Nóg að gera hjá lögreglunni

Ég velti því fyrir mér hvaða hugsanir leika um höfuð lögreglumanns sem sendir fullorðið fólk heim til sín fyrir "ólöglega" en friðsæla, afslappaða og félagslega nærandi tónleika. 

Ætli hann hugsi með sér að þetta sé nú bara vinnan hans og að hann þurfi að fylgja fyrirmælum yfirmanna sinna?

Eða er hann reiður út í fólkið fyrir að dæla banvænni drepsótt yfir samfélagið?

Eða hlýðir hann yfirmönnum sínum með beiskt bragð í munni og hefði frekar viljað stöðva heimilisofbeldi eða innbrot á öðrum stað í bænum?

Annars er frekar auðvelt fyrir lögregluna að eltast við fólk sem brýtur þessi blessuðu sóttvarnarlög á almannafæri. Öll stórhættulegu heimapartýin í stofum fólks eru öllu erfiðari viðfangs. Hér þarf lögreglan að treysta á nágranna sem klaga hvern annan til yfirvalda, og virðist vera nóg af þess slags fólki víða.

Hérna í Danmörku eru að myndast stórir brestir í samstöðu fólks eins og sést á Google Mobility línuritinu fyrir Kaupmannahöfn:

mob

Þegar allir veitingastaðir og skemmtistaðir eru lokaðir, sem og flestar verslanir í verslunarmiðstöðvum (og auðvitað klippistofur og annað eins) þá hittist fólk og ferðast um utandyra, í miklu frosti, og engu minna en á venjulegri tímum. Ég hef oft gengið framhjá illa upplýstu svæði í nágrenninu þar sem unglingar sitja á bekkjum og skemmta sér saman, "ólöglega". Og ég skálaði fyrir nýja árinu með nágranna mínum inni á heimili hans, grímulaus.

Vonandi vorar snemma. Útfjólublátt sólarljósið veikir veiruna og styrkir líkama okkar með meinhollu D-vítamíni. Þá er hægt að deila út fálkaorðum á ný og leyfa lögreglunni að sinna öðrum verkefnum en að segja fullorðnu fólki að fara heim og sofa.


mbl.is Sóttvarnalög brotin í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Passað þig Geir, með því að minnast á sólarljósið og D-vítamín ertu kominn á slóðir upplýsingaóreiðu og samsæriskenninga, -ef ekki hreinna sóttvarnaglæpa.

Magnús Sigurðsson, 13.2.2021 kl. 09:50

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Magnús,

Það er hægðarleikur að finna ritrýndar rannsóknir sem ná yfir mörg svæði seinustu 11 mánaða, en jú auðvitað má ekki tala um annað en smit, grímur og bóluefni, það er skilið.

Geir Ágústsson, 13.2.2021 kl. 10:38

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það sem þarf er að nógu margir brjóti sóttvarnarlög í einu.

Þorsteinn Siglaugsson, 13.2.2021 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband