Út úr kófinu

Mig langar að benda á svolitla grein sem ég, meðal annarra, skrifa undir:

Hvað er „Út úr kófinu”?

Í henni kemur margt fram sem verður vonandi nýtt í opinberri umræðu um sóttvarnaraðgerðir í framhaldinu, sérstaklega þegar stefnir í að yfirvöld ætli að herða enn þumalskrúfuna á samfélaginu.

Ég vil svo benda áhugasömum á síðuna Pandata.org en þar er búið að safna saman ótrúlega mikið af gögnum sem beint og óbeint snúa að COVID-19 umræðunni. Frá þeirri síðu:

icedeaths

Við getum bara vonað að súlurnar á toppnum (hjartasjúkdómar, krabbamein og elliglöp) muni ekki stækka meira en ella vegna áhrifa sóttvarnaraðgerða!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Bragi Benediktsson

sóttvarnaraðgerðir framlengja aðeins volæðinu fyrir viðkvæma hópa og auka aðra algenga sjúkdóma sem þú nefnir

Guðjón Bragi Benediktsson, 26.11.2020 kl. 16:07

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Bara 1% aukning í dauðsföllum vegna topp 3 dánarorsakana jafnast á við öll dauðsföll COVID-19 í haustbylgjunni. Og með tafir á skimunum, hik í fólki við að fara á spítala í skoðun, lengri biðlista eftir meðferðum/aðgerðum og yfirvofandi fjárskort í opinberri þjónustu er 1% sennilega mjög hóflega áætlað. 2% aukning og þá hafa topp 3 dánarorsakirnar tekið fram úr veirunni.

Og til að ítreka: Með því að hægja á hjarðónæminu (því að heilbrigt fólk fái að smitast og jafna sig) er veiran óumflýjanlega að fara ná til hjúkrunarheimilanna og fara þar hamförum. Það er því verið að hámarka fjölda dauðsfalla vegna veirunnar, ekki lágmarka. Reyni að finna ritrýnda grein sem fjallar um þetta.

Geir Ágústsson, 26.11.2020 kl. 16:27

3 identicon

Það væri fróðlegt að sjá sambærilegar tölur frá öðrum löndum, t.d. Ítalíu, Bandaríkjunum, Belgíu og Svíþjóð.

Um langvinn eftirköst af sjúkdómnum er ekki enn tímabært að ræða.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 26.11.2020 kl. 16:45

4 identicon

Það kom fram í fréttum RÚV nú í kvöld að á 7. þús. manns hefði látist í Svíþjóð af völdum covid veirunnar. Hvað segir það?

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 26.11.2020 kl. 18:29

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Hörður,

Flestir ef ekki allir veirusjúkdómar hafa einhver langvarandi áhrif á einhverja sem hafa veikst af þeim. En það er rétt, að langtímaáhrif af COVID-19 er ekki enn hægt að meta og setja í samhengi við aðrar veirur.

Pandata.org gerir alla gagnavinnu svo þægilega! Í Svíþjóð eru 89% dauðsfalla vegna veiru hjá 70 ára og eldri: Um helmingur allra dauðsfalla á hjúkrunarheimilum sem misstu veiruna inn snemma í faraldrinum, um fjórðungur í heimahúsum aldraðra. Afgangurinn, fjórðungur, er að veigamiklum hluta meðal innflytjenda.

En til að svara spurningunni:

Belgía:

94307 dauðsföll alls í ár

16077 dauðsföll rakin til COVID-19

Belgía er fræg fyrir að rekja allt sem hægt er til COVID-19, "til öryggis". Úr frétt: "Belgian officials say they are counting in a way that no other country in the world is currently doing: counting deaths in hospitals and care homes, but including deaths in care homes that are suspected, not confirmed, as Covid-19 cases."
https://www.bbc.com/news/world-europe-52491210

Svíþjóð:

79798 dauðsföll alls í ár

6555 dauðsföll rakin til COVID-19 (sennilega eitthvað "lag" þarna um nokkra daga vegna þess hvernig alþjóðlegir gagnagrunnar eru uppfærðir, en nærri lagi)

Opinberar tölur Svía (uppfærðar í gær) segja nú 6622 dauðsföll og kúrvan er á hraðri niðurleið. Var RÚV að námunda að heilu þúsundi? Veffrétt þeirra talar bara um hámark skv. spálíkani. Kannski handritið fyrir útvarpsfréttirnar hafi skolast eitthvað til.

Geir Ágústsson, 26.11.2020 kl. 19:00

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Bandaríkin:

2503644 dauðsföll í ár

262266 rakin til COVID-19.

Aftur: Í Bandaríkjunum eru ýmsir hvatar til að hámarka fjölda þeirra sem eru skráðir sem covid-fórnarlömb, t.d. fjárhagslegir. Almennt gildir svo í mörgum ríkjum að prófanirnar eru stilltar með slíkri næmni að dauðar veiruleifar eru flokkaðar sem "smit". Meira um það seinna vonandi.

Ítalía:

551777 dauðsföll í ár

52028 rakin til COVID-19

Aftur: Veiran slapp í umhverfi þeirra eldri.

Geir Ágústsson, 26.11.2020 kl. 19:04

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég heyrði hann Nostradamus með líkanið (sem hann er alltaf jafn hissa á að spáir vitlaust) segja í fréttunum í kvöld að við yrðum bara að halda í okkur aðeins lengur því þetta væri "alveg að verða búið".

Hvað það var sem átti að vera alveg að verða búið kom ekki fram, né heldur hvað tæki við þá. 

Þegar ég heyri þetta kemur alltaf upp í hugann sagan af því þegar Bakkabræður höfðu byggt sér hús, en gleymt að hafa á því glugga. Þeir hugðust leysa málið með því að bera sólskinið inn í húfunum sínum. Því héldu þeir lengi áfram, það var "alveg að verða bjart".

Þorsteinn Siglaugsson, 26.11.2020 kl. 20:26

8 identicon

Geir, ég þakka greinagott svar við spurningunum sem ég lagði fram.

Covid19 er nýr og enn að sumu leyti óþekktur sjúkdómur og mér finnst að það beri að taka honum með fullri varúð. Ég man eftir hinni svokölluðu "Akureyrarveiki", sem fyrst var talin einhver "lumbra" en átti eftir að leika marga grátt, enda þótt mér sé ekki kunnugt um að hún ylli beinlínis dauða.

Covid19 veiran er óútreiknanleg og getur lagst á flest líffæri, t.d. taugakerfið. Þess eru mörg dæmi að fólk á besta aldri, sem varð ekki mikið veikt, nái sér seint og illa af eftirstöðvum hennar. Sjúkdómar sem leggjast á taugakerfið eru alltaf ófyrirsjáanlegir og alvarlegir.

Það að snúa umræðu um þennan sjúkdóm upp í spé og spott finnst mér harla ómerkilegt. 

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 26.11.2020 kl. 22:29

9 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Allir veirusjúkdómar hafa svipuð einkenni í för með sér og covid-19. Þar á meðal venjuleg inflúensa. En í tilfelli covid-19 er þetta blásið upp út úr öllu samhengi. Því hræðsluáróðurinn verður að hafa sinn gang.

Þorsteinn Siglaugsson, 27.11.2020 kl. 00:28

10 Smámynd: Geir Ágústsson

"A number of studies have linked influenza to an increased risk of heart attack and stroke, and scientists have theorized that the inflammatory response triggered by the flu can fuel the development of atherosclerosis, a contributor to heart and artery disease."

"The flu can also do a number on the immune system, which can leave people vulnerable to other illnesses and infections—like pneumonia, for example. And while pneumonia is often referred to as a complication of the flu, it’s also not unusual for a person to come down with it once their initial flu symptoms have passed."

"For elderly patients, getting the flu could be the first step in a continual downward spiral when it comes to their health and their ability to take care of themselves. Not only do older adults face a higher risk of serious complications and death while they have the flu, but they’re also at greater risk of a reduced quality of life afterward, says Dr. Schaffner."
https://www.health.com/condition/cold-flu-sinus/flu-long-term-effects

Svo já, það getur vel verið að COVID-19 hafi langtímaáhrif en það hefur flensan líka og hefur alltaf haft. Blaðamenn hafa bara talið það vera hluta af lífinu og ekki séð ástæðu til að fleygja fólki atvinnulausu út á götu og drepa menntun og félagslíf unga fólksins og þar með þroska þess til frambúðar.

Verja þá eldri, hleypa öðrum af stað.

Geir Ágústsson, 27.11.2020 kl. 09:13

11 identicon

Inflúensa er ekki léttvægur sjúkdómur þar eru Spænska veikin og Svínaflensan til vitnis um. Sem betur fer eru nú til bóluefni sem oftast gagnast vel gegn henni.

Inflúensufaraldrar hafa verið svo misjafnlega skæðir að ég tel að allur samanburður við þá sé út í hött.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 27.11.2020 kl. 12:37

12 Smámynd: Geir Ágústsson

Hörður,

Punkturinn er bara að þótt það fari lítið sem ekkert fyrir því í opinberri umræðu þá hafa flestir ef ekki allir veirusjúkdómar áhrif á einhverja, í einn eða annan hátt, til lengri eða skemmri tíma en stundum bæði.

Það er því engin ástæða til að óttast fyrirfram að COVID-19 sé miklu, miklu verri að þessi leyti en ýmislegt annað. Það er alls ekkert víst.

Geir Ágústsson, 27.11.2020 kl. 13:16

13 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Langtímaáhrifin eru síðasta haldreipi þeirra sem þvermóðskast gegn tillögum Kulldorffs, Gupta og Bhattacharya í Barrington-yfirlýsingunni. Fyrst var reynt að halda því fram að þau væru öfgahægrimenn. Þegar það kom í ljós að Gupta er vinstrisósíalisti og Kulldorff sænskur sósíaldemókrat gekk það ekki. Næst var reynt að halda því fram að hjarðónæmi væri hugarburður. Það var hrakið. Þvínæst var sagt að fólk smitaðist aftur (því frést hefur af 5-10 manns sem hafa greinst aftur, af um milljarði sem hefur smitast), en úps, hvað þá með bóluefnið? Síðasta haldreipið eru langtímaáhrifin. Og svo sannarlega blásin út, en einfaldlega engar sannanir til fyrir einu eða neinu, aðeins vísbending um að eins og aðrir veirusjúkdómar hafi þessi einhver eftirköst.

Þorsteinn Siglaugsson, 28.11.2020 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband