Miðvikudagur, 6. janúar 2021
Möguleg leið úr kófinu: Heimapróf
Ein möguleg leið út úr kófinu er stóraukin - jafnvel dagleg - prófun sem skilar niðurstöðu á um 15 mínútum og fólk getur framkvæmt heima hjá sér eða á vinnustað sínum.
Varan er til [1|2] og er vottuð til heimanota af bandarískum yfirvöldum!
Er eftir einhverju að bíða?
Slík nálgun gæti gert sóttvarnaraðgerðir ónauðsynlegar með öllu nema fyrir þá sem eru smitaðir af veirunni.
Og þá meina ég raunverulega smitaðir en ekki bara grunaðir um smit, útsettir fyrir smiti eða í hættu á að verða smitaður.
Allir geta þá á ný heimsótt ömmu og afa.
Allir komast í vinnuna og út í búð.
Allir geta haldið partý, farið á sölusýningar og sótt messu.
Eingöngu fólk með COVID-19, flensu og kvef er heima hjá sér að horfa á Netflix og spila tölvuleiki.
Lífið sleppur úr heljartaki sóttvarnaraðgerða.
Það er sennilega fullreynt að fá yfirvöld til að hætta miða allt við smit, möguleg smit, ætluð smit og grun um smit. Hraðvirk heimapróf sem fólk getur keypt í apótekinu gætu því verið málið. Slíkt gæti jafnvel notið niðurgreiðslu og samt orðið ríkinu ódýrara en allt þetta hringl í samfélaginu og atvinnuleysið sem það hefur leitt af sér (þannig að skatttekjur í ríkissjóð breytast í bótagreiðslur úr ríkissjóði).
Er eftir einhverju að bíða?
Danir herða reglur á landamærum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:29 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Geir.
Er það nú ekki fullbratt að vísa á síður
fyrirtækisins Abbott
sem Bandaríska heilbrigðisstofnunin, FDA,
varar beinlínis við sökum þess hversu próf
eru óáreiðanleg og mun fyrirtækið
síðast hafa komið við sögu bandaríkjaforseta,
fjölskyldu og starfsfólks þar sem þessar prófanir voru notaðar
en allt fór þó úr böndunum.
Það þarf styrka sjórn á þessu en ekki tækifærissinna
sem eru þarna einungis til að geta halað inn peningum.
https://www.fda.gov/news-events/press-announcements/coronavirus-covid-19-update-fda-informs-public-about-possible-accuracy-concerns-abbott-id-now-point
Annars er þetta svo útþvælt efni
að það er ekki fyrir fjandann að rökræða það!
Húsari. (IP-tala skráð) 6.1.2021 kl. 14:04
En hvað með hitt sem ég bendi á, Ellume eitthvað?
Geir Ágústsson, 6.1.2021 kl. 14:21
Sæll Geir.
Mér er ekki kunnugt um nokkurn sem framkvæmir próf af þessu tagi
með þessum hætti svo vel sé.
Varðandi texta þinn sem þú vilt
endilega tæla mig til að fjalla um
þá hljómar hann sem prýðileg auglýsing:
Jón Kristófer, kadett í Hernum!
íkvóld verður samkoma háð,
og Lautenant Valgerður vitnar
um veginn að Drottins náð.
Og svo verður sungið og spilað
á sítar og mandólín tvö.
Ó, komdu og höndlaðu Herrann,
það hefst klukkan rúmlega sjö.
Steinn Steinarr orti þetta minningarkvæði
um þennan mann sem reyndist bráðlifandi þegar til kom!
Titill þessa kvæðis er:
Þegar Jón Kristófer Sigurðsson lét úr höfn stóð herinn á bryggjunni og söng.
Húsari. (IP-tala skráð) 6.1.2021 kl. 16:56
Fullyrði ekkert um áreiðanleika en hér er frétt frá 1. janúar:
"... the efficacy of our [rapid COVID-19] testing efforts to stop the spread of the virus, by enabling us to quickly identify students who may have the virus and quarantine them away from other students..."
https://www.nbc15.com/2020/12/31/form-of-covid-19-rapid-test-found-useful-in-uw-system-dorms/
Geir Ágústsson, 6.1.2021 kl. 19:30
Og svo ég bergmáli aðra:
"As we await mass vaccination, widespread testing offers a real alternative to the dismal choice between lockdowns and deaths."
https://foreignpolicy.com/2021/01/05/cheap-mass-testing-covid-pandemic-pcr-antigen/
Geir Ágústsson, 6.1.2021 kl. 21:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.