Fólk að berjast fyrir lífi sínu

Lögreglan þurfti að dreifa stórum hópi fólks í Liverpool í gærkvöldi en fólkið hafði hópast saman á torgi í miðborginni nokkrum klukkustundum áður en hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins tóku gildi.

Myndskeið af þessu má m.a. sjá hér.

Og hvað sýnir þetta myndskeið? Jú, fólk að berjast fyrir lífi sínu og gegn tilraunum yfirvalda til að eyðileggja líf þess.

Það er einfaldlega svo að mjög harðar sóttvarnaraðgerðir eru miklu frekar að eyðileggja líf en bjarga lífum. 25% atvinnuleysi á Suðurnesjum fyrir jól, einhver? Þetta er mannskemmandi, niðurdrepandi og bæði andlega og líkamlega stórhættulegt ástand fyrir fólk. Og má skrifa á sóttvarnaraðgerðir. Þannig er það.

Ég býst við miklu fleiri átökum milli óbreytts almennings og yfirvalda vegna hinna svokölluðu sóttvarnaraðgerða, og ekki bara í Englandi heldur mun víðar.

Ríkið gegn almenning.

Yfirvöld gegn óbreyttum borgurum.

Elítan í öruggu störfunum gegn atvinnulausum.

Stjórnmálamenn gegn starfandi fólki.


mbl.is Hópuðust saman í Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Tek undir hvert orð. Já, elítan í stríði gegn almenningi um allan heim. Langar að bæta við að það er mun meira um svona samkomur um allan hinn vestræna heim en fjölmiðlar segja okkur frá.

Guðjón E. Hreinberg, 14.10.2020 kl. 12:53

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Segi það sama og Guðjón. Það vantar fréttastofur sem segja sannleikan eins og hann blasir við heiðarlegu fólki. Nú er þagað um vitneskju sem á erindi við almenning. Fyrir mér er það álíka og þykjast ekki hafa séð afbrot, eða þá að "sannleikurinn" er svo rotvarinn í neytandaumbúðum ritstjórna, að tala má um haugalygi. 

Baráttukveðjur.

Benedikt Halldórsson, 14.10.2020 kl. 13:40

3 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

rétti tíminn til að rifja upp hneyskli innan WHO? 

https://www.blog.is/forsida/top.html

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 14.10.2020 kl. 13:52

4 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Þýska þjóðin eldist, æ fleiri deyja. Rúmlega 900 þúsund þjóðverjar látast á hverju ári. Árið 2019 létust 11,188 fleiri en árið á undan. Úr covid hafa 9,740 látist.

Ári 2016 létust........913,518......

.....2017..................922,748........9,230....þúsund fleiri létust 2017 en árið á undan

.....2018..................933,097........10,349........................2018

.....2019..................944,285....

Benedikt Halldórsson, 14.10.2020 kl. 14:58

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er rétt sem Benedikt bendir á - mótmæli sem okkur er varla sagt frá eru að eiga sér stað víða. Svo víða að Youtube hefur ekki einu sinni náð að fela þau öll:

https://www.youtube.com/results?search_query=covid-19+protests

Og svo virðist sem það skipti engu máli - mótmæla fela ekki í sér aukningu á útbreiðslu veiru:

https://time.com/5861633/protests-coronavirus/

(a.m.k. ekki ef mótmælendur eru hæfilega vinstrisinnaðir)

Geir Ágústsson, 14.10.2020 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband