Álitsgjafinn mikli

Á Seyðisfirði eru náttúruhamfarir að dynja á íbúum og þeir óttast, með réttu, um líf sitt og sinna. Allar mögulegar ráðstafanir eru settar í gang. Sérfræðingar og sérsveitir eru kallaðar á vettvang. Þjóðin fylgist með og sendir hlýjar kveðjur til íbúa og óskar þeim góðs gengis.

Hvað gerir blaðamaður þá? Stingur hljóðnema upp í munn sóttvarnarlæknis sem notar tækifærið og varar við smithættu vegna allrar aðstoðarinnar sem streymir til Seyðisfjarðar!

Er þetta spaug? Sá sem óttast að fjall steypist ofan á byggðalag sitt er ekki að spá í veirusmiti. Fái viðkomandi veirusmit þá er það bara þannig. Veira sem 99,92% allra á Íslandi undir sjötugu lifa af er ekki einu sinni á radar þess sem sér fjall renna niður á byggð. 

Er sóttvarnarlæknir nú orðinn álitsgjafi á öllu mögulegu nema auðvitað óbeinum afleiðingum sóttvarnaraðgerða?


mbl.is Ástandið á Seyðisfirði kalli á ríkar ráðstafanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Fáránleikinn nær sífellt hærri hæðum!

Þorsteinn Siglaugsson, 19.12.2020 kl. 16:44

2 identicon

En samkvæmt þínum kenningum þá er hættan engin fyrst enginn hefur farist í þessum aurskriðum. Allt þetta umstang bara óþarfa rask á daglegu lífi íbúanna.

Nokkur hundruð þúsund dauðsföll og þú kvartar yfir sóttvarnaraðgerðum vs drulluspýja sópar burt nokkrum gōmlum húsum og þú vælir um að náttúruhamfarir dynji á íbúum og þeir óttist með réttu um líf sitt og sinna.

0,08% eru samt um 300 dauðsföll, og flestum töluvert alvarlega en þessi 11 gömlu hús sem orsōkuðu stærsta kipp í hjarta þitt síðan Ikea geitin brann 2004.

Vagn (IP-tala skráð) 19.12.2020 kl. 21:31

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Takk fyrir kenningasmíðina. Hún er samt ekki mín.

Geir Ágústsson, 19.12.2020 kl. 22:08

4 Smámynd: Grímur Kjartansson

Allavega ætti Þórólfur að banna Katrínu og ráðuneytiskóvidinu að vera þvælast þetta austur á Seyðisfjörð á mánudaginn

Grímur Kjartansson, 20.12.2020 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband