Ákaflega ánægjuleg mótun á hegðun (áður) frjálsra einstaklinga

Ég þoli ekki vindverki í lyftum. Þeir eru e.t.v. ekki lífshættulegir en þeir valda mér óþægindum.

Ég þoli ekki ofát á fitu annars fólks. Það veldur mér e.t.v. ekki líkamlegum skaða en það ónáðar heilsusamlega geðheilsu mína að vita af öðru fólki stífla kransæðar sínar.

Umferðarmengun fer rosalega í taugarnar á mér. Hún veldur mér líkamlegum skaða en kemur ekki í veg fyrir að ég hætti mér út í umferðina á hverjum degi.

Box er mjög hættuleg íþrótt og skaðleg fyrir þá sem stunda hana. Höfuðmeiðsli og annað eins er ekki gott mál. Ég hef sterkar skoðanir á því sem annað fólk gerir til að hreyfa sig og virkja keppnisandann sér í.

Reykingar á skemmtistöðum fara mikið í taugarnar á mér. Ég þoli ekki lyktina og veit að þær valda mér líkamlegum skaða (þótt erfitt hafi reynst að fá það staðfest með rannsóknum). Mér þætti vænt um að losna við persónulegan pirring minn og þann líkamlega skaða sem felst í skemmtistaða- og iðjuvali mínu um helgar.

Er lausnin á öllum þessum óþægindum og allri þessari frjálsu eyðileggingu eigin heilsu að setja lög um hinar pirrandi og frjálslega skaðlegu athafnir?

Eru þá mörk þess sem ríkið "má" (þrátt fyrir stjórnarskrá) setja lög um ekki stórkostlega opnuð? Eða hvað kemur næst? Bann á áti á feitum mat? Bann á blóti? Bann á ekki-kristinlegri hegðun?

Ég held að bann-sinnum væri hollt að setjast niður og hugleiða það takmarkalausa stjórnlyndi sem ríkinu opnast með því að afnema einkaeignarrétt og athafnafrelsi á Íslandi. Það "virkaði" eflaust í Írlandi og Svíþjóð, en ef það er kallað "rök" þá er rökhugsun á undanhaldi, og í staðinn kominn pólitískur rétttrúnaður óbeislaður. 


mbl.is Reykingabann á skemmtistöðum gæti skilið milli feigs og ófeigs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Sammála!

Eva Þorsteinsdóttir, 30.5.2007 kl. 23:43

2 identicon

Þvættingur og ekkert annað.

Það að leyfa fólki að blása eiturviðbjóði yfir í mitt rými er þverbrot á mínum réttindum.

Það að mér sé frjálst að fara annað eru engin rök því hvað ef ég fæ mér fyrst sæti á veitingastað og svo kemur þú og byrjar að menga. Eða hvað ef ég kem, þú situr og ert ekki að reykja en byrjar svo seinna á ég þá að fara til að þú getir stundað viðbjóðslegan ávanann.

Alfreð Jónsson (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 00:05

3 Smámynd: Halla Rut

Ég þoli ekki boð og bönn en verð að segja að ég er ánægð með þetta reykingja bann því það "hentar" mér

Halla Rut , 31.5.2007 kl. 00:05

4 identicon

Alfreð:
Ef það er ekki reykingarbann á staðnum sem þú ert á og þú vissir af því þegar þú fórst inn á hann, þá hefurðu engan rétt á að kvarta yfir því ef einhver nýtir sér þann möguleika sem veitingastaðurinn býður upp á. Þessi staðhæfing þín um að engin rök liggi fyrir því er...röng. Það væri önnur saga ef þessi veitingastaður eða svæðið væri auglýst sem reyklaust en þá ertu í fullum rétti til að kvarta.

Svavar Kjarrval (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 00:11

5 identicon

Einmitt.

Það er sem sagt á mína ábyrgð sem er á engan hátt þátttakandi í reykingunum að tryggja að staðurinn banni fíklum að neyða mig til þátttöku  í svölun fíknarinnar annars þarf ég bara að láta mér það vel líka eða fara að öðrum kosti.

Loksins, loksins, loksins höfum við haft vit á því að hafna þeirri firru að réttur reykingafiflana til að reykja hvar og hvenær sem er sé ofar rétti okkar til hreins lofts hvar og hvenær sem er. 

Alfreð Jónsson (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 00:48

6 identicon

Eg held ad thad borgi sig ekkert ad vera ad svara fasista fukyrdum!!

"Goda skemmtun" leidinda naggur.

Edda (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 02:54

7 identicon

"hafna þeirri firru að réttur reykingafiflana til að reykja hvar og hvenær sem er sé ofar rétti okkar til hreins lofts hvar og hvenær sem er."

Reykingar hafa aldrei verið þvingaðar yfir staði í gegnum landslög, slíkt afskipti yrðu alveg jafn óréttlætanleg og lögin sem taka gildi á föstudaginn.

Ef þú kýst að vera inni á stað sem leyfir reykingar þá ert ÞÚ að setja eigin heilsu í annað sæti, þú getur farið annað ef þér mislíkar reglurnar.

Geiri (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 03:27

8 identicon

Þessi lög eru í samræmi við frjálshyggjuna. Þú mátt gera hvað sem er svo fremur að athafnir þínar skaði ekki aðra án þeirra samþykki.

Árni Richard (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 08:51

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Gott að sjá menn nota orðið "mitt rými", en því miður í vitlausu samhengi því átt er við rými í eigu ANNARRA. Það er lykilatriði.

Ef ég á húsnæði og heimila reykingar í því þá skerðist eignarréttur minn EKKI ef ég hleypi gestum inn í það. Rétt eins og sjálfseignarréttur einstaklings skerðist EKKI ef viðkomandi byrjar að reykja, stunda teygjustökk eða berja höfðinu í vegg.

Þessi lög eru sett á í krafti ofurvalds meirihlutanum á minnihlutanum og verða ekki rökstudd öðruvísi en sem "heimiluð" kúgun meirihlutans á minnihlutanum.  Um leið og lög þurfa ekki rökstuðnings við og ganga á ákvæði stjórnarskrár án mótmæla lögspekinga er hættunni boðið heim.

Hvað kemur næst? Bann við hávaða frá flugvöllum af því einhver byggði hús við flugbraut sem þegar var til staðar og gæti skaðað heyrnina í sér ef hann er heima þegar flugvél lendir eða tekur á loft?

Árni, það að einhver labbi óþvingaður inn í eiturefnaverksmiðju og ætlast til þess að verksmiðjan stöðvi starfsemi sína af því hann ákvað að ganga inn í hana er á engan hátt hugsun sem samrýmist frjálshyggjunni á neinn hátt.

Geir Ágústsson, 31.5.2007 kl. 18:03

10 identicon

Nennir svo einhver að lækka í tónlistinn á þessum "skemmti"stöðum? Það syngur í eyrunum á mér í marga daga eftir að hafa komið inn á svona stað - guð einn veit hvernig hálf heyrnarlausu starfsfólkinu hlýtur að líða. 

Einar Örn (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 23:26

11 identicon

Ég efast um að þú finnir margar slíkar eiturefnaverksmiðjur í siðmenntuðum löndum. Það eru lög um slíkt, sambærileg við reykingalögin, sem tryggja rétt starfsmanna. Þegar mengun er meiri en nauðsynlegt er á vinnustöðum, þ.e. mengunarvarnir er ábótavant, þá eru lög sem skylda vinnuveitendur til að bæta úr því, nauðsynleg.  En frjálshyggjan gerir ekki ráð fyrir því, enda ósamfélagsleg stefna.

En frjálshyggjan bannar fólki að skaða hvort annað án samþykkis. Það nær yfir skemmtistaðina því þar er fólk beinlínir að skaða hvort annað. Þetta er því annað mál. 

Árni Richard (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 05:10

12 identicon

Það eru sjálfsagt til lög um hámarksstyrkleika tónlistar á skemmtistöðum. Ef ekki, þá ættu þau að vera til.

Árni Richard (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 05:14

13 Smámynd: Geir Ágústsson

Á Vesturlöndum er til hellings af baneitruðum svæðum. Hins vegar hefur fólk það almennt svo gott og hefur úr svo mörgum störfum að velja að fyrirtæki þurfa að keppast við að bjóða upp sem hreinlegastar aðstæður til að laða það að.

Fólk fer á djammið og skemmtir sér og finnst gaman (annars færi það ekki á djammið) og fer þar sem er reykt en sest svo við tölvuna þegar heim er komið og heimtar að einhver taki ábyrgð á lyktinni sem nú er komin í föt og hár.

Maður sem byggir hús við flugvöll á enga heimtingu á því að farþegaþotum verði skipt út fyrir svigflugvélar af því hann valdi að byggja hús sitt við flugvöll.

Geir Ágústsson, 1.6.2007 kl. 09:22

14 identicon

Fyrst að fyrirtækin keppast um starfsfólk og þurfa að bjóða upp á sem hreinlegastar aðstæður, hvers vegna er þá til fyrirtæki sem bjóða upp á skaðlegt umhverfi?

Málið er að raunveruleikinn er ekki svona. Margir þurfa að vinna í skaðlegu umhverfi starfs sín vegna. Til dæmis vil ég benda þér á að lesa nýlega grein í pistli Ómars Ragnarssonar.

"Ég sá á eftir fimm vinum mínum úr hljóðfæraleikarastétt sem vísindarannsóknir benda til að hafi langlíklegast látist af völdum óbeinna reykinga.

Þetta voru Haukur Morthens, Ingimar Eydal, Svavar Gests, Ellý Vilhjálms og Stefán Jóhannsson."

Frjálshyggjan er oft ekki í sambandi við raunveruleikann.

Dæmið sem þú nefnir um flugvöllinn felur ekki í sér skaða á heilsu einstaklings. 

Árni Richard (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 09:28

15 Smámynd: Geir Ágústsson

Health risks of noise exposure er áhugaverð lesning um hugsanleg áhrif þess að byggja hús við hliðina á flugbraut og vera heima þegar flugvélar taka á loft og lenda.

Það eru til margar leiðir til að skaða heilsu sína fyrir utan að labba inn á veitinga- og skemmtistaði þar sem húseigandi ákvað að heimila löglega iðju og bjóða fólki að koma skemmta sér og skemmta öðrum. Meira að segja margar mun heilsuskaðlegri leiðir en að anda að sér reyk sem lungu annarra hafa að einhverju leyti síað fyrir mörgum efnum.

Geir Ágústsson, 1.6.2007 kl. 10:12

16 identicon

Vont réttlætir ekki vont.

Árni Richard (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 16:17

17 Smámynd: Geir Ágústsson

Að fólk geri eitthvað af fúsum og frjálsum vilja og geri það á eigum annarra réttir ekki skerðingu á eignar- og sjálfsákvörðunarrétti.

Tilgangurinn helgar ekki meðalið. Það að vilja "bæta heilsu" einhverra réttlætir ekki að viðkomandi er gerður að peði á taflborði stjórnmálamanna.

Geir Ágústsson, 1.6.2007 kl. 16:30

18 identicon

Geir hefur alltaf rétt fyrir sér. Punktur!

Sif Sigþórs (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 01:20

19 identicon

Það er í lagi að skaða fólk með heilshugar samþykki þess.

Á skemmtistöðum og börum liggur þetta samþykki ekki fyrir.

Árni Richard (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 10:13

20 Smámynd: Geir Ágústsson

Árni, ef þér er boðið í partý heima hjá mér og þú mætir þá geng ég út frá því að þú hafir samþykkt að pissa ekki á gólfið mitt, andmæla ekki reykingastefnu minni heima hjá mér og gerir sem minnst af því að eyðileggja hluti sem ég á viljandi.

Ef þetta er eitthvað óskýrt þá er ég ekki viss um að þér sé treystandi til að koma inn á mitt heimili! 

Geir Ágústsson, 2.6.2007 kl. 13:43

21 identicon

Hvenær á ég að mæta?

Árni Richard (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 20:16

22 identicon

Ef fólk reykir ofan í mig mót vilja mínum þá er það brot á frjálshyggjulögmálinu sem segir að ekki megi skaða aðra mót vilja þess.

Það þýðir ekkert að halda úti einhverjum lögmálum og brjóta þau svo bara.

Árni Richard (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 20:20

23 Smámynd: Geir Ágústsson

Árni, ef þú kemur í heimsókn til mín í mína íbúð og ég er reykjandi (eða hef það í hyggju og læt þig vita af því) en þú kemur samt inn, hvor á þá að gefa eftir:

  • ég sem húseigandi að reykja sem vill halda því áfram eða kveikja mér í rettu
  • þú sem gestur og maður sem kærir sig ekki um að anda að sér reyk 

Nú  játa ég að ég á það til að standa úti við opnar svalardyr þegar ég fæ gesti í heimsókn til að kæfa þá ekki en það er kurteisi og má aldrei undir neinum kringumstæðum setja í lög. Spurningin er eftir sem áður: Hvor ofannefndra herramanna hefur réttinn þegar allt kemur til alls?

Geir Ágústsson, 3.6.2007 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband