiri en vegna veiru
6) Er búið að læra að sumar aðgerðir virka betur en aðrar, en að þessar ýktustu eru einfaldlega hamarshögg embættismanna og stjórnmálamanna sem þora ekki að draga í land úr þessu

Fyrir ári síðan var veiran ný, áhættuhópar óþekktir og spálíkön benti með rauðri pílu upp á við.

Síðan lærðu menn lexíur.

Geir Ágústsson, 1.3.2021 kl. 14:28

14 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það lærðu reyndar ekki allir lexíur. Fæstir hafa lært þær því miður. En vonandi fer þeim fjölgandi með tíð og tíma því annars getum við átt von á svona brjálæði aftur næst þegar það kemur ný flensa.

Þorsteinn Siglaugsson, 1.3.2021 kl. 14:33

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Geir, þú ert minn maður núna.

En veistu, ég er engu nær nema að þú sért ekki glaður yfir að fólk deyi, og við vitum það báðir að slík hugsun hefur ekki hvarflað af hvorugum okkar. 

Ég er samt litlu nær varðandi spurningar mínar, þó kannski tilvísun mín í Vögg hafi verið smá fögn að sjá Þorstein mættan aftur.

Samt gott að hafa það á hreinu að þú ert ekki glaður yfir að 730 manns hefðu bæst við dauðalistann ef leið Kristi hefði verið farin, því þar með vita það ekki aðeins ég og þú, heldur aðrir sem lesa þennan þráð, og trúðu mér, athugasemdarkerfi þitt er lesið líkt og hjá öðrum góðum bloggurum.

En í alvöru Geir, lestu aftur yfir ágæta athugasemd þína, ég er alveg tilbúinn að ræða hvert einasta atriði hennar, nema að það hefði ekki hvarflað að mér að taka þá umræðu við þig ef þú hefðir pistlað þar um.  Þar hefði ég virt friðhelgi bloggs þíns.

En Geir minn, þú varst ekki að pistla um þetta.

Ekkert sem þú segir hér að ofan tengist orðum þínum, eða tilvitnun í bjána, sem er ekki ljóska því hún er dökkhærð.

En hver segir að ljóskur þurfi að vera dökkhærðar??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.3.2021 kl. 15:51

16 identicon

Sæll Geir,

Þessari farsótt hefur verið haldið upp með óáreiðanlegum og ónákvæmum PCR skimunum, þannig að það er lítið sem ekkert að marka allar þessar niðurstöður, þar sem að allar þessar PCR skimanir eru þekktar fyrir false jákvæðar niðurstöður, svo og þar sem að þessar PCR skimanir hafa EKKI neinn Gold Standard. Heilbrigðisyfirvöld hér og víða hafa verið í því að segja við heilbrigt fólk aftur og aftur að það sé veikt, auk þess sem PCR kjarnsýrukannanir eða PCR skimanir gerir ekki nein greinamun á því hvort þú sért með kvef, árstímabundna flensu eða einhverjar eitranir. Nú og ofan á allt þá vilja heilbrigðisyfirvöld hér og víða ekki gera eina einustu könnun á því hvað mikið af þessum tilfellum eru false jákvæðar niðurstöður, því að allt svoleiðis eyðileggur allan hræsluáróðurinn fyrir þeim.


Heilbrigðisyfirvöld koma ekki hreint fram við almenning,  þar sem að almenningi  er EKKI sagt frá því hvað þessar PCR skimanir geta verið óáreiðanlegar, ónákvæmar og/eða hvað þá um að EKKI SÉ TIL NEIN GOLD STANDARD.

Miðað við að notast verður við þessar PCR skimanir svona áfram, þá verður þessi Covid19 farsótt áfram í fleiri, fleiri, fleiri hundruð ár eða endalaust, þar sem að í þessu sambandi er EKKI reiknað með kvefi og EKKI reiknað með árstímabundinni flensu, svo og þar sem að allar jákvæðar niðurstöður eru flokkaðar sem Covid19 tilfelli og annað ekki.    

Þetta lélega Embætti landlæknis fullyrðir að breska afbrigðið sé komið til landsins, og það án þess að hafa eina einustu vísindalega sönnun fyrir því að SARS-CoV-2  veiran (sem talin er valda Covid19) hafi verið einangruð og mynduð, eða hvað einu sinni hreinsuð og fjölfölduð. 

"Even the Robert Koch Institute and other health authorities cannot present decisive proof that a new virus named SARS-CoV-2 is haunting us." https://off-guardian.org/2021/01/31/phantom-virus-in-search-of-sars-cov-2/?fbclid=IwAR30jLIyuyl-Oy_wq4chpEN8aKzZJNhMgZFVND8JF7Ul9BCPYZGqZCupsdU 

 "Leading Corona researchers admit that they have no scientific proof for the existence of a virus" https://telegra.ph/Leading-Corona-researchers-admit-that-they-have-no-scientific-proof-for-the-existence-of-a-virus-07-31?fbclid=IwAR0Ctsyg-XCrkhOpY0TGcNi06NkuimqiQ8bldmzJ4u6PKwmWHBa0DoBl7u4

Sjá þessar upplýsingar hér fyrir ofan hjá Lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) og Sóttvarastofnun Bandaríkjanna (CDC) :“ Since no quantified virus isolates of the 2019-nCoV are currently available, assays designed for detection of the 2019-nCoV RNA were tested with characterizes stocks of in vitro transcribed full length RNA.” https://www.fda.gov/media/134922/download

Áróður heilbrigðisyfirvalda er orðinn mjög grunsamlegur, svo og þegar menn eru víða farnir sjá að BÓLUEFNIÐ VIRKAR EKKI NEITT, en þá byrja heilbrigðisyfirvöld með þetta kjaftæði um eitthvað  breskt afbrigði og brasilískt afbrigði, og  eins áður án þess að hafa eina einustu vísindalega sönnun fyrir því að vírusinn SARS-CoV-2 (er sagður er valda covid19 veikindum) hafi verið einangraður,  og eins og áður Ekki neinar  vísindalegar sannanir eða hvað þá myndir af einangruðum SARS-CoV-2 vírus. Er það nokkur furða að bóluefnið virkar ekki neitt: 

"OC Man Tests Positive For COVID-19 Weeks After Getting Second Vaccine Dose" https://losangeles.cbslocal.com/2021/02/12/orange-county-man-tests-positive-covid-19-vaccine/?fbclid=IwAR05ZZeU3_j9oOeyerw1YTSJeXcthh1BR7PDOWgJvsSuBfFqzAHCCFL1788 

"Four people in Oregon who received both doses of vaccine test positive for coronavirus" https://www.nbcnews.com/news/us-news/four-people-oregon-who-received-both-doses-vaccine-test-positive-n1257886?cid=sm_npd_nn_fb_ma&fbclid=IwAR1KHMZjw0pMaD2H9jPpw-O-23oO0mizJKQ72U1wrER9lVB0reUbn1kZAGg

"ER nurse tests positive for COVID-19 eight days after receiving vaccine" https://www.abc15.com/news/local-news/er-nurse-tests-positive-for-covid-19-eight-days-after-receiving-vaccine?fbclid=IwAR1bcb1WigklXsW4A3iH72xJQCPmZ65xbuX8z-Hfos0zzh7QN216Xq5Oa6E

"Thousands of Israelis Tested Positive for Coronavirus After First Vaccine Shot" https://www.haaretz.com/israel-news/thousands-of-israelis-tested-positive-for-coronavirus-after-first-vaccine-shot-1.9462478    

"Ex-chief rabbi tests positive for coronavirus, days after getting 2nd vaccine dose" https://www.timesofisrael.com/liveblog_entry/ex-chief-rabbi-tests-positive-for-coronavirus-days-after-getting-2nd-vaccine-dose/?fbclid=IwAR23OjyueY74nmIM_53s0kz-RqZDa_l9muuQBneFjlQCzwud98PhdCNSE-0  

"San Diego County Reports 1st Case of Fully Vaccinated Person Getting COVID-19"
https://www.nbcsandiego.com/news/local/san-diego-county-reports-1st-case-of-fully-vaccinated-person-getting-covid-19/2525199/?fbclid=IwAR1_uFU_dzBgJS39MJbloDzSWgxRiumnkFelmELpnQBv2p5kmOLpS9n4kuA



Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 1.3.2021 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband