Fylgjum vísindunum!

Að segjast vera "fylgja vísindunum" er sennilega orðin ein þreyttasta tugga seinni ára. Mætti jafnvel segja að þegar þetta er sagt þá sé verið að segja að ekki verði hlustað á neinar aðrar hliðar máls nema hina opinberu, viðteknu og yfirlýstu línu.

Sem dæmi má nefna loftslagsmál. Einhvern tímann fyrir nokkrum árum var því lýst yfir að vísindin hafi komist að niðurstöðu og að frekari umræða sé óþarfi. Flókin tölvulíkön á tilraunastigi, sem hafa aldrei spáð neinu rétt, voru talin endanleg. Ekki síðan á blómaskeiði kaþólsku kirkjunnar hefur vísindagrein verið lokað á svipaðan hátt.

Annað augljóst dæmi eru veiruvísindin. Einhvern tímann í febrúar var öllum fyrri hugmyndum um veiruvarnir hent í ruslið og ný vísindi fundin upp. Þau vísindi kalla á almenna grímunotkun fólks, lokanir á fyrirtækjum og skólum, takmarkanir á ferðalögum og stofufangelsi á heilbrigðu fólki. Hin nýju vísindi urðu hin einu sönnu vísindi og öllum tilraunum til að opna umræðu um þau mætt af hörku. Sem betur fer hafa menn samt ekki gefist upp, sjá t.d. nýlega rannsókn hérna sem meðal annars segir:

The infection fatality rate of COVID-19 can vary substantially across
different locations and this may reflect differences in population age structure and casemix of infected and deceased patients and other factors. The inferred infection fatality rates tended to be much lower than estimates made earlier in the pandemic.

Þetta rímar ágætlega við það sem blasir við þegar aldursdreifing látinna vegna COVID-19 er skoðuð. Um 90% látinna eru yfir sjötugt á öllum yfirlitum sem ég hef séð [IS|SE|US]. Undirliggjandi sjúkdómar útskýra stóran hluta dauðsfalla undir sjötugu og svo eru jafnvel aðrir þættir í spilinu, svo sem gen eða skortur á ákveðnum vítamínum. Menn hafa, þrátt fyrir allt, lært ýmislegt á gríðarlegum rannsóknum og tilraunum með lyf og meðferðir seinustu mánuði, sem betur fer!

Það er allt gott og blessað við að fylgja vísindunum en að telja þau vera útkljáð er yfirleitt ranghugsun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Er ekki betra að segja munur á fjölmiðlum og vísindum? Fjölmiðlar segja alltof oft rangt frá vísindagreinum, oftúlka þær, alhæfa og misskilja. Held að flestir vísindamenn vinni að heiðarleika en gangi frekar illa að koma þessu á skiljanlegan hátt til almennings í gegnum fjölmiðla. 

Þegar grein í fjölmiðlum byrjar á "... vísindamenn segja" þá veistu að greinina er algert bull. Sama á við þegar "... vísindamaðurinn ... segir" en þannig virka ekki vísindagreinar. Þær geta gefið vísbendingu um eitthvað á ákveðnum tíma en fleiri rannsóknir þarf til að styðja vísbendinguna. Til að mynda var ansi hljótt um dönsku rannsóknina í fjölmiðlum sem sýndi lítinn mun á grímunotkun hvort fólk smitast. Margir misskildu samt og oftúlkuðu á samfélagsmiðlum. Í raun sagði rannsóknin að grímunotkun er í mesta lagi miðlungsvörn sem í prósentum væri 25-50% en líklega minni. Þetta eru alveg sömu niðurstöður og fengust í rannsóknum við Svínaflensu fyrir áratug. Grímunotkun breytir ekki öllu varðandi smit. Hvers vegna neyða alla að nota grímur þegar vitað er að notkunin er ekki lykilatriði til að forðast smit?

Það allra versta er samt að of margir pólitíkusar kunna ekki að lesa vísindagreinar.

Rúnar Már Bragason, 25.11.2020 kl. 12:54

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Rúnar,

Það er held ég tvennt í þessu:

1) Þú ert með heiðarlega vísindamenn sem vinna af heilindum

2) En um leið ertu með vísindamenn sem þurfa að sækja um styrki, helst í gríð og erg. Stjórnmálamenn eða pólitískt réttþenkjandi undirmenn þeirra sjá um að deila þeim styrkjum. Þú færð ekki styrk nema ganga í augun á þessu fólki.

Geir Ágústsson, 25.11.2020 kl. 13:16

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

Fréttamenn umorða nú oft hlutina til að búa til frétt

í gær var t.d. fyrsögn fréttar í Fréttarblaðinu "Enn 60 dauðsföll árlega vegna svifryksmengunar"

Nú er nokkuð augljóst að það stendur í engu dánanrvottorði að viðkomandi hafi látist vegna svifryks heldur er fullyrðingin byggð á flóknum líkindareikingi þar sem menn gefa sér að ef ryk er í loftinu þá muni lífsaldur hjá sumum styttast.

Grímur Kjartansson, 25.11.2020 kl. 14:23

4 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Tek undir með 2 liðinn Geir. Getum bætt við 3ja: Vísindamenn tala of mikið sín á milli og gleyma að bera niðurstöður undir aðila sem ekki eru innan hópsins. Færð t.d. einhvern innan sviðs til að lesa yfir og jafnvel þekkir en leitar ekki út fyrir sviðið.

Heitir það ekki falsfrétt Grímur?

Rúnar Már Bragason, 25.11.2020 kl. 14:45

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það er líka hægt að velja bara úr vísindunum það sem maður vill trúa, sérstaklega allt sem er háð flóknum rannsóknum.

Til dæmis viltu trúa því að kaffi, eða bara einhver matvæli séu holl eða óholl?

Veldu á bara þá rannsókn sem þér hentar.

Ásgrímur Hartmannsson, 25.11.2020 kl. 15:50

6 identicon

Vísindin eru leit að sannleikanum. Það er gert með mælingum og aftur með mælingum. Engar vísindalegar kenningar hafa verið sannaðar, jafnvel ekki afstæðiskenningar Einsteins eða þróunarkenning Darwins. Hins vegar er hægt að afsanna kenningar ef þær standast ekki mælingar.

Það er hægt að gera vitlausar mælingar og það er líka hægt að falsa þær, en það eru ekki vísindi.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 25.11.2020 kl. 16:05

7 Smámynd: Geir Ágústsson

“Science is the belief in the ignorance of experts."

Richard Feynman, Nóbelsverðlaunahafi í eðlisfræði (heimild)

Geir Ágústsson, 25.11.2020 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband