Samkvæmt frétt The Guardian!

Stundum fæ ég það á tilfinninguna að íslenskir fjölmiðlar séu bara lélegar þýðingarvélar fyrir stærri, erlenda fjölmiðla. Engin blaðamennska, engin sjálfstæð hugsun, bara endurvarp á stóru nöfnunum í útlöndum.

Slík tilfinning magnast þegar ég les setningu eins og þessa:

"Staðan hef­ur versnað í Jap­an í vet­ur, sam­kvæmt frétt Guar­di­an, en alls hafa 2.588 manns þar í landi lát­ist af völd­um veirunn­ar."

Af hverju þarf blaðamaður að vísa í erlendan fjölmiðil til að þekkja tölur um smit, dauðsföll og hvaðeina vegna COVID-19? Þessar upplýsingar eru svo opinberar og aðgengilegar að það er engu lagi líkt!

Blaðamaður hefði alveg eins getað skrifað, eftir 3 mínútna aukavinnu í gagnaleit:
"Staðan hefur versnað í Japan í vetur, samkvæmt sjálfstæðri skoðun blaðamanns á aðgengilegum gögnum, en alls hafa 2.588 manns þar í landi látist af völdum veirunnar."

Og hvar hefði blaðamaður geta sótt þessar upplýsingar? Nokkur dæmi:

Worldometers.info

Pandata.org

covid19japan.com

coronavirus.jhu.edu

Það hefur sjaldan verið auðveldara að stunda sjálfstæða blaðamennsku. Ég meina, ég stunda hana að vissu leyti samhliða fullri vinnu og uppeldi á börnum og hvaðeina. Blaðamaður í fullu starfi hefur enga afsökun og á að líta stærra á sig en svo að hann sé bara þýðingarvél fyrir "main stream media" erlendis, sem eru sjálfir oftar en ekki bara bergmálshellir stærri hagsmunaafla og klappstýra þeirra.


mbl.is Hafa áhyggjur af þriðju bylgjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Svo eru fréttatilkynningar sem undanteknigarlaust eru birtar án útskýringa 

Ríki heimsins lýsi yfir neyðarástandi (mbl.is)

 Þegar ríki í USA lýsa yfir neyðarástandi þá opnast aðgengi að neyðaraðstoð hjá alríkisstofnunum. Ef öll ríki heims lýsa yfir neyðarástandi hver á þá  að veita neyðaraðstoð? 

Grímur Kjartansson, 13.12.2020 kl. 07:37

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta hlýtur að lagast þegar ríkið tekur að sér að greiða blaðamönnunum laun. Eða heldurðu það ekki, Geir?

Þorsteinn Siglaugsson, 13.12.2020 kl. 17:05

3 Smámynd: Björn Ragnar Björnsson

Að ógleymdum staðreyndum. Japanir eru 12 sinnum fleiri en Svíar en í Svíþjóð hafa tvöfalt fleiri smitast en í Japan. Nei, ég er ekki að tala um "miðað við höfðatölu", bara einfaldan fjölda. Miðað við höfðatölu er smitfjöldi í Japana 4% af því sem við sjáum í Svíþjóð. Dauðsföll v/Covid-19 í Svíþjóð eru þrefalt fleiri en í Japan, sem segir okkur að Japönum gengur enn betur en Svíum að forða sýktum frá dauða.

Semsagt, Japan er klárlega eitt af þeim ríkjum sem eru að standa sig hvað best í Covid-19 vörnum. Sú staðreynd þýðir auðvitað ekki að menn geti slakað á sóttvörnum. Samt er sérstakt að sjá frétt um mikla yfirvofandi hættu í Japan, sem þrátt fyrir allt hafa verið að standa sig einna best.

Björn Ragnar Björnsson, 14.12.2020 kl. 02:55

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Þorsteinn,

Ég sé ekki betur en að stétt "fjölmiðlafulltrúa" hjá hinu opinbera sé að vaxa ágætlega í takt við minnkandi blaðamannafjölda frjálsu miðlanna sem nú fara á ríkisspenann. Þetta er orðið áhugavert og náið samband "óháðra fjölmiðla" og hins opinbera.

Geir Ágústsson, 14.12.2020 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband