Upplýsingagjöf til neytandans

Nú er neytendum sagt frá því að bjórtegundir verði á afslætti í janúar. Þetta er gott mál og nothæfar upplýsingar.

Hvort lögin heimili svona upplýsingagjöf til neytenda veit ég ekki en það er önnur saga. Íslendingar sjá auglýsingar í erlendum miðlum og á netinu hvort sem íslensk löggjöf bannar þær eða ekki.

Takmarkanir á auglýsingum eru furðulegt fyrirbæri. Á Íslandi má til dæmis ekki auglýsa neitt í með notkun efstastigs lýsingarorða. Enginn má vera ódýrastur, bestur, fljótastur eða sterkastur. Þá mætir nefnilega samkeppnisaðili viðkomandi á staðinn og ræsir dýrt og tímafrekt klögumál innan hins opinbera. Það þarf jú að sanna, svo ekki verði um villst, að efstastig sé bókstaflega rétt orðaval.

Ekki eru danskir neytendur meðhöndlaðir svona eins og vitgrannir krakkar. Það er á hreinu. 

Ekki batnar auglýsingaumhverfið hjá tannlæknum og læknum. Þeim eru settar þröngar skorður þegar þeir vilja kynna starfsemi sína fyrir almenningi. Til að útskýra ástæður slíkrar löggjafar þarf langa grein á Vísindavefinn, þar sem er þó ekkert fjallað um að með því að banna nýliðum að kynna sig þá er verið að verja þá sem hafa nú þegar krækt í sína skjólstæðinga gegn samkeppni.

Ekki eru danskir notendur tannlæknaþjónustu og einkarekinnar læknaþjónustu meðhöndlaðir svona eins og vitgrannir krakkar. Það er á hreinu.

Hvað um það. Einstök-bjór er á 25% afslætti í janúar. Gott að vita.


mbl.is 25% afsláttur á Einstök í janúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband