Osló og áfengið

Á línuritunum hér að neðan sést fjöldi dauðsfalla og fólks á spítala í Osló í Noregi - tilfelli rakin til COVID-19 (heimild):

oslo

Örvarnar benda á 9. nóvember þegar veitingastöðum í Osló var bannað að selja áfengi. Lík­ams­rækt­ar­stöðvar í Ósló hafa verið lokaðar frá 9. nóv­em­ber sem og margt annað í borginni.

Hafa þessar hörðu aðgerðir skilað einhverju? Kannski veirunni hafi verið alveg sama. Hún er loftborin og vegna allra lokananna er fólk sennilega miklu meira inni en ella, að skiptast á sama loftinu. Íbúar fjölbýlishúsa skiptast á lofti og veirum á göngunum. Fólki sem vantar nýja skó þarf að finna matvöruverslun eða stórmarkað sem selur skó og skókaupendur þjappast því inn í færri búðir en ella. 

Kannski sóttvarnaraðgerðir geti hreinlega fjölgað smitum og aukið líkurnar á því að fólk smitist.

Sóttvarnaryfirvöld ekki bara á Íslandi heldur víðast hvar virðast ekki þurfa að réttlæta harðar sóttvarnaraðgerðir og blaðamenn láta þau komast upp með það. Í Danmörku er t.d. nóg að segja "mörg smit - öllu lokað!" og fólk kokgleypir það (með undantekningum).  

Danir hafa samt ekki tekið áfengið af fólki í sama mæli og Norðmenn. Meira að segja Íslendingar hafa haft vit á því að halda vínbúðunum opnum. Það er þó huggun harmi gegn.


mbl.is Öllu lokað á tæplega milljón Norðmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

Las að dauðsföll v. nýja afbrigðisins hafi verið á hjúkrunarheimili. Aftur geta menn ekki varið heimilin, þetta er ekki fólkið sem er að fara til útlanda.

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 24.1.2021 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband