Undirskriftalisti: Ísland fari norrænu leiðina í sóttvarnarmálum

Við undirrituð skorum á mennta- og menningarmálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur, að beita sér fyrir því að framhaldsskólar verði tafarlaust opnaðir og að þar fari fram eðlilegt skólahald rétt eins og í grunnskólum. Ísland er eina landið á Norðurlöndunum sem ekki er með opna framhaldsskóla og gerir þannig greinarmun á grunnskólum og framhaldsskólum. Börn og unglingar eru ekki í áhættuhópi fyrir Covid-19. Annars væru framhaldsskólar að sjálfsögðu lokaðir á hinum Norðurlöndunum líka. Um er að ræða mikilvægt lýðheilsumál og varla þarf að efast um skaðsemi núverandi fyrirkomulags sem að óbreyttu hefur alvarlegar og óafturkræfar afleiðingar í för með sér á heila kynslóð ungmenna.

Að stöðva íþróttastarf barna og unglinga er heldur ekki forsvaranlegt af sömu ástæðu.

Undirskriftalisti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Alþjóðleg hystería?  

heimur hysteria

Benedikt Halldórsson, 20.10.2020 kl. 08:20

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Belgísk hystería? Það er allt í lagi að minna fólk á að fara með gát en fólk hættir að taka á mark á ýkjunum.

Ástandið það „hættu­leg­asta í allri Evr­ópu“

 

belgia hysteria

Benedikt Halldórsson, 20.10.2020 kl. 08:29

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Benedikt Halldórsson, 20.10.2020 kl. 08:33

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Benedikt,

Það er nákvæmlega málið. Þessar yfirdrifnu aðgerðir, sem fyrst og fremst skjóta niður skólastarf og félagsstarf ungmenna, og sópa allri ferðaþjónustu á bætur, draga úr öllum trúverðugleika.

Geir Ágústsson, 20.10.2020 kl. 08:47

5 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Írska hysterían?

irland

Benedikt Halldórsson, 20.10.2020 kl. 12:01

6 Smámynd: Grímur Kjartansson

Ég hef frá upphafi verið hrifnastur af sænsku leiðinni. Smittölur hér á Íslandi og í löndum sem við berum okkur venjulega saman við sýna að "aðgerðir" ríkisstjórna eru ekki að skila neinum árangri ef eitthvað er þá lítur þetta verr út núna en í fyrstu bylgju faraldursins þegar ekki var búið að grípa til neinna "aðgerða". 

Grímur Kjartansson, 20.10.2020 kl. 12:09

7 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Sammála þér Grímur. Þegar á heildina er litið hefur dregið úr daglegum dauðsföllum í heiminum en "smitum" fjölgað mikið.

heimur dauðsf0llum hefur fækkað í tvo mánuði

Benedikt Halldórsson, 20.10.2020 kl. 13:07

8 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Frétt á RÚV

Bryndís Sigurðardóttirsmitsjúkdómalæknir á Landspítalanum, segir tilmæli um að fólk haldi sig heima skjóti skökku við. Jafnframt sé staðan á spítalanum betri nú en venjulega á þessum tíma árs. 

...þegar inflúensan fari af stað á haustin þá sé rúmanýtingin á Landspítalanum oft yfir 110%. Þá séu hins vegar aldrei gefin út tilmæli til fólks að halda sig heima til að létta á álagi, en það sé hins vegar gert nú.

Hún segir stöðuna á spítalanum nú vera í fínu lagi. Það séu þó 60-70 manns inniliggjandi sem þurfa pláss á hjúkrunarheimilum, en þannig sé staðan nánast dags daglega. 

Benedikt Halldórsson, 20.10.2020 kl. 14:40

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hvaða norrænu leið vilt þú fara, ágæti blogghöfundur og aðrir sem telja eitthvað vit í þessari yfirlýsingu? Það er mikill munur á Svíþjóð og Danmörku þegar kemur að stefnu í sóttvörnum.

Þeir sem vilja fara norrænulausu leiðina sem Svíþjóð fór, ættu kannski að lesa þetta:

Naylor also pointed out that a study published in August in the Journal of the Royal Society of Medicine examined Sweden's "no-lockdown" policy's effect on herd immunity among the Swedish population, finding it did not improve herd immunity despite higher rates of hospitalization and death than in neighbouring countries.[6][47]

https://en.wikipedia.org/wiki/Great_Barrington_Declaration#Critical_commentaries

Theódór Norðkvist, 20.10.2020 kl. 16:46

10 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ef þú prófar að lesa færsluna hans Geirs sérðu hvað hann á við með þegar hann talar um norrænu leiðina. Hann er að tala um það að halda framhaldsskólum opnum með eðlilegum hætti.

Ég á óskaplega erfitt með að skilja þetta blinda hatur sem sumt fólk virðist hafa á því að reynt sé að finna skynsamlegar leiðir til að leysa þetta gríðarstóra vandamál sem heimurinn stendur frammi fyrir. Er ástæðan heimska, yfirgengileg sjálfselska, eða einhver dulin ánægja yfir því að láta þvinga sig fram og til baka í árangurslausum sóttvarnaraðgerðum?

Þorsteinn Siglaugsson, 20.10.2020 kl. 18:14

11 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þorsteinn, hvernig er það blint hatur á skynsamlegar leiðir, að færa málefnaleg rök fyrir því að þær eru kannski ekki svo skynsamlegar?

Ég hef hingað til haft það mikið álit á þér að ég var viss um að þú myndir aldrei ganga í Úlfur, úlfur! samtök 21. aldarinnar, ybbana sem hrópa rasisti, rasisti, hatursáróður, hatursáróður, á alla sem eru ósammála þeim og koma með málefnalega gagnrýni á málflutning þeirra.

Ég er nú búinn að svara þér nokkuð ítarlega á þinni eigin síðu, en ég spyr á móti hér: Mun skólastarf ganga eitthvað betur þegar stórt hlutfall nemenda veikist og verður að vera heima vikum saman, vegna ófullnægjandi sóttvarna?

Theódór Norðkvist, 20.10.2020 kl. 18:41

12 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Börn og unglingar eru í minni hættu vegna þessarar pestar en vegna venjulegrar flensu. 

Þorsteinn Siglaugsson, 20.10.2020 kl. 19:21

13 identicon

Blint hatur á sóttvarnarráðstöfunum sem virðast hafa reynst nokkuð árangursríkar er reyndar frekar illskiljanlegt.

ls (IP-tala skráð) 20.10.2020 kl. 19:48

14 Smámynd: Theódór Norðkvist

Börn og unglingar eru kannski ekki í mikilli hættu, en þau setja afa sína og ömmur í mikla hættu, verði þau fyrir smiti.

Theódór Norðkvist, 20.10.2020 kl. 20:40

16 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég var að svara spurningu þinni um hvort skólastarf myndi "ganga eitthvað betur þegar stórt hlutfall nemenda veikist og verður að vera heima vikum saman". 

Svar mitt er að börn og unglingar eru í mjög lítilli hættu vegna þessarar flensu. Það er að segja, það er rangt að stórt hlutfall nemenda veikist alvarlega af þessari pest.

Þorsteinn Siglaugsson, 20.10.2020 kl. 21:34

17 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Fyrirtækjum var fórnað fyrir ekkert með tilheyrandi atvinnuleysi þúsunda. Það er kallað sótthreinsun. Það sem bjargar okkur er að veiran er frekar meinlaus. 

Benedikt Halldórsson, 20.10.2020 kl. 21:38

18 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ekki stórt hlutfall sem veikist? Segðu nemendunum frá Roskilde sem fóru í skemmtiferð yfir Eyrarsundið, það. Næstum helmingurinn af þeim smituðust. Allur bekkurinn var sendur heim í a.m.k. tvær vikur.

https://www.tv2lorry.dk/roskilde/gymnasie-ramt-af-coronavirus-fem-elever-blev-syge-med-coronavirus-efter-tur-til-sverige

Þetta er samt algert aukaatriði, hve fljótt eða seint ungviðið nær sér. Það sem skiptir máli, er að hin ungu og hraustu smita þá sem eru viðkvæmari, jafnvel þó þau jafni sig fljótt sjálf.

Theódór Norðkvist, 20.10.2020 kl. 22:05

19 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er ekki sami hluturinn að smitast og veikjast. Þú staðhæfðir að börnin myndu upp til hópa liggja afvelta vikum saman. Ég benti á að þetta væri ekki rétt.

Aukaatriði? Aukaatriðið kom frá þér sjálfum.

Hitt atriðið sem þú nefnir: Nú þegar er verið að halda börnunum frá gamla fólkinu vegna þess að það óttast að smitast. 

Þorsteinn Siglaugsson, 20.10.2020 kl. 22:12

20 Smámynd: Geir Ágústsson

Ertu með sveppaofnæmi? Ekki borða sveppi.

Ertu viðkvæmur fyrir hávaða? Notaðu eyrnatappa.

Ertu aldraður og lasburða? Passaðu þig á veirum.

Ertu ekkert af þessu? Lifðu lífinu en sýndu tillitssemi. Ekki troða sveppum í mat sveppaofnæmiseinstaklinga, öskra í eyru annarra og hnerra a gamalmenni.

Geir Ágústsson, 21.10.2020 kl. 06:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband