Fimmtudagur, 4. febrúar 2021
Appelsínugult ástand
Samkvæmt COVID-19 viðvörunarkerfinu ríkir nú appelsínugult ástand um allt land. Berum aðeins lýsingu á slíku ástandi við raunverulegt ástand.
Lýsingin í heild sinni:
Appelsínugult ástand - mikil fjöldatakmörkun. Miðlungs eða miklar líkur á að faraldurinn hafi veruleg áhrif á samfélagið og daglegar athafnir fólks. Skerðing á þjónustu og samkomum er töluverð, sýkingarhætta hefur aukist og fólk beðið að halda sig innan síns nána tengslahóps og fara sérstaklega varlega í kringum einstaklinga í viðkvæmum hópum. Hætta er á að heilbrigðiskerfið sé undir miklu álagi.
Tökum þetta aðeins í sundur:
"sýkingarhætta hefur aukist"
Nei, hún hefur minnkað niður í nánast ekki neitt.
"Hætta er á að heilbrigðiskerfið sé undir miklu álagi."
Nei, læknir nokkur segir að álagið sé "ekki upp í nös á ketti", og að það hafi gengið "mjög vel" að eiga við seinustu bylgjur. Af hverju var þá skellt í neyðarástand á sínum tíma og talað eins og plágan mikla lægi yfir landinu?
Það er búið að svipta fólk starfi, fyrirtækjum, framfærslu, námi og tíma með fjölskyldu og vinum í meira og minna heilt ár núna. Læknir segir að það hafi gengið "mjög vel" að eiga við ástand á sjúkrahúsi en um leið er talað um neyðarástand. Það eru strangar takmarkanir á ýmsu sem eru réttlætar með "aukinni" sýkingarhættu á meðan hið gagnstæða er raunveruleikinn.
Hversu lengi á að hafa fólk að fíflum?
Fara hægt í tilslakanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:50 | Facebook
Athugasemdir
Í dag eru engin smit. 21 í sótthví og 13 á spítala n.b. Ekki með kovid heldur að jafna sig eftir það.
Menn æra fólk líka með dánartölum sem mest eru af Landakoti eftir fokköppið þar. Það má þar taka fram að Landakot er líknardeild þar sem fólk bíður dauðans og á ekki afturkvæmt. Kvef væri nóg til að hrinda því yfir móðuna.
Það stendur ekki steinn yfir steini í þessum aðgerðum stjornvalda. Enginn þorir að taka af skarið af því að það eru að koma kosningar. Líf folks er sett á hold til að hrygglausir pólitíkusar nái að vernda mannorðiðið fram að kosningum.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.2.2021 kl. 17:37
Góð ábending frá Jóni Steinari.
Mesta fokköppið, dauði nær 20 aldinna á Landakoti,
var vegna heilbrigðisyfirvalda sjálfra.
Enginn axlar þar ábyrgð.
Bara grobbið um að "við erum nú eina græna landið í Evrópu" ...úpps, samt erum við sögð "appelsínugul."
Þetta krakkafrétta dæmi er orðið að fíflagangi.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 4.2.2021 kl. 18:40
Sem huggun í harmi, fyrir mitt fólk á Íslandi, er nú samt:
1) Enginn tekur mark á þessu lengur. Fólk treðst í heitu pottana og er ekki alltaf rekið upp úr
2) 95% af tíma okkar fer í að sinna heimili og vinnu, sinna krökkum, grípa drykk með nokkrum vinum og fara í klippingu. Tónleikar og annað slíkt er dautt og verður þar til vorið kemur og veira fer í felur, og vonandi verður Þjóðhátíð í ár. Þessi seinustu 5% koma þegar almenningur segir "nei" eða fólk er búið að vinna sér inn falskt öryggi vegna bóluefnis
3) Læknar kunna mun betur á veiruna, sérstaklega hjá þeim undir áttrætt. Dauðsföll verða nýi mælikvarðinn, frekar en "smit".
Hvað um það. Vona það besta.
Geir Ágústsson, 4.2.2021 kl. 20:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.