Partýið heldur áfram

Myndin hér að neðan (heimild) sýnir dauðsföll á dag í Svíþjóð, meðal fólks sem hefur greinst með COVID-19 veiruna (og dó úr henni eða vegna samverkandi þátta við aðra heilsubresti):

svithjodcovid19

Er eitthvað sjáanlegt vandamál á ferðinni?


mbl.is Partíið búið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Nei

Benedikt Halldórsson, 23.10.2020 kl. 12:06

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Samkvæmt pistli sem ég hlustaði á á RÚV í vikunni var ástæðan fyrir fjölda dauðsfalla í Svíþjóð sú, að í upphafi faraldursins voru gefnar út leiðbeiningar um hvernig ætti að forgangsraða ef heilbrigðiskerfið yrði keyrt á kaf. Heilbrigðiskerfið var aldrei keyrt á kaf, en af einhverjum ástæðum var samt gengið beint í að fylgja leiðbeiningunum; ekki senda fólk af hjúkrunarheimilum á spítala, ekki reyna að bjarga þeim sem voru yfir sjötugt og svo framvegis.

Þetta virðist hafa verið meginástæðan fyrir fjölda dauðsfalla, 90% þeirra var fólk yfir sjötugu, helmingurinn á hjúkrunarheimilum.

Þorsteinn Siglaugsson, 23.10.2020 kl. 13:13

3 identicon

Verst að meira að segja Tegnell er ekki sammála þér.

Kannski af því að hann hefur líka skoðað grafið sem sýnir fjölgun á smitum í Svíþjóð.

Kannski hann viti líka eitthvað um alvarleika veikindanna hjá mörgum þeim sem smitast (en halda lífi)

Kannski hann viti eitthvað um að verstu veikindin koma fram nokkru eftir að menn smitist og hafi þar af leiðandi áhyggjur af mikilli aukningu í fjölda smita.

Kannski hefur hann þá líka áhyggjur af að dauðsföllum fari aftur að fjölga í kjölfar aukningar á smitum

Kannski finnst honum verra að þurfa að láta allt heilbrigðiskerfið vera upptekið við að sinna covid veiku fólki og ekki geta sinnt öðrum verkum (nema þeim nauðsynlegustu) eins og var í vor.

ls (IP-tala skráð) 23.10.2020 kl. 13:47

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Is,

Vissulega er verið að tala um einhverjar aðgerðir í Svíþjóð en þeir loka engu með valdboði. Þar er eðlismunur en ekki stigsmunur á sænsku leiðinni og íslensku.

Geir Ágústsson, 23.10.2020 kl. 14:37

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Þorsteinn,

Eldra fólk og innflytjendur eru uppistaðan. Og bara í upphafi.

Geir Ágústsson, 23.10.2020 kl. 14:37

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þú gerir þér grein fyrir að þeir sem deyja í seinni bylgjunni deyja miklu meira en þeir sem dóu í fyrri bylgjunni.  Það þarf að jarða þá tvisvar til þrisvar núna.

Ásgrímur Hartmannsson, 23.10.2020 kl. 14:53

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir.

Svona í alvöru talað, sérðu ekki hvað þú ert sjúkur þegar þú slærð þessu fram??

Fífl eða heimskingjar gætu gert það, en það eru ekki rök í þínu tilviki.

Þú ert hreinn frjálshyggjumaður, líklegast bláfátækur út af prinsippum þínum, svo eftir stendur???

Hvað??

Hvað fær þig til að bulla svona um um þennan faraldur?

Ekki nota rökin að Svarti dauði hafi verið áróður kaþólsku kirkjunnar í nauðvörn í upphafi Nýaldar, það er til svo ruglað og heimskt fólk, og vísar í seinni tíma rannsóknir og fornleifar um að Svarti dauðinn drap fáa sem enga á svæði sem þá Stórhertogadæmið Litháen hafði stjórn yfir.

Baðmull heimskunnar Geir, sem og uppklapp annars vegar Pírata heimskunnar, eða mannsins sem greinilega þáði kaup snemma að berjast gegn sóttvörnum á öllum stigum, og hefur nýlega sagt að veiran er þúsundfalt banvænni fyrir eldra fólk og fólk í áhættuhópi, er fremur stílbrot að húrra fyrir algjöri heimsku þinni.

Geir, þú hélst haus í ICEsave, ert þekktur fyrir að vera skynsemisvera.

Ég vorkenni þér fyrir þessa færslu þína.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.10.2020 kl. 16:10

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Ómar,

Hvar varst þú þegar svínaflensan ofan í flensuna ofan í nóróveiruna troðfyllti spítalans?

Ég skil óttann en minna og minna. Núna eru gögnin að fæðast, sem betur fer. Þau gefa ástæðu til bjartsýni og rökstuðnings um að nú geti lífið haldið áfram og það megi lifa þvi, og ekki bara áhersla á að halda lífi. 

Geir Ágústsson, 23.10.2020 kl. 16:24

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Geir, í alvöru talað, hættu að bulla svona.

Þú líkir ekki svínaflensunni við kóvid, ekki nema þú hafir fast starf hjá Ríkisfréttastofu Norður Kóreu, og fréttin sé að global kapítalistar undir fána Bill Gates hafi dreift veiru, svona til tölulega meinlausri líkt og Svínaflensan, en ítök Bill Gates og global kapítalistanna væri slík að ÖLL RÍKI HEIMS nema Norður Kórea hefðu fryst efnahag sinn að boði Bill og félaga.

Síðast þegar ég vissi þá varstu ekki í vinnu hjá Norður Kóresku ríkissjónvarpinu, fyrir utan margt annað hefur það eitthvað með útlit að gera, og mikið máttu vera heimskur að halda það að heimsfaraldur kóvid sé samsæri runnið undan rifjum Bill Gates, því hans glæpur er víst að setja fjármuni í að þróa bóluefni.

Heimskt fólk hefur komminterað hjá þér á þessum forsendum Geir, ekki mitt hlutverk að skamma þig fyrir þolinmæði þína gagnvart því.

En núna þegar sóttvarnir hafa haldið veirunni í skefjum, sem sannarlega á tölfræði um veldisvöxt smita og dauða, þá vogar þú þér ekki að líkja þeim árangri við flensu eða nóruveiru.

Því það er ekki bara þú sem ert undir Geir.

Það er líka allt vitið og skynsemin sem þú hefur lagt í fyrri pistla þína.

Þetta er dýrt gjald fyrir heimsku.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.10.2020 kl. 18:03

10 Smámynd: Geir Ágústsson

Ómar,

Covid-19 er "bara" veira. Engin ástæða til að henda í fasisma.

Geir Ágústsson, 23.10.2020 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband