Myndbandið sem lokar COVID-19 umræðunni

Fyrir þá sem hafa áhuga á að loka umræðunni um COVID-19 (lokanir, grímur, skólalokanir, sóttkví og hvaðeina) er hægt að nota myndabandið hér að neðan sem heimild:

Þegar einhver reynir að rökstyðja grímur, lokanir, landamæraskimanir, sóttkví og aðrar hömlur á samfélaginu vegna COVID-19 er nóg að benda á þetta myndband og segja: Opnum, núna! Punktur, búið.

Það tekur um 37 mín að tyggja sig í gegnum þetta en framsetningin er alveg frábær.

Ég legg til að einhver sjónvarpsstöðin setji þetta myndband í útsendingu og að einhver blaðamaðurinn skrifi upp úr því grein. Og auðvitað er rétt að deila því sem víðast á netinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er mjög áhugavert að horfa á dauðsföll per milljón eins og hann gerir. Meira og minna allan tímann hafa alls kyns sóttvarnaráðstafanir verið í gildi, og þær hafa eflaust haft þau áhrif að útbreiðslan hefur orðið minni en ella. Lögun kúrfunnar bendir til að þetta sé að fjara út. Spurningin er hins vegar hvað gerist ef öllum ráðstöfunum yrði hætt? 

Þorsteinn Siglaugsson, 28.9.2020 kl. 09:23

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Þorsteinn,

Þá fær vírussinn loksins að klára verkið: Að ná til þeirra sem eru eftir, sem um leið taka varla eftir því, og inflúensan er svo tilbúin í kjölfarið. Nema að menn opni á sama tíma og inflúensan hefur innreið sína svo við fáum tvær veirur í gangi á sama tíma. Það gæti verið hættulegt. Menn kannski búnir að mála sig út í horn. Nema í Svíþjóð.

Geir Ágústsson, 28.9.2020 kl. 09:59

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hér á Íslandi eru kannski í hæsta lagi 3% með ónæmi. Ef allt verður opnað, setjum við þá ekki heilbrigðiskerfið á hliðina, fyrst ekkert hefur verið gert til að bæta afkastagetu þess?

Þorsteinn Siglaugsson, 28.9.2020 kl. 10:57

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Þorsteinn,

Þú ert þá væntanlega að tala um móteitur. En það eru víst fleiri leiðir til að sigrast á veirunni en mynda mótefni. Til dæmis gætu fyrri kórónuveirur hafa skollið á þér og þú sigrast á þeim án þess að hafa veitt því mikla athygli og þú því kominn með einhvers konar frumuónæmi sem mótefnapróf mælir ekki. 

Taktu svo vel eftir því hvernig svolítið hopp í hlutfalli smita af sýnum leiddi til stórkostlegrar aukningar á smitmælingum innanlands, og fólk "með einkenni" hvatt til að koma í próf en aðrir að sitja heima. Eðlilega "mælast" þá fleiri smit en ella (dauðar veirur jafnvel). Miðað við það sem ég hef séð og lesið og eftir sumar þar sem fólk knúsaðist og kysstist í útilegum þegar var aðeins búið að liðka til finnst mér nokkuð líklegt að veiran hafi komið mun víðar við en hjá 3% þjóðarinnar.

En ef menn vilja nota álag á heilbrigðiskerfið sem mælistiku þá ætti nú ekki að slá í örvæntingu við 1-2 sjúkrarúm. Kerfið hlýtur nú að ráða við meira.

Geir Ágústsson, 28.9.2020 kl. 11:52

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Sá í grein eftir Jóhannes Loftsson um daginn að það væri verið að gera ráð fyrir að T-frumu ónæmi væri 2-3 sinnum ónæmið sem er verið að mæla. Ég er að gera ráð fyrir því í þessum 3%. En auðvitað gæti ónæmið verið orðið töluvert meira núna en í vor. Það er erfitt að segja. Allavega: Miðað við um viku töf frá smitun að sjúkrahúsvist eru kannski 2% þeirra sem hafa greinst að lenda á spítala. Við getum eflaust gert ráð fyrir að smitaðir séu allavega tvöfalt það sem er að greinast. Þá er þetta 1%. Ef þúsund manns væru smitaðir á hverjum tíma þyrfti þá sjúkrarúm fyrir 10, 100 ef þeir eru 10.000 og svo framvegis. Hugsa að það þyrfti alltaf að stýra útbreiðslunni eitthvað, svo ekki fari allt úr böndunum, en ég er að öðru leyti sammála þér um að illskásta leiðin er að reyna að láta þetta ganga yfir, og láta það gerast eins hratt og við ráðum við.

Þorsteinn Siglaugsson, 28.9.2020 kl. 12:02

6 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Fólk hefði gott af að kíkja einnig á viðtölin við Judy Mikovits og Robert F. Kennedy Junior á rásinni "Perspectives on the Pandemic." Fyrir þá sem vilja krafsa í yfirborðið.

Guðjón E. Hreinberg, 28.9.2020 kl. 12:03

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Guðjón,

Ég þarf ekki fleiri myndbönd en það sem ég vísa í. Umræðunni er lokið! cool

Geir Ágústsson, 28.9.2020 kl. 13:59

8 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Eg segi nu bara eins og thu Geir. Umraedunni lokid, opnid!

Godar stundir, med kvedju ad sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 29.9.2020 kl. 01:19

9 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Góð yfirferð hjá honum. Við erum semsagt fórnarlömb afkastagetunnar

Fékk líka útskýringu á því hvers vegna kúrfan er öðru vísi í Ísrael, en hún er eins og í suðurríkjum BNA og Brasilíu.

Ragnhildur Kolka, 29.9.2020 kl. 21:06

10 Smámynd: Guðjón Bragi Benediktsson

Ef þetta er einungis frekar slæm flensa sem kemur brött inn, - og brattari þar sem engin slæm flensa hefur komið í nokkurn tíma. Af hverju þessi hamfara-viðbúnaður?  Eiga landlæknir og sóttvarnarlæknir ofl. ekki að hafa sömu upplýsingar og þessi læknir sem gerir myndbandið? 

Guðjón Bragi Benediktsson, 1.10.2020 kl. 10:35

11 Smámynd: Geir Ágústsson

Guðjón,

Allar upplýsingar, gögn og tölur eru opin gögn. 

Það er t.d. einstaklega gaman að sjá í myndabandinu frá tíma 20:48 hvernig hann ber saman nýjustu gögn um COVID-19 við áratugagömul líkön sem lýsa því hvernig loftslag hefur áhrif á kúrvuna.

Það eina - það EINA - sem yfirvöld víðast hvar eru að skoða eru SMIT. Og það stjórnar algjörlega gjörðum þeirra.

Ekki veikindi.

Ekki áhætta.

Ekki álag á heilbrigðiskerfið.

SMIT, og bara SMIT.

Geir Ágústsson, 1.10.2020 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband