Skál fyrir lækkandi kosningaaldri!

Andrés Ingi Jónsson, fyrrverandi VG-liði, er fyrsti flutningsmaður nýs frumvarps um lækkun kosningaaldurs niður í 16 ár sem nú hefur verið lagt fram á Alþingi.

Lækkun kosningaaldurs er freistandi fyrir vinstrisinnaða stjórnmálamenn því 16 ára einstaklingar mælast gjarnan yfirgnæfandi til vinstri. Með því að sópa þeim á kjörskrá eru vinstrimenn búnir að krækja í svolítið ókeypis fylgi.

Þetta er eina ástæðan, og raunar fer greinargerð frumvarpsins ekkert í felur með það:

"Ungt fólk hefur löngum þurft að þola lýðræðishalla hvað varðar aðkomu að vali á kjörnum fulltrúum og vægi á framboðslistum stjórnmálasamtaka."

Of fáir vinstrimenn á þingi miðað við vilja unglinganna, ekki satt?

Aðrar yfirlýstar ástæður eru bara yfirskyn. Til dæmis segir flutningsmaður að markmiðið sé að auka áhrif ungs fólks og að það styrki lýðræðið. En má þá ekki leyfa 16 ára einstaklingum að giftast? Kaupa áfengi? Keyra bíl? Verða fjárráða og sjálfráða? Ekki hef ég séð talað fyrir því að lækka aldurinn á öllu þessu, óháð því hvað skoðanakannanir meðal ungs fólks segja.

Svo nei, það er enginn að hlusta á unga fólkið. Það á bara að sópa til sín atkvæði þess og kveðja svo með bros á vör: Nei, ungi maður, þú þarft að láta einhvern annan kaupa fyrir þig áfengið, og nei þú mátt ekki flytja að heiman, og mamma þín ræður ennþá yfir peningunum þínum. En takk fyrir atkvæðið. Við vinstrimenn eru þakklátir fyrir það. Og nei þú færð ekkert í staðinn fyrir atkvæðið því þið unga fólkið kjósið áfram til vinstri, hvort sem greiðinn er launaður eða ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Mér finnst einhvern veginn eðlilegt að til að fólk hafi kosningarétt sé það orðið sjálfstæðir þátttakendur í samfélaginu, á eigin ábyrgð. Þess vegna ætti lágmarksaldurinn að miðast við sjálfræðisaldur. Ef sjálfræðisaldurinn væri 16 ár væri sjálfsagt að kosningarétturinn miðaðist líka við þann aldur.

Þorsteinn Siglaugsson, 15.10.2020 kl. 14:37

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Þorsteinn,

My point exactly!

Mig minnir að skv. Grágás gat ungur piltur komist í tölu fullorðinna ef hann komst óstuddur á hestbak. Það þyrfti kannski bara að nútímavæða það ákvæði, t.d. í að þegar einstaklingur er byrjaður að borga meira en 500 þús. í skatta á einu ári þá fái hann kosningarétt, leyfi til að kaupa áfengi, heimild til að gifta sig og grænt ljós á að taka ökuprófið, allt á einu bretti.

Geir Ágústsson, 15.10.2020 kl. 15:02

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Bein nútímavæðing væri að krefjast þess að einstaklingurinn geti hjólað án hjálpardekkja embarassed

Þorsteinn Siglaugsson, 15.10.2020 kl. 15:17

4 identicon

Ég reikna með að þessi lög taki mið af alþjóðlegum viðmiðum

börn yngri en 18 ára   -  80/2016 Lög um útlendinga

eða eru þessi 18 ár séríslenskt viðmið?

Grímur (IP-tala skráð) 15.10.2020 kl. 19:11

5 Smámynd: Þórhallur Pálsson

Lágmarks kosningaaldur ætti að vera 20 ár og kjörgengisaldur 25 ár.

Þórhallur Pálsson, 15.10.2020 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband