Stríðið endalausa

Í gær byrjaði ég á bókinni Enough Already: Time to End the War on Terrorism, og er mjög spenntur fyrir henni eftir að hafa heyrt fjölmörg viðtöl við höfundinn, Scott Horton, og lesið þónokkrar greinar eftir hann. Afstaða hans er skýr: Bandaríkjamenn eiga að hætta að berjast í útlöndum. Punktur.

Hann sá fyrir að Bidan yrði engu skárri en forverar hans í embætti forseta Íslands, og það er að rætast. Forsetinn ræður ekki förinni nema að litlu leyti. Það gera hershöfðingjar og svokallaðir "war hawks" innan stjórnsýslunnar. Forsetinn er strengjabrúða. Stríðið gegn hryðjuverkum er ekki stríð: Það er hlaðborð fyrir heimsveldissinna. 

Ég vona að bandarískur almenningur átti sig á þessu og heimti að hermennirnir komi heim. Heilu heimshlutarnir þurfa alveg rosalega mikið á því að halda.


mbl.is Gerðu loftárásir í Sýrlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta hlítur samt að lagast Trump er farinn.

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 27.2.2021 kl. 05:41

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Trump var fyrsti forsetinn í áratugi sem hóf ekki nýtt stríð. Þegar hann vildi út úr Afganistan mætti honum kerfið sem drap slíkar áætlanir. Þetta mun versna.

Geir Ágústsson, 27.2.2021 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband