Erlendir dómstólar sem íslenskir löggjafar

Enn einu sinni stefnir í að erlendir dómstólar þurfi að slá á putta íslenska ríkisins og þvinga það til að breyta lögum.

Auðvitað eru íslensk yfirvöld að mismuna með því að banna innlenda netverslun með íslenskar afurðir en heimila viðskipti við erlendar netverslanir með íslenskar afurðir.

Fleiri lítil brugghús eru byrjuð að ögra þessu fyrirkomulagi, leynt og ljóst. Eitt slíkt er tilbúið með lögfræðing sem æðir til erlendra dómstóla um leið og lögreglan ætlar sér að stöðva smásölu þess á eigin framleiðslu. Lögreglan veit þetta og hefur hingað til haldið að sér höndum en kannski er að verða breyting þar á.

Spurningin er þá bara hvort kemur á undan: Ný löggjöf að frumkvæði Alþingis, eða ný löggjöf að frumkvæði erlends dómstóls.


mbl.is Netverslun með bjór í lögreglurannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Löggjöf að frumkvæði Alþingis kom á undan, árið 1993 þegar EES-saminingurinn var lögfestur. Af þeim lögum lögum leiðir bannið við því að viðhafa viðskiptahindranir sem fela í sér mismunun.

Það gleymist oft að EES-samningurinn hefur verið hluti af íslenskum lögum alveg frá því að hann tók gildi. Þannig tók hann einmitt gildi.

Þeir dómstólar (mannréttinda- og EFTA) sem Ísland á aðild að eru ekki "erlendir" í þeim skilningi að um annað ríkisvald sé að ræða, heldur er um að ræða sameiginlegt fjölþjóðlegt vald sem aðildarríki hafa komið sér saman um. Til samanburðar er Hæstiréttur ekki "utanbæjardómstóll" fyrir Akureyri þó hann sé staðsettur í Reykjavík heldur hefur með lögum verið komið á sameiginlegu fyrirkomulagi fyrir allt umdæmi hans.

Það eitt að slíkur dómstóll eða sambærileg stofnun sé með aðsetur í öðru landi en Íslandi gerir hann ekkert sérstaklega "erlendan" enda falla slíkar stofnanir undir sérstakar reglur alþjóðalaga sem veita þeim hlutleysi gagnvart öllum þjóðríkjum til jafns. Það væri því e.t.v. réttara að nota hugtakið "yfirþjóðlegt" um það dómsvald sem hér um ræðir.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.10.2020 kl. 23:51

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Guðmundur,

Ég er þér hjartanlega sammála og orðaval mitt var ónákvæmt. EFTA-dómstóllinn er auðvitað hluti af íslenska réttarkerfinu. 

Óneitanlega er orðaval mitt samt meira ögrandi, sem blundaði kannski í mér að vera.

Geir Ágústsson, 28.10.2020 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband