Niðurgreiðslubær

Á Húsavíkursvæðinu er nú að rísa hverfi sem mætti kannski, með tíð og tíma, kalla Niðurgreiðslubær. Þar á ekkert arðbært að rísa.

Þar er verksmiðja sem hlaut og hlýtur enn gríðarlega meðgjöf frá skattgreiðendum. Má þar nefna rándýr jarðgöng sem eru frátekin fyrir flutningabíla.

Nú á þar að rísa verksmiðja sem sýgur loft inn og breytir í eldsneyti sem kallast grænt. Að vísu sé ég ekki mikið tal um sóun á fé skattgreiðenda en það hlýtur að vera hluti af viðskiptaáætlunni. Á meðan geta Íslendingar notið milljarðanna sem erlendir fjárfestar setja í verkefnið og um leið seinustu leifanna af lofttegundaóttanum sem mun hryngja eins og spilaborg þegar Jörðin fer fyrir alvöru af kólna, vegna minnkandi sólvirkni. Og fólk fer að þyrsta í verðmætaskaðandi iðnað sem þarf hagkvæma orkugjafa.


mbl.is Nýtt lofthreinsiver bindur 1 milljón tonna af CO2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það vakna ýmsar spurningar við þennan lestur. Þú getur kannski frekar svarað þeim en ég þar sem þú ert verkfræðingur:

Hvaða eldsneyti á að nota til að pilla kolefnið úr andrúmsloftinu? Hvað verður mikið kolefni til við að búa það eldsneyti til?

Hvað verður um þetta kolefni í eldsneytinu þegar það er notað? Fer það ekki aftur út í andrúmsloftið?

Ég ætla ekki að þora að spyrja hver á að niðurgreiða herlegheitin. Það kemur eflaust í ljós á endanum.

Þorsteinn Siglaugsson, 1.11.2020 kl. 14:21

2 identicon

Þetta hljómar svolítið eins og Munchausen sem hífði sig upp á hárinu. En ég er ekki heldur verkfræðingur þannig að kannski er mér að yfirsjást eitthvað :)

emil (IP-tala skráð) 1.11.2020 kl. 14:49

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Þorsteinn,

Svona spurningum vill enginn svara. Rafmagnsbílar og vindmyllur eru "grænt" dót og hananú. Það þarf bara að líta framhjá öllu framleiðsluferlinu en svona er það.

Annars reikna ég nú með að tæknin virki. Óhagkvæm, en virkar. 

Geir Ágústsson, 1.11.2020 kl. 20:06

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Kíktu á ágæta grein Ólafs Andréssonar um þetta sem var að birtast á Kjarnanum Geir. Þar er einhver svör að finna: https://kjarninn.is/skodun/2020-11-02-annad-bakkaaevintyri/

Þorsteinn Siglaugsson, 2.11.2020 kl. 19:52

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Þetta er einmitt greinin sem ég hafði ekki fundið en vonaði að væri til!

Það er eitt að leyfa fjárfestum að sólunda fé sínu, en strax verra ef stjórnmálamenn mæta svo með fé skattgreiðenda til að kaupa sér pólitísk stig.

Geir Ágústsson, 3.11.2020 kl. 07:59

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

En það verður ekkert hlustað á Ólaf. Hann er of skynsamur til þess að það verði hlustað neitt á hann.

Þorsteinn Siglaugsson, 3.11.2020 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband