Sunnudagur, 7. febrúar 2021
Flórídaríki
Í Flórída-ríki Bandaríkjanna eru engar takmarkanir af hálfu ríkisins þegar kemur að sóttvörnum ("no state-imposed restrictions due to the virus" eins og einn orðaði það). Sýslurnar (counties) eru svo með einhverjar takmarkanir - sumar krefjast grímunotkunar og aðrar ekki. Disney World er opin, fólk fer á uppistand, tónleika og leiksýningar, skemmtistaðir eru opnir og fólk treðst grímulaust fram hjá fólki til að kaupa sér áfengi á barnum.
Þeir sem heimsækja Flórída tala um að ferðast inn í heiminn eins og hann var - hið gamla norm - venjulegt samfélag.
En er ríkið með einhverja elstu íbúa Bandaríkjanna (lífeyrisþegaparadísin) ekki að kafna úr veiru? Öðru nær. Ríkinu gengur mun betur en t.d. hinni ungu Kaliforníu þar sem allt var á bak við lás og slá þar til um það bil korteri eftir að Biden hafði svarið forsetaeiðinn, og nágrannaríkin.
Innan ríkisins eru sýslur ýmist með grímuskyldu eða ekki og enginn munur er á frammistöðu þeirra. Kannski er lélegri eftirfylgni með grímunotkun um að kenna, kannski eru grímur einfaldlega ekki að hjálpa.
Flórída er galopið og fólk ferðast þar inn og út.
Ég bíð núna eftir því að einhver blaðamaðurinn skrifi níðgrein um Flórída sem "greiði fyrir gestrisnina" og því að halda ekki samfélaginu í kverkataki. Og skoði þá auðvitað ekki dauðsföll og hvað þá aldursdreifingu og heilsufarsástand þeirra látnu. Bara smit, smit og ekkert nema smit.
Greiða fyrir opnun landsins með smitum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:26 | Facebook
Athugasemdir
Blaðamenn munu ekki skrifa um Florida, sástu samanburð FLorida við Kaliforniu sem hefur verið í lockdowni meira eða minna frá því mars? Miklu hærri dánartíðni í Kaliforniu og já þrátt fyrir allt gamla fólkið í FLorida, skal reyna að finna þetta graf.
Kv.þórdís
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 7.2.2021 kl. 11:17
Hér er þetta, ef þú nærð linknum sem leiðir inn á Twitter, annars setti ég þetta líka inn á Heildarmyndin þar sem þú ert líka.
https://twitter.com/strauss_matt/status/1354436439086424067?fbclid=IwAR2A8aZdQunno_VgHzT7Z57GGMIszN27OFuwVoRUlQ5NEiHU9k1A6_Xfa6o
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 7.2.2021 kl. 11:24
Já, Flórída var opnað í september eftir að ríkisstjórinn fékk Barrington-þremenningana til ráðgjafar. Það hefur gengið vel þar. En þú þarft ekki annað en að gúgla smá til að sjá allar skammirnar sem dynja á stjórnvöldum í Flórída. Þau hafa enn ekki látið þær neitt á sig fá, og gera vonandi aldrei.
Þorsteinn Siglaugsson, 7.2.2021 kl. 17:53
Svo getur þú auðvitað skoðað splunkunýja níðgrein frá okkar eigin Ómari Ragnarssyni hér á blogginu. Ekki vandur að meðulunum sá, frekar en fyrri daginn!
Þorsteinn Siglaugsson, 7.2.2021 kl. 18:00
Ég held að fyrir þá sem vilja hafa skoðun á ástandinu í Bandaríkjunum þá sé Twitter-síða Ian Miller gullnáma. Dæmi:
https://twitter.com/ianmSC/status/1358140805790138368/photo/1
Geir Ágústsson, 7.2.2021 kl. 18:42
Það er upplýstara fólk sem býr á Flórida ef þetta eru eftirlaunaþegar þá muna þeir eftir fyrrum Sovetríkjum og jafnvel áróðri Nazista á sínum tíma, við vitum það flest í dag að þessi normalisering sem á að verða er allt önnur heimsmynd sem á að verða með Claus Schwap í broddi fylkingar sem boðar endursetninguna miklu, Covid-19 er hin nýja ógn 21 aldar og tekur við hryðjuverkaógninni, Nýjasta skýrsla Alex Jones boðar ekkei bjarta tíma í Ameríku og ég læt fylgja með link ávarp hans.
Bombshell Confession! Climate Czar Says “Breaking Americans’ Will” Is The Mission (2020electioncenter.com)
Lárus Baldursson, 7.2.2021 kl. 19:48
Kannski hægt að sjá smittölur og kannski dánartölur í þessu ríki frá upphafi faraldursins ?
Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 7.2.2021 kl. 20:00
Jósef, getur byrjað á að skoða Twitter tengilinn minn í fyrri athugasemd.
Geir Ágústsson, 8.2.2021 kl. 16:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.