Áfengið til bjargar?

Ef ríkisvaldið hættir að standa í vegi fyrir áfengissölu í venjulegum matvöruverslunum gæti það hleypt nýju lífi í "kaupmanninn á horninu". Núna þurfa allir að keyra að bílastæðum stórmarkaðanna með aðliggjandi ÁTVR-verslun til að ná sér í áfengi. Þá er ekkert eftir að sækja í litlu hverfisverslunina, eða litlu dreifbýlisbúðina, nema tannkrem og klósettpappír í neyðartilvikum.

Þeir sem hafa rölt um götur og hverfi Kaupmannahafnar sjá sjoppu á hverju horni, meira að segja í úthverfunum. Uppistaðan af sölunni þar er áfengi. Nú þegar er bannað að selja áfengi eftir kl. 22 á kvöldin í Danmörku eru verslanir að loka á þessum tíma. Þetta gildir bæði um stórmarkaði sem voru opnir lengur (jafnvel allan sólarhringinn) og 7-11, a.m.k. í mínu nærumhverfi. Samhengið er alveg kristalskýrt.

Viltu litla hverfisbúð með persónulegri þjónustu? Viltu að dreifbýlisverslunin þín eigi sér viðreisnar von gegn bílastæðum stóru verslunarkjarnanna? Þá viltu áfengi í matvöruverslanir.


mbl.is Bera sig varla án stuðnings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband