Mánudagur, 7. desember 2020
Regndansinn
Yfirvöld víða um heim dansa nú regndansinn sem aldrei fyrr. Honum er ætlað að koma í veg fyrir útbreiðslu á loftborinni veiru við kjöraðstæður hennar þegar loftslagið er henni þægilegt og kuldi og raki slævir ónæmiskerfi fólks og margir þjást af D-vítamínskorti vegna lítils sólarljóss. Verðmiði regndansins er hagkerfið, unga fólkið og þeir sem hefðu geta sloppið við dauða vegna krabbameins, hjartasjúkdóma og heilabilunar en sleppa ekki.
Og af hverju kalla ég aðgerðir gegn veiru regndansinn? Jú, því ef þú dansar hann nógu lengi þá byrjar á endanum að rigna og þú getur þá sagt: Sko! Ég framkallaði regn!
Því staðreyndin er að veiran mun á endanum hafa náð til svo margra að hún kemst ekki lengra og fyrr eða síðar fer að birta til og loftslagið að verða veirunni erfitt. Það mun rigna, en ekki vegna regndansins.
Svona hegðar veira sér sem leggst í efri hluta öndunarfæranna:
Svona hegðar hún sér í Svíþjóð, sem er kannski það ríki sem hefur verið næst því að fylgja hefðbundnum sóttvarnaraðgerðum vegna loftborinnar veiru.
Hvers vegna er loftborin veira svona góð í að berast á milli í ákveðnu loftslagi? Af hverju er talað um "seasonal flu" þegar fólk er í mestri smithætti innandyra í hitastýrðu umhverfi? Svarið er í stuttu máli: Það vitum við ekki! En menn eru auðvitað með kenningar.
En áfram regndansari! Þetta er alveg að koma hjá þér!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nóbelsverðlaunin á næsta leiti ...
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 8.12.2020 kl. 10:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.