Þriðjudagur, 13. október 2020
Réttur hvers til lífs?
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir mikilvægt að átta sig á muninum á tilmælum og reglum sem stjórnvöld gefa út í sambandi við kórónuveirufaraldurinn. Réttur fólks til lífs trompi ýmis önnur réttindi.
Hvaða fólks?
Hvaða líf?
Ég spyr ekki í kaldhæðni því þetta skiptir máli. Sóttvarnaraðgerðir eru að hafa neikvæð áhrif á líf margs fólks. Í versta falli leiða þær til sjálfsmorða, en tíðni þeirra er nú á rjúkandi uppleið og enn er svartasta skammdegið framundan með auknu atvinnuleysi og jólahaldi á bótum.
Yfirvöld treysta sér greinilega ekki í einfaldar aðgerðir til að verja þá veikustu og leyfa öðrum að halda áfram með líf sín. Já, líf sín!
Lífum unga fólksins er fórnað, að ástæðulausu. Og til að gera illt verra þá segir unga fólkið ekkert. Því er heldur ekki boðið í viðtöl. Það er bara látið sigla sinn sjó: Falla úr námi, renna á atvinnuleysisskrá og sagt að láta félagslíf eiga sig. Allt sem gefur lífinu gildi. Lífinu, sem forsætisráðherra segir að eigi að trompa réttindi. Er þá sennilega búið að fórna bæði lífum og réttindum, sem og framtíðinni, og þá er fátt eftir.
Er það þetta tromp sem forsætisráðherra er að tala um? Að hún geti trompað líf annarra? Að veira, sem leggst frekar vægt á langflesta, trompi menntun, andlega heilsu og framtíð almennings? Að yfirvöld trompi þegna sína?
Sóttvarnir eru vissulega mikilvægar en þegar þær eru orðnar að hamri, og eina verkfærið í verkfæratöskunni, þá lítur allt annað út eins og nagli.
Réttur til lífs og heilsu trompi önnur réttindi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hræsni Katrínar Jakobsdóttur er yfirgengileg. Hvers vegna veltir enginn upp spurningunni um ráðherraábyrgð? Eða snýst ráðherraábyrgð bara um klukkan hvað ríkisstjórnarfundir eru haldnir? Snýst hún ekkert um hversu marga forsætisráðherra drepur með heimskulegum ráðstöfunum?
Þorsteinn Siglaugsson, 13.10.2020 kl. 08:26
Þorsteinn,
Hjartanlega sammála. Ég fagna því að Sigríður Andersen hafi látið forsætisráðherra svitna aðeins, en forsætisráðherra er í teflon-jakka sem hrindir öllu frekar auðveldlega af sér. Vonandi fær Sigríður fleiri í lið með sér.
Geir Ágústsson, 13.10.2020 kl. 08:47
Sigríður sýnir það enn og sannar að hún er þingmaður sem ber hagsmuni almennings fyrir brjósti og lætur ekkert hræða sig frá að halda þeim á lofti.
Þorsteinn Siglaugsson, 13.10.2020 kl. 09:02
Já, ég verð að taka undir að þegar Sigríður lætur eitthvað frá sér fara, tekur maður sér tíma til að skoða það, yfirleitt með ánægju.
Bestu kveðjur.
Guðjón E. Hreinberg, 13.10.2020 kl. 14:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.