Þriðjudagur, 26. janúar 2021
10 árum of seint
Fyrir örfáa þúsundkalla á mánuði er hægt að fá nokkurn veginn ótakmarkað tal og miklu meira en nóg gagnamagn til að geta blaðrað og hlaðið niður frá morgni til kvölds án þess að hafa áhyggjur af aukareikningum. Fólk skiptir reglulega um símfyrirtæki og finnur þá áskrift sem hentar.
Ferðamenn kaupa slíka pakka þegar þeir dveljast í lengri tíma í einhverju landi. Gagnamagn kostar bara brotabrot af því sem það gerði áður.
Það nennir enginn að rölta um bæinn lengur og leita að ókeypis þráðlausu neti og binda sig þannig við litla bletti.
Á kaffihúsi er hægt að tengja sig við netið með símanum sem verður þá að eins konar módem. Þetta er jafnvel fljótlegra en að stimpla inn lykilorð sem þjónninn upplýsir þig um á augabragði.
Nú fyrir utan að það getur verið óskynsamlegt að nota óvarin þráðlaus net - þar er gjarnan setið fyrir fólki og njósnað um netrápið.
Fyrir skömmu tókst Reykjavíkurborg að samræma akstursáætlun strætisvagna við Google Maps. Þessu var slegið upp sem mikilli frétt. Hérna var Reykjavík samt mörgum árum eftir á. Og núna er boðið upp á ókeypis þráðlaus net þegar allir eru löngu hættir að eltast við slík og kaupa bara hæfilega gagnapakka á spottprís.
Er árið 2010 í Ráðhúsinu?
Reykjavíkurborg býður frítt internet á völdum stöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:11 | Facebook
Athugasemdir
Ríkið vinnur hægt og illa.
Tækni hefur aldrei verið stjórnvalda megin. Á sínum tíma tókst einhverri sjónvarpsstöð sem herinn hélt uppi fyrir fönnið að hlaupoa hringi í kringum RÚV á allan hátt.
Síðan þá hefur ekkert breyst.
Tæknin gengur sinn gang og ríkið áttar sig á að hún er til 10-15 árum síðar.
Ásgrímur Hartmannsson, 26.1.2021 kl. 14:42
Ég sé vissulega hagræðið í því að innleiða 10 ára gamla tækni. Wifi-routerer fást eflaust á slikk í dag. En oft er betur heima setið en af stað farið og tilkynna ókeypis kassettutæki þegar allir eru komnir á Spotify í gegnum snjallsíma.
Geir Ágústsson, 26.1.2021 kl. 15:46
Sæll Geir.
Þetta er skemmtileg grein og vafalaust rétt í öllum aðalatriðum.
Hver hyggur þú að geti verið þessi
þúsundkallafyrirtæki á voru ísa köldu landi?
Húsari. (IP-tala skráð) 26.1.2021 kl. 22:56
Húsari,
Þegar ég var á Íslandi seinasta sumar (í 6 vikur) keypti ég 4990 kr gagnapakka sem gildir í 30 daga og inniheldur 100 Gb. Ofan á það 2190 kr. risafrelsi með ótakmarkaðan taltíma og skilaboðafjölda og 5 Gb í viðbót. Hefði örugglega geta gert betur ef ég hefði nennt að færa númerið til annars fyrirtækis. En auðvitað er dýrara að kaupa í gegnum frelsispakka en áskriftarpakka. Til dæmis er Hringdu með 2990 kr áskriftarpakka - 100 Gb og ótakmarkað tal/skilaboðasendingar. Fyrir 8490 kr er hægt að fá hjá Vodafone ótakmarkað gagnamagn, tal og skilaboðasendingar, innifalið aukakort fyrir krakkann og aukagagnakort fyrir tölvuna, og þá liggur við að maður segi upp internetinu á heimilinu ef 4G sambandið er gott.
Geir Ágústsson, 27.1.2021 kl. 10:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.