Fimmtudagur, 17. desember 2020
Tölvulíkönin sýndu sólskin og logn
Svolítil ekki-frétt um lélega nýtingu á hinu glænýja Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur minnir okkur á að tölvulíkön endurspegla ekki alltaf raunveruleikann. Arkitektar teikna hugsmíð sína inn í milt og bjart veður, göturnar eru hreinar og ekki að sjá flatt gras í hávaðaroki eða saltblandaða snjóskafla. Fólk gengur og hjólar og virðir fyrir sér dásemdina.
Auðvitað felst í þessu afskaplega góð sölumennska. Arkitektinn veit að ef hann teiknar ekki heiðskýran himinn þá gerir samkeppnisaðili hans það. Kaupandinn er jú að leita af hughrifum og veifar veskinu af spenningi þegar hann fær þau.
Holl æfing er að staldra við og líta út um gluggann. Hvað sést þar? Rok og rigningu? Snjóstormur? Mæður að ýta barnavögnum upp í vindinn? Kappklæddir krakkar að feykjast til á snævi þöktum göngustígum? Biddu arkitektinn um að teikna þetta!
Út undan á aðventunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já þau eru svolítið sérstök þessi tölvuspálíkön, Geir. Það hefur t.d. geysað drepsótt í einu um margra mánaða skeið. Svo skæð að í Svíþjóð höfðu ekki fleiri dáið sl nóvember síðan í spænskuveikinni. Það dóu víst rúmlega 8.000 manns í svíaríki sl nóvember en rúmlega 16.000 í nóveber spænskuveikinnar. Neðarlega í fréttinni mátti svo sjá að árið 2002 höfðu 7.700 dáið í nóvember í Svíþjóð. Það var samt ekkert um það í fréttinni að íbútala Svíðjóðar hafði þrefaldast frá því drepsóttin geysði. En fyrirsögnin var söluvænleg
Ekki fleiri andlát í nóvembermánuði í Svíþjóð síðan í spænsku veikinniMagnús Sigurðsson, 17.12.2020 kl. 09:25
Afsakaðu þessa samhengislausu fljótaskrift hjá mér hér að ofan.
En ég tek heilshugar undir með þér að það er holl æfing að staldra við og líta út um gluggann.
Magnús Sigurðsson, 17.12.2020 kl. 09:29
Magnús,
Já þessar loftbornu veirur fara á flug á ákveðnum árstímum og svolítið háð loftslagi.
Annars er Svíþjóð alltaf athyglisvert dæmi.
Skv. spá SÞ er í ár búist við 9,145 dauðsföllum per þúsund íbúa (heimild).
Í Svíþjóð eru um 10,3 milljónir. Samkvæmt spánni ættu því að deyja 10300 þús. *9,145 dauðsföll/þús = 94 þús. Svíar í ár.
Í dag eru skráð dauðsföll í Svíþjóð (allar orsakir) um 84 þús. (heimild). Þeir eru sem sagt 10 þús. dauðsföllum frá spánni, sem er nú nokkuð vel af sér vikið í heimsfaraldri!
Geir Ágústsson, 17.12.2020 kl. 10:44
En auðvitað á vetrakuldinn eftir að gera einhvern óskunda í desember, bæði vegna einnar veiru og annarra.
Geir Ágústsson, 17.12.2020 kl. 10:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.