Sunnudagur, 25. október 2020
Jól hjá loftborinni veiru
Nú þegar veturinn er að ganga í garð er blómatíð hjá loftbornum veirum. Í stað þess að hleypa henni af stað þegar veður var betra og líkamar fólks í betri aðstæðum til að sigrast á þeim er búið að ýta veiru inn í vetur.
Flensuveiru.
Kórónaveiru.
Kvefi.
Hálsbólgu.
Öllu sem herjar á fólk, árlega eða á 10 ára eða 20 ára fresti.
Ofan á veiru leggst svo efnahagslega plágan sem ætlar að drepa miklu, miklu, miklu fleiri en nokkur veira síðan 1918:
Sjálfsmorð, barnadauðar, vímuefnamisnotkun, malaría, berklar, nefndu það!
Fréttir af hliðarafleiðingum svonefndra aðgerða á Íslandi hljóta alveg stórfurðulega þögn. Ég hef ekki séð stafkrók eða myndskeið þar sem einhver virðist ætla að hugsa sig um og segja: Jæja, við erum greinilega að hrekja miklu fleiri fram af bjargbrún en við erum að bjarga með því að drepa hagkerfið. Við kíkjum á Svíþjóð eftir að þeim tókst að verja hjúkrunarheimilin sín. Nokkuð sem okkur ætlar að mistakast á Íslandi þótt það hafi átt að vera eina forgangsverkefnið.
Ekkert! En vonandi er ástæðan sú að ég hef ekki náð að fylgjast nægilega vel með öllum sem tjá sig.
Greinilegt að ekki hafi verið farið eftir reglum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.10.2020 kl. 07:24 | Facebook
Athugasemdir
Það að loka augunum fyrir heildarmyndinni er ekki aðeins merki um skilningsskort, það er í rauninni alvarlegur siðferðisbrestur.
Þorsteinn Siglaugsson, 25.10.2020 kl. 22:17
Þorsteinn,
Heildarmyndin hérna vefst eflaust fyrir mörgum, rétt eins og heildarmyndin í hagfræði er nánast öllum hulin. Siðferðisbrestur kannski, eða bara trúgirni eða eins og maður fær lítið barn til að gleyma einhverju: Finnur eitthvað stærra sem skín bjartar og þá er athyglin komin á nýjan stað.
SMIT! SMIT! SMIT!
Geir Ágústsson, 26.10.2020 kl. 07:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.