Miðvikudagur, 25. nóvember 2020
Nýtt Indefence?
Eru sóttvarnaraðgerðir að fæða af sér nýtt Indefence-átak, þar sem hópur borgara sameinar krafta sína og berst gegn yfirvöldum með ráðum og dáðum, og nær almenningi á sitt band?
Og sigrar vonandi, aftur.
Mér sýnist það.
Og lögsóknir eru í undirbúningi nú þegar.
Réttarríkið er á leiðinni í stórt próf. Niðurstaðan verður afgerandi fyrir framtíðina. Nú þegar má spyrja sig spurninga um hvata yfirvalda ýmissa ríkja til að innleiða kæfandi aðgerðir til að berjast gegn veiru sem drepur ekki meira en flensan. Nema, auðvitað, þá sem ættu að hafa vit á því að passa sig.
Nú þurfa borgarar að skrúfa tortryggniskvarðann sinn alveg í botn.
Sjáum hvað setur.
Rök fyrir því að stjórnarskrá hafi verið brotin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll, Geir.
Ég myndi varast að bera þennan vírus saman við flensuna, í BNA hefur hann dregið margfalt fleiri til dauða árið 2020 en flensan síðustu tvo vetur:
https://www.cdc.gov/flu/about/burden/2018-2019.html
https://www.cdc.gov/flu/about/burden/preliminary-in-season-estimates.htm
En það verður svo sannarlega áhugavert að sjá hvað dómstólar munu segja.
Kær kveðja.
Trausti Geir Jónasson (IP-tala skráð) 25.11.2020 kl. 19:56
Trausti, þessi coronuveira er jafn skaðlaus og árleg influenza. Um 10.000 manns dóu í Bandaríkjunum meðan þeir voru með þessa veiru (sennilega ranglega greindir eins og gert er hér á landi) en dóu ekki vegna veirunnar heldur vegna undirliggjandi sjúkdóma og lélegs aðbúnaðar á spítölunum. Áður höfðu verið sagðir 200.000 dánir úr svokölluðum covid-19, en það reyndist vera lygi (en er samt lapið upp af fjölmiðlum eins og það væri sannleikur).
Og ég er sammála Geir, vonandi tapar ríkisstjórnin fyrir dómstólum og neyðist til að afnema allar þessar aðgerðir, sem brjóta í bága við stjórnarskrána á allan hátt.
Stefán (IP-tala skráð) 25.11.2020 kl. 20:45
Ég var að heyra veirusérfræðing segja frá því í umræðum í þýsku sjónvarpi að 2000 sinnum meiri líkindi séu til að áttræður maður deyi úr covid19 heldur en sá tvítugi.
Ísland er eyja. Með markvissum aðgerðum og strangri landamæragæslu ætti að vera hægt að útrýma veirunni í landinu á nokkrum vikum.
Væntanlega verður hægt bólusetja þorra landsmanna á fyrri hluta næsta árs.
Er líf okkar gamlingjanna virkilega svo lítils virði að menn hafi ekki þolinmæði til bíða í nokkrar vikur til þess að bjarga lífi okkar?
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 25.11.2020 kl. 22:56
Þú ert glöggur að vanda Geir. Indefence var nú einmitt svolítið fyrirmyndin að "Út úr kófinu" hópnum okkar.
Þorsteinn Siglaugsson, 25.11.2020 kl. 23:16
Stefán, hversu "skaðlaus" er hún ef hún veitir fólki náðarhöggið sem má ekki við frekari veikindum?
Ég legg til að þú rýnir aðeins betur í tölurnar hjá CDC.
Trausti Geir Jónasson (IP-tala skráð) 25.11.2020 kl. 23:16
Trausti: Hverjar eru dánarlíkur gamals og veikburða fólks vegna inflúensu? Þær eru umtalsverðar.
Hörður: Leiðin til að vernda þig, og annað aldrað fólk, er ekki sú að loka landamærum og dæma þannig tugþúsundir til atvinnuleysis og eymdar. Leiðin er að vernda viðkvæmt fólk meðan veiran gengur yfir. En þvermóðska og leti þeirra sem stýra þessum málum hindrar það. Aldrei myndi ég láta mér til hugar koma að valda yngstu kynslóðinni og fátækasta fólkinu ómældum hörmungum í því skyni einu að koma í veg fyrir að ég smitist af þessari pest. Ekki heldur þótt ég væri níræður.
Þorsteinn Siglaugsson, 26.11.2020 kl. 00:12
Vinsamlegast reynið ekki að blanda Icesave málinu inn í veirudæmið. Þetta eru algjörlega aðskilin mál.
Að horfa til aðferða annarra samtaka og herma eftir þeim þýðir ekki að allir í þeim samtökum séu endilega sammála þeim málflutningi.
Guðmundur Ásgeirsson, 26.11.2020 kl. 02:12
Þorsteinn, dregur það úr skaðsemi veirunnar?
Spurning mín stendur enn
Trausti Geir Jónasson (IP-tala skráð) 26.11.2020 kl. 04:58
Töfin á hjarðónæmi, vegna aðgerða vel á minnst, er stórhættuleg viðkvæmustu hópunum. Ég þarf að setja í færslu og útskýra það betur.
Geir Ágústsson, 26.11.2020 kl. 05:24
Guðmundir,
Ég tel mig ekki vera að blanda neinum málum saman heldur benda á að eins og í Icesave-málinu eru hér borgarar að rísa upp og mótmæla því sem þeir telja vera valdmisnotkun. Það er að myndast ágæt hefð á Íslandi fyrir slíku, þökk sé riddurunum sem risu upp í Icesave-málinu, eða málunum réttara sagt.
Geir Ágústsson, 26.11.2020 kl. 08:15
Skaðsemi veirunnar er mikil fyrir gamalt fólk Trausti. Fyrir fólk undir þrítugu er hún nánast hættulaus. Hættan er svolítil fyrir fólk á aldrinum 30-60 ára.
Og eins og Geir bendir á er það að tefja fyrir hjarðónæmi að setja viðkvæmasta hópinn í stórhættu. Sú þvermóðska sem sóttvarnayfirvöld sýna þar er lífshættuleg.
Þorsteinn Siglaugsson, 26.11.2020 kl. 09:38
En hvað Icesave varðar svipar nú ýmsu saman. Sér í lagi því að afstaða almennings nú, eins og í upphafi þess máls, markast af röklausum ótta, sem grundvallast að mestu á gegndarlausum hræðsluáróðri stjórnvalda, þar sem öllum brögðum er beitt. Í Icesave áttaði fólk sig þegar tekið var að koma á framfæri réttum upplýsingum. Það er von okkar að eins verði nú.
Þorsteinn Siglaugsson, 26.11.2020 kl. 10:07
Í bloggi G.Tómas Gunnarsson hér á síðunni vitnar hann í kunningja sem líkir ástandinu við A-Evrópu á tíma kommúnismans. biðraðir í búðir, ferðatakmarkanir, nágrannar að klaga hver annann, ráðherrar vilja heimild til útgöngubanns á Íslandi! Salvör fjallar um það. Lögregluríki virðist í burðarliðnum. Geir þú mælist til borgaralegrar óhlýðni. En furðulegt má telja hvað lýðurinn beygir sig undir ráðríkið og höftin möglunarlaust. Ég hef bent á það í bloggi mínu að þegar afkristnun verður í þjóðríki þar sem kristnum gildum hefur áður verið haldið á lofti þá er stutt í alræði ríkisins. Fólk er þannig skapað að það verður að hafa e-ð til að trúa á,- alræði ríkisvaldsins ef ekki vill betur til.
Guðjón Bragi Benediktsson, 26.11.2020 kl. 10:40
Svona mannlega séð er ólíklegt að hér verði fjöldahreyfing gegn þrúgandi alræðinu. Það er vegna þess að hefðin er sú að aðalpottasleglarnir eru vinstri menn og þeir fara varla að rísa upp gegn kommnúnista-glóbal alræðinu sem er í burðarliðnum, þar sem í þeim er sami andinn. Ekki frekar en Belsebúb rekur skrattann út. Önnur ástæða fyrir ólíkleik borgaralegrar uppreisnar er að höfðingjar á borð við þá í Indefence eru eldri menn sem treysta vilja á meðstjórnendum "samsærisins" - Læknaguðina.
Ég skal þó vera mættur með pottinn og sleifina ef nokkrir aðrir mæta einnig. Ég bið til Guðs fyrir þessari frábæru þjóð, að hún mætti vakna upp og frelsast frá illu og eiga sér framtíð
Guðjón Bragi Benediktsson, 26.11.2020 kl. 11:22
Geir.
Ekkert að þakka.
Guðmundur Ásgeirsson, 26.11.2020 kl. 15:07
Hjarðónæmið bíður eftir bóluefninu.
Trausti Geir Jónasson (IP-tala skráð) 26.11.2020 kl. 19:18
Nú er Helga Vala farin að gagnrýna, svo sósíalistar geta það alveg, rétt eins og aðrir.
Þorsteinn Siglaugsson, 26.11.2020 kl. 20:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.