Laugardagur, 2. janúar 2021
Lágpunktur ársins
Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri eigin bloggsíðu, var spurður um lágpunkt ársins. Hann svaraði:
Lágpunktur ársins er að heyra röksemdir fólks sem finnst að allir aðrir en það sjálft eigi að færa fórnir í heimsfaraldri.
Miðað við að maðurinn hafa sótt marga fundi, eða kannski vegna þess, þá er þetta yfirlýsing sem má hnýta í.
Hverjir hafa fært fórnir?
Lífeyrisþegar á öruggum tekjum í öruggu heimili? Nei.
Ríkisstarfsmenn á öruggum tekjum í öruggu heimili? Nei.
Einbúar sem hafa hvort eð er ekki þurft á öðru fólki að halda í holdi og blóði? Nei.
Skrifstofustarfsmenn í tölvuvinnu sem gætu unnið vinnuna sína í gegnum netið á toppi Mount Everet? Nei.
Stjórnmálamenn? Nei.
Ungt fólk í námi, í miðju andlegu og félagslegu þroskaferli sínu? Já.
Viðkvæmt fólk sem hefur misst vinnu sína, vini, lífsþrá eða allt ofangreint? Já.
Frumkvöðlar sem hafa ekki ratað inn í þrönga ramma lokunarstyrkja og sjá fram á að sparifé þeirra og tími sé gufað upp? Já.
Fólk sem þjónustar fólk á ýmsan hátt, t.d. með því að nudda það, klippa hár þess og rækta líkama þess? Já.
Fólk sem býr utan akstursfæris við fjölskyldu sína og vini og sér fram á að megnið af vinnufríi þess fari í sóttkví? Já.
Yfirlýsing ritstjóra eigin bloggsíðu jaðrar við fávisku, en er ekki fáviska. Viðkomandi er rosalega vel upplýstur um ástandið. Ástæðan hlýtur því að vera hroki. Eða hvað?
Þetta ætlar Björn Ingi að gera árið 2021 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Björn Ingi Hrafnsson hefur aldrei verið hápunktur neins árs.
Þorsteinn Siglaugsson, 2.1.2021 kl. 23:42
Ég vil hrósa honum fyrir áhugann en hann ákvað fyrir mörgum mánuðum hvað hann vill að stjórnvöld geri samfélaginu og allar rannsóknir síðan þá varða hann ekkert, því miður.
Geir Ágústsson, 3.1.2021 kl. 12:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.