Tvær hliðar, jafnvel þrjár

Loksins les ég umfjöllun um COVID-19 ástandið á Íslandi þar sem ekki er endalaust verið að tala um smit og greiningar heldur líka afleiðingar af harkalegum sóttvarnarráðstöfunum.

Venju samkvæmt er samt ekki hægt að sleppa því algjörlega að básúna ævintýralegar smittölur sem eru dregnar upp úr Excel-skjölum. En um leið er verið að benda á aðra hluti.

Umræðan snýst gjarnan um að þrengja að samfélaginu þar til það blánar í andlitinu, eða fylgja sænsku leiðinni sem margir skilja ranglega sem "gera ekkert". "Allt" eða "ekkert". Annaðhvort eða. En kannski eru fleiri en tvær hliðar.

Ein er sú sem menn kalla "focused protection" og er nálgun sem fjallað er um í hinni svokölluðu Great Barrington Decleration. Höfundar eru prófessorar við Harvard, Oxford og Standford-háskólana og þótt það eitt og sér eigi ekki að blinda okkur þá er ljóst að ekki er um einhverja viðvaninga að ræða.

Úr yfirlýsingunni (áhersla mín):

Adopting measures to protect the vulnerable should be the central aim of public health responses to COVID-19. ... A comprehensive and detailed list of measures, including approaches to multi-generational households, can be implemented, and is well within the scope and capability of public health professionals

Sóttvarnaryfirvöld, læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn: Þið hafið verk að vinna! Og það verk er ekki bara að læsa alla inni og henda lyklinum.


mbl.is 3 þúsund myndu greinast daglega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Rökstuðningurinn í þessari grein í Fréttablaðinu sem vísað er til gengur ekki upp. Það er líklega vegna þess að höfundarnir skilja ekki muninn á því að sleppa öllu lausu og því að viðhafa hnitmiðaða vernd. Þess vegna rugla þeir þessu tvennu saman. Meira um það síðar.

Þorsteinn Siglaugsson, 15.10.2020 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband