Fimmtudagur, 14. janúar 2021
Tilraun til að laga hlutabréfaverðið
Forstjóri Twitter, Jack Dorsey, segir að það hafi verið rétt að útiloka Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á miðlunum en um leið setji það hættulegt fordæmi.
Einlægnin hér hlýtur að vera vafasöm. Kannski forstjórinn sé í raun bara að reyna bjarga hlutabréfaverði fyrirtækisins sem hann stýrir. Það sem gerðist jú er að fyrirtæki henti stórum viðskiptavini út og fyrir vikið er minna um viðskipti.
Á meðan ráða keppinautar Twitter varla við innstreymi nýrra notenda. Sem dæmi má nefna Gab sem tilkynnti um 10 þúsund nýja notendur á klukkutíma eftir að Twitter lokaði á Trump. Af því Gab heimilar frjálsa umræðu og neitar að takmarka málfrelsið er miðillinn auðvitað stimplaður sem einhvers konar "hægri-miðill" en auðvitað hljóta allir að fagna tilvist slíks vettvangs. Nema auðvitað Google og Apple, sem neita að dreifa smáforriti miðilsins.
Forstjóri Twitter er kannski að sjá þessa þróun og hvernig hún mun grafa undan fyrirtækinu sem hann stýrir og reynir nú að klóra í bakkann. Sjáum hvað setur.
Rétt en hættulegt segir forstjóri Twitter | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:58 | Facebook
Athugasemdir
Twitte er einn mesti sorapyttur internetsins og ég myndi ekki fella tár ef það félag hyrfi endanlega.
Það er pínu spaugilegt að sjá þetta fólk verja vondar ákvarðanir. Notendur hafa nú séð á stærri skala það sem hefur verið í gangi hjá þessum miðlum lengi, bullandi ritskoðun.
Halldór (IP-tala skráð) 14.1.2021 kl. 11:36
Vanguard og Blackrock stjórna þessari umræðu - hún er moldardreifing.
Guðjón E. Hreinberg, 14.1.2021 kl. 17:38
Hlutabréf í Twitter eru á hraðri niðurleið núna. Ég tékkaði.
Þú getur ekki bara bannað helming notendanna og haldið að þú haldir sömu tekjum. Þetta vita allir.
Og helmingur bandaríkjamanna er að mynda mikinn antípata á Amazon.
Það sem verra er (fyrir USA) er að nú verður vinsælt að vera á serverum í öðrum löndum. Mig grunar A-Asíu (ekki Kína) og Brazilíu helst. Rússland er sterkur kandídat.
Allt þetta ár mun mikið magn fólks færa sig um set á internetinu.
Þetta er allt mjög merkilegt.
Ásgrímur Hartmannsson, 14.1.2021 kl. 17:48
Jack Dorsey getur bara ekki verið svona vitlaus. það er ekki glóra í því sem hann segir og rökstuðningurinn er eins og hjá tveggja ára barni.
Það er eitthvað sem við sjáum ekki í þessu, Honum er stjórnað af einhverju sem hefur aðra hagsmuni en hann sjálfur og Tvitter.
https://notthebee.com/article/jack-dorsey-just-posted-a-long-thread-about-banning-trump-from-twitter-here-it-is-in-its-entirety-for-your-viewing-pleasure
Guðmundur Jónsson, 14.1.2021 kl. 20:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.