Laugardagur, 6. febrúar 2021
Orkuforði starfsmanna
Foreldrar sem eru öruggari í hlutverki sínu verja meiri tíma með börnum sínum og sinna þörfum þeirra betur. Vel nærð börn ganga minna á orkuforða starfsmanna leikskólanna, sem er takmörkuð auðlind, segir Ólafur Grétar Gunnarsson, fjölskyldu- og hjónaráðgjafi.
Já, það þarf að passa upp á að starfsfólk sem sinnir ákveðnum verkum hafi nægan orkuforða.
Einu sinni dugði ein fyrirvinna mörgum til að sjá fyrir maka, börnum og heimili. Sennilega voru skattar þá lægri og velferðarkerfið umsvifaminna. Eitt foreldrið gat verið heimavinnandi, hjálpað krökkunum með heimanámið og stutt þau í lífinu.
Síðan veit ég ekki alveg hvað gerðist því í dag þarf að vera nokkuð tekjuhár til að geta haldið uppi heimili á einum launum. Skatturinn hirðir auðvitað helling og auðvitað er samfélagið annað í dag með mun hærri atvinnuþátttöku kvenna en áður var. Þó má benda á að kannski hefði konan við færibandið eða búðarkassann valið að vera heimavinnandi frekar en útivinnandi ef bara ein laun dygðu til þess. Ekki eru öll störf sem konur vinna glæsilegar stjórnunarstöður og fyrirlestrahald, frekar en öll störf karlmanna.
Skattheimtan hækkar verðmiðann á venjulegu lífi. Langir vinnudagar halda foreldrum að heiman. Langir skóladagar halda krökkunum að heiman. Einn maður orðaði þetta ágætlega (feitletrun mín):
Education of the young, care for the elderly and the sick, assistance in times of emergenciesall of these services are today effectively outsourced to the state. The families have been degraded into small production units that share utility bills, cars, refrigerators, and of course the tax bill. The tax-financed welfare state then provides them with education and care. (The Ethics of Money Production, bls. 189)
En aftur að orkuforða leikskólastarfsmanna. Kannski hann mætti varðveita með því að lækka álögur á fjölskyldur og gera fleirum þeirra kleift að láta eina launaávísun duga. Mín ágiskun er sú að margir karlmenn kysu frekar að vera heimavinnandi en sópa byggingalóðir og moka skurði, og miklu fleiri karlmenn ættu kost á því á tímum þar sem konur eru meirihluti háskólanema.
Eru róttækar skattalækkanir jafnréttismál? Jafnvel!
Fækka mætti leikskólastarfsfólki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Logi Lopatrefill er búinn að svara lokaspurningu þinni fyrir löngu. Hann fann það út að skattalækkanir væru ósanngjarnar vegna þess að þeir sem hefðu hærri tekjur fengju hærri niðurfellingu í krónum talið en þeir sem hefðu lægri tekjur.
Af hverju hann fékk ekki Nóbelinn í hagfræði það árið er mér hulin ráðgáta.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.2.2021 kl. 15:00
Jón Steinar,
Já, það er þetta markmið um "jöfnuð" sem yfirskyggir allt. Skítt með að jöfnuður minnkar félagslegan hreyfanleika, lokar dyrum, refsar fyrir dugnað, verðlaunar leti, letur þá metnaðarfullu en lengir kaffipásur þeirra lötu, eyðileggur verðmætasköpun og dregur þar með úr lífsgæðum allra, og ýmislegt fleira.
Eina stundina eiga "peningar ekki að skipta öllu máli" (heldur hlutir eins og frítími, nærvera og aðgengi að þjónustu), þá næstu eru þeir það eina sem skiptir máli (þeir sem þéna eru glæpamenn, spilltir og rotnir inn að beini, arðræningjar og vasaþjófar).
Bandaríkin urðu rík sem samansafn fátækustu, ómenntuðustu og vonlausustu einstaklinga gamla heimsins - því þau voru land tækifæranna. Og jöfnuður fækkar tækifærum.
Geir Ágústsson, 6.2.2021 kl. 16:33
Sitt lítið af hverju. https://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/2260878
Framkvæmdastjórinn kvartaði, það er allt í ólagi í þessum hluta í framleiðslulínunni.
Hvað getum við gert?
Jón var í heimsókn á skrifstofunni og blandaði sér í málið.
Þú setur bara þrjá lötustu mennina á svæðið og áður en þú veist af verða þeir búnir að gera staðinn að þægilegasta stað í verksmiðjunni.
Það að nota skófluna, hjólið, eimreyðina, tölvuna varð vegna þess, að einhverjir fóru að leita að nýjum lausnum.
Auðvitað þarf að leysa verkefnin, gera verkin.
Ætti ég að kaupa sjálfvirka ryksugu?
Muna að peningur er bókhald, ef þú átt lausan huga eða hönd, það er mann, manneskju, þá er það tap að nýta það ekki.
Það getur skapað mikið tap og kostað, miklar óeirðir, ef þú heldur að þú eigir ekki bókhald við köllum það pening til að allir fái vinnu.
Munum 1930, allar vöru skemur fullar af vörum, og fólkið gekk um hungrað og atvinnulaust.
Þá sögðu menn, að ekki væri hægt að taka menn í vinnu, öll vöruhús væru full af vörum og allir sem ættu pening væru búnir að kaupa allt sem þeir þyrftu.
Við vitum að peningur er fyrir fram útbúið bókhald, nóta, sem við framvísum til næsta manns til að viðskipti geti átt sér stað.
Alltaf þegar einkabankarnir hafa búið til þurrð á bókhaldi, nótum, pening, þá hafa þeir viljað búa til KREPPU til að verðfella eignirnar, eignir fólksins.
Þá gátu þeir sagt. þín eign er farin, við tökum eignirnar til okkar bankaeigendanna.
Þegar þeir voru búnir að ná eignunum, þá sögðu bankaeigendurnir.
Við erum búnir að ná öllu lausu, hér er fullt af bókhaldi, nótum, pening, farið út að vinna, og byggið nýjar eignir, við tökum þær af ykkur eftir 5, 10, 15 ár.
Við viljum ekki peninginn til baka, við viljum eignirnar punktur.
Við getum alltaf búið til meira bókhald, pening í bankanum.
Þetta er sáning og uppskera hjá okkur.
Já, það er alveg rétt, þið skiljið ekki neitt, við sjáum um að ykkur sé aldrei kennt að skilja peningakerfið.
Þess vegna sagði gamli Ford, ef að fólkið skildi peningakerfið myndi það gera uppreisn strax í dag.
Erum við asnar, erum við fífl, eða erum við frjálsir upplýstir menn sem geta gengið með reisn og stolti í lífinu.
Við erum skapaðir til að vera frjálsir upplits-djarfir menn.
Ekki öskra, skemma og eiðileggja.
Læra, læra, læra.
Skólarnir, ykkar er sviðið, óplægður er akurinn.
Egilsstaðir, 07.02.2021 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 7.2.2021 kl. 12:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.