Þriðjudagur, 23. febrúar 2021
Um veiru og útreikninga
Fyrir áhugafólk um veirur og útreikninga er hér áhugaverð frétt frá Danmörku:
Professor kritiserer SSI: Udregninger er for pessimistiske (bt.dk)
Prófessor gagnrýnir hér svartsýnar spár yfirvalda um útbreiðslu veiru en upplýsir um leið um nokkra áhugaverða þætti sem eiga það til að týnast.
Hann gagnrýnir útreikninga yfirvalda á þremur forsendum:
- Lítil útbreiðsla mótefnis/ónæmis: Sé hún vanmetin þá segja spálíkön að fleiri muni smitast
- Einsleitni í smitum: Sem sagt, að allir smiti jafnmikið og smitist jafnauðveldlega. Þetta er auðvitað ekki rétt og hegðun og atferli flækir myndina enn meira. Eldra fólk er varara um sig og þótt það smitist kannski auðveldar þá kemur það í veg fyrir smit með varfærni sinni. Börn fara kannski ekki jafnvarlega en eru síður móttækileg
- Veðrið ekki tekið með í reikninginn: Nú þegar dagarnir eru að lengjast og veðrið að skána (a.m.k. í Danmörku) þá er fólk meira úti og smit eiga sér síður stað undandyra (ónefnd eru svo áhrif UV-geislunar sólar á bæði sjálfa veiruna og svo okkur mannfólkið og D-vítamínforða líkama okkar)
Yfirvöld í Danmörku spáðu því að þegar yngstu bekkir grunnskóla opnuðu fyrir um 2 vikum síðan þá færu smitin upp. Það hefur ekki gerst. Smitin eru þau sömu. Ef marka má prófessorinn þá er það skiljanlegt. Kannski að spálíkönin séu jafngóð og samankrullaður pappír í ruslatunnu.
Ætli íslensku spálíkönin séu jafngölluð og þau dönsku?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Blessaður Geir verkfræðingur
Ekki lýgur Berlingske Tidende, án þess að ég nenni að setja mig inní lógíkina að baki. Vona samt að þú sért það skynsamur að skilja að rökin um hækkandi sól eru ekki skýring, því þú fæddist ekki í gær, eða ert ekki klónaður líkt og Orkar, þú varst til fyrir ári síðan.
Fyrir ári síðan þá barst veiran frá Kína um allar veröld, að mig minnir þá kom fyrsta lokunin í Evrópu um 28 febrúar 2020.
Hvað knýr þig áfram Geir??, að hóflegar tilslakanir skipti litlu eða engu, gott og vel, hvernig byrjaði hinn óhefti faraldur í Portúgal, sem kollkeyrði heilbrigðiskerfi landsins. Var það ekki slökunin um jólin??
Eða hví afneitar þú veldisvexti smita í haust, til dæmis í löndum Balkanskagans, þar sem aðeins samfélagslegar lokanir hægðu á vexti útbreiðslunnar???
Afneitun þekktra staðreynda, en upphrópun einhvers sem fellur inní fyrirfram mótaðan áróður, er í besta falli til þess fólginn að gleðja Frú Kolku, en er metnaðurinn ekki meiri en það??
Vonandi hægir veiruhelvítið á sér, það er ósk okkar allra.
Vísindasamfélagið er það fyrsta til að taka eftir og nema, þess vegna heita vísindi þess raunvísindi en ekki Mér finnst eitthvað.
Að baki liggur allt það sem þú nýtir þér í daglegu lífi, sem og kynslóðanna þar á undan, í áratugi áður en ég og þú urðum til.
Mér vitanlega hafa þau vísindi sem þú kýst að hengja hatt þinn á, Mér finnst eitthvað, ekki skapað neitt, bera ekki ábyrgð á neinu, hvort sem það er til framþróunar eða afturfarar, en kannski telur þú þig vita betur.
En huglægt, sálrænt, eitthvað sem snýr inná við, örugglega má finna einhverja mikla visku í þeirri nálgun.
Sú viska getur hins vegar aldrei byggst á afneitun raunveruleikans, eða afskræmingu hans, þá er hún í besta falli bábilja.
Veldisvöxtur útskýrir útbreiðslu smita um allan heim, hví afneitar þú þeirri staðreynd Geir verkfræðingur??
Er nákvæmlega ekkert til í þínum sjónarmiðum annað en áróður??
Það mætti halda að þú værir genginn í Samfylkinguna.
En þín vegna vona ég að svo sé ekki.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.2.2021 kl. 20:29
Ómar,
Ef þú tekur "bland í poka" af lyfjum og finnur að hausverkurinn þinn hverfur veistu þá hvaða lyf virkaði á hausverkinn og hvað lét þig bara líta út fyrir að vera einhver sem bregst við ástandi?
Auðvitað eru til aðgerðir sem "virka" og aðrar ekki. Grímur eru gagnslausar, bæði í sjálfu sér en einnig vegna rangrar notkunar og áhrifa á hegðun: Fólk telur sig vera öruggt með þær og treðst inn í loftrými hvers annars. Lokanir skóla bæta hvorki né rýra ástandið. Lokun háskóla víða hefur einfaldlega smalað háskólafólki í foreldrahús og með það takmarkaða félagslíf sem það þó hefur dregur veirur inn í stofu foreldra sinna. Og svona mætti lengi telja.
WHO gaf út haustið 2019 leiðbeiningar um viðbrögð við heimsfaraldri: Handþvottur, fjarlægðamörk og í einstaka tilvikum róttækari aðgerðir. Svo þarf að verja viðkvæmustu hópana. En allt hitt húllumhæið er meira og minna dyggðaflögun sem styðst við gölluð spálíkön.
Geir Ágústsson, 24.2.2021 kl. 08:08
Sem frekar frægt og nýlegt dæmi um áttavillt stjórnvöld má nefna "acting administrator" Andy Slavitt, sem tekur blaðamannafundi Biden-stjórnarinnar, sem sagði í viðtali aðspurður um af hverju "lock-down" Kalifornía væri ekki að standa sig betur en "no state-imposed restrictions" Flórída (heimild):
"Look, there's so much of this, heh, virus that we think we understand and think we can predict that's just beyond, or little bit beyond our explanation."
Geir Ágústsson, 24.2.2021 kl. 08:24
Nei Geir, það byggist ekki á spálíkönum heldur raunveruleikanum sem heitir veldisvöxtur.
Var þetta ekki fyrsta runan sem við lærðum í stærðfræði; 1, 2, 4, 8, 16, 32, 64, 128, 256,?.
Það þarf ekkert spálíkan eða kristalkúlu til að sjá að næsta gildi er 512.
Í mars í fyrra voru nokkur ríki með þennan veldisvöxt áður en þau gripu til samfélagslegra lokana, handþvotturinn dugði greinilega ekki, önnur ríki eins og til dæmis í Mið Evrópu og á Balkanskaganum lokuðu þá á veiruna áður en hún náði veldisvexti.
Þær þjóðir lentu allar í veldisvexti núna í haust, sá það þegar ég var að athuga hvaða þjóðir voru á pari við Bandaríkjamenn, og þegar svo er komið þá er það eina sem dugar til að þvinga smitkúrfuna úr veldisvexti í línulega, er að grípa til samfélagslegra lokana.
Þetta er bara faktur sem er ekki hægt að rífast yfir Geir, kemur viðhorfum eða spám ekkert við. Og veiran hefur hvergi horfið nema þar sem algjörlega hefur verið skorið á smitleiðir hennar. Gröf raunveruleikans tala þessu máli og það eru engin dæmi um annað.
Grímur draga úr smitstuðli, en mér vitanlega hefur enginn haldið því fram að þær stöðvi útbreiðslu, og réttmæt ábending um að þær geti aukið smit ef fólk gætir ekki að fjarlægðartakmörkunum vegna þeirra.
En það er rangt hjá þér að lokanir skóla hafi engin áhrif, það eru rannsóknir um annað, frægt er þegar Tegnel svaraði ábendingum finnskra kollega um að lokun skóla gæti dregið úr smitum meðal eldra fólks um 10%, "skít með þessi 10%", kannski ekki nákvæm þýðing hjá mér. Rannsóknir sýna einnig að samfélagsleg smit meðal kennara eru mun algengari en meðal annarra hópa þar sem er samfélaglegar lokanir en skólar opnir. Og á tímum drepsótta er takmarkaðra félagslíf af hinu góða, verra hins vegar fyrir náttúruna og fjölgun mannsins.
Og varðandi WHO þá hafa komið frá þeim misvísandi skilaboð en við hljótum að geta sæst á það að sú ágæta stofnun lýsir ekki yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna skorts á handþvotti, það hangir margt fleira á spýtunni.
En bottom línið er að ef blessuð veiran hættir að smita eins og hún hefur gert, eða fer að herma eftir SAR frænku sinni, og lætur sig hverfa, þá er vísindasamfélagið fyrst að taka eftir því.
Það liggur í eðli þess.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.2.2021 kl. 09:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.