Bítlalandið

The-Beatles-Ringo-Starr-Paul-McCartney-GeorgeÍ Danmörku hefur ekki verið hægt að komast í klippingu síðan fyrir jól. Danir eru því að verða hárprúðari með hverjum deginum og fara bráðum að minna á veggspjald með Bítlunum. 

Einhverjar búðir eru vissulega opnar: Matvöruverslanir, apótek og sérverslanir með neysluvarning (kaffi, rafsígarettur, snyrtivörur).

Verslunarmiðstöðvar eru lokaðar nema fyrir verslanir af þessu tagi.

Nú á að opna stærri verslanir og hleypa krökkum aftur í íþróttir ef þeir nenna á annað borð að byrja æfa aftur.

En um þessar tilslakanir er engin sátt. Ríkisstjórnin og stuðningsflokkar hennar hentu stjórnarandstöðunni út af svokölluðum samráðsfundi. Stjórnarandstaðan hafði heimtað útreikninga af afleiðingum hinna ýmsu takmarkana en fengið voðalega lítið í staðinn. Efnisleg rök eru fá og fátækleg. 

En sólin er hátt á lofti þessa dagana og fólk viðrar sig og drekkur bjóra á almenningsbekkjum svo það er plástur á sárið.

Í Sviss er nú búið að knýja á um þjóðaratkvæðagreiðslu um nýjustu sóttvarnarlög landsins. Þar í landi geta 50 þúsundir undirskriftir komið á þjóðaratkvæðagreiðslu um nánast hvað sem er. 90 þúsundir undirskriftir söfnuðust. fl

Í fjölmörgum ríkjum eru andspyrnuhreyfingar gegn yfirgengilegum sóttvarnarúrræðum að bæta við sig fólki. Og þótt fyrr hefði verið! Við erum að fórna unga fólkinu án þess að hjálpa gamla fólkinu. Við erum að svipta fólk lífsviðurværinu, börn félagslífi sínu og menntun og grafa undan framtíð allra með skuldsetningu og vaxandi ríkisvaldi.

Og nú má vera að einhverjar sóttvarnaraðgerðir séu nauðsynlegar og jafnvel gagnlegar án þess að steypa samfélaginu í glötun, hvort sem á okkur herjar veira eða baktería, en þetta tal um "nýja normið" þarf að kveða í kútinn.


mbl.is Fyrstu skrefin í opnun Danmerkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband