Föstudagur, 16. október 2020
Lést úr elli
Maður á níræðisaldri sem fær einhverja veiru eða bakteríu og deyr í kjölfarið réttlætir ekki samkomubönn, stofufangelsi á ungu fólki og takmarkanir á ferðalögum og viðskiptum. Bara til að halda því til haga.
Sá sem lést vegna veirunnar var á níræðisaldri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ekki er því slegið upp í fréttum þegar fólk deyr af öðrum völdum. Fólk er að deyja daglega af ýmsum sjúkdómum s.s. hjartabilun, lungnabólgu (mjög algengt), nýrnabilun eða hvaða öðrum sjúkdómum sem vera kann.
Dauðsföll hófust ekki með kórónuveirunni, dauðinn hefur fylgt mannkyninu frá upphafi. Dauðsföll af völdum kórónuveirunnar eru ekkert í líkingu við það sem vísindamenn og aðrir sérfræðingar voru að spá, en afleiðingar aðgerða þeirra er öllu verri.
Tómas Ibsen Halldórsson, 16.10.2020 kl. 16:12
Hvað á veiruþrenningin eftir að drepa marga með atvinnuleysinu sem hún er að valda með heimsku sinni og skammsýni?
Hvað ætlar hún að eyðileggja framtíð margra ungmenna?
Hvenær ætlar hún að skila fálkaorðunum - og forsetanefnan að biðjast afsökunar á að hafa veitt þær?
Þorsteinn Siglaugsson, 16.10.2020 kl. 16:34
Tómas,
Mikið rétt. Ég var að hlusta á fyrirlestur í dag þar sem bent er á að dauðsföll vegna einhvers annars en COVID-19 eru marg-marg-margfalt fleiri, vegna lokananna!
https://www.youtube.com/watch?v=Xy3tP-BW5do
Þar er meðal annars nefnt að í Malawi, einu fátækasta ríki heims, tókst að stöðva lokanir yfirvalda með mótmælum og dómstólum.
Þorsteinn,
Kannski var orðan ágæt í sumar eftir að þríeykið hafði vakið og sofið yfir veiruinni í einhverja mánuði og áunnið sér svolítið traust meðal landsmanna. En síðan hefur eitthvað hoppað af sporinu. Að skila orðunni gæti samt komið til tals þegar og ef það tekst að vinda ofan af vitleysunni.
Geir Ágústsson, 16.10.2020 kl. 16:50
Ef ég væri sérfræðingur í farsóttum, og væri að fást við smitsjúkdóm sem hefði dreift sér um heimsbyggðina, og 1% þjóðarinnar hefðu smitast, þá myndi ég ekki láta mér til hugar koma að þiggja orðu fyrir "árangur" við að fást við sjúkdóminn. Ég myndi nefnilega vita að hann ætti eftir að ganga yfir.
Þorsteinn Siglaugsson, 16.10.2020 kl. 17:23
Kona.
Guðmundur Ásgeirsson, 16.10.2020 kl. 17:41
Konur eru líka menn Guðmundur.
Þorsteinn Siglaugsson, 16.10.2020 kl. 17:49
Rétt.
Guðmundur Ásgeirsson, 16.10.2020 kl. 17:57
Þú átt semsagt við að það þarf ekki að byrgja brunna fyrr en börn fara að falla í þá. Það má spara sér reykskynjara þar til kviknar í. Og sóttvörnum skal ekki beita fyrr en fjöldinn allur er smitaður og margir dauðir.
Það er ekki að ástæðulausu að verkfræðingar eru sagðir hlandblautir að framan af að pissa upp í vindinn, ekki þarf að snúa sér við fyrr en svíður undan hlandblautum fötunum.
Vagn (IP-tala skráð) 16.10.2020 kl. 20:45
Karen!
Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 16.10.2020 kl. 22:00
Mér sýnist margir rugla saman "byrgja brunninn" og "innsigla brunninn".
Geir Ágústsson, 17.10.2020 kl. 10:04
Opinberir starfsmenn fá orðuna fyrir að mæta í vinnuna. Vitringarnir þrír eru því vel að henni komnir.
Guðmundur Jónsson, 18.10.2020 kl. 13:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.