Námsskylda, ekki skólaskylda

Samkvæmt íslenskum lögum er skólaskylda í grunnskólum Íslands og er einstaklingum frá 6 til 16 ára aldurs skylt að sækja þá (nema veittar séu undanþágur), eða svo segir Wikipedia mér.

Börn eru því múlbundin við skóla.

Í Danmörku er ekki skólaskylda heldur kennsluskylda (undervisningspligt). Það er einfaldlega á ábyrgð foreldra að sjá til þess að barnið gleypi í sig grunnskólanámið á einn eða annan hátt.

Kannski finnst einhverjum þetta ekki vera mikill munur, en kannski er þetta gríðarlegur munur. Eðlismunur, frekar en stigsmunur.

Heimakennsla er hratt vaxandi fyrirbæri. Margir foreldrar sjá ekki lengur nytsemina í því að kvelja sálina úr barni sínu innan fjögurra veggja skólastofunnar. Hagsmunaaðilar í núverandi fyrirkomulagi spyrna eðlilega við fótum. Það á ekki að láta slíkt hindra sig í að hugsa í lausnum. Foreldrar eru ábyrgir fyrir börnum sínum, ekki ríkið. Ekki gleyma því.


mbl.is Áform um heimakennslu eru umdeild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Mér hefur lengi fundist þetta merkilegt með Danina og námsskylduna, sem er einnig í Bretlandi skylst mér, ne Danmörk er mesta kommúnistaríki allra tíma.

Guðjón E. Hreinberg, 11.9.2020 kl. 10:34

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Guðjón,

Það er margt í Danmörku sem mætti bera saman við "kommúnisma", en fyrirkomulag menntunar er ekki dæmi um slíkt. Hérna er flóra skóla, menntunar og náms miklu miklu fjölbreyttari en á Íslandi. 

Hér er t.d. listi yfir einkaskóla:

https://privateskoler.dk/skolerne/liste-over-skolerne

Fimmti hver grunnskólakrakki er í kennslu utan opinberu grunnskólanna.

Það er tiltölulega einfalt að stofna til einkaskóla líka, á meðan þú finnur "kúnnana". Fyrir nokkrum árum var t.d. talað um "flugten fra folkeskolen" því yfirvöld gerðu róttækar breytingar (lengdu skóladaginn og afnámu heimanámsið) sem fór ekki vel í alla foreldra sem stofnuðu einkaskóla í hrönnum:

https://www.dr.dk/radio/p1/vaek-fra-folkeskolen/vaek-fra-folkeskolen-1-3

Svo hér er miklu meira aðhald, miklu meiri sveigjanleiki og miklu meira val.

Geir Ágústsson, 11.9.2020 kl. 11:19

3 identicon

Þetta er rétt vinur, börn eru eign ríkisins. Fullorðnir líka.

Af hverju eru annars einstaklingar með "kennitölu"? Af hverju ekki að afnema "nafnið" svokallaða og hafa bara kennitöluna? Þá myndu fleiri sjá hið augljósa: Ríkið eru glæpasamtök og við erum brennimerkt sauðfé á leið í sláturhúsið.

Einar (IP-tala skráð) 12.9.2020 kl. 06:09

4 identicon

Skatttekjur einstaklinga duga ekki fyrir menntakerfinu eins og það er í dag. Nú til dags er hægt að læra hvað sem er fyrir nánast ekkert. Þarna er lag fyrir útsjónarsama. 

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 13.9.2020 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband