Mánudagur, 7. september 2020
Gráðuverðbólgan
Undanfarin ár hefur svokölluð gráðuverðbólga (educational inflation) hrjáð Vesturlönd. Í Danmörku er, eða var a.m.k. um tíma, markmið yfirvalda að 75% allra nemenda ljúki skólagöngu sinni með háskólagráðu. Á Íslandi er nú krafist, eftir því sem kostur er, háskólaprófs til að sinna börnum á leikskólum og til að kenna krökkum að lesa og skrifa. Hugmyndir um að lögreglunám fari á háskólastig voru eitthvað í umræðunni á tímabili.
Á yfirborðinu er alltaf talað um auknar faglegar kröfur. Fólk þarf jú að kunna vélrita og nota tölvur, ekki satt? Það þarf að fylla út miklu fleiri eyðublöð nú eða áður og uppfylla miklu fleiri kröfur til gæða og skriffinnsku, ekki satt?
En auðvitað blasir við að hér eru menn einfaldlega að minnka samkeppni innan starfsstétta. Það er ljóst að laus staða leikskólakennara fær töluvert færri umsækjendur ef háskólapróf er gert að skilyrði. Þar með eykst þrýstingur á launakjörin. Háskólapróf er einfaldlega leið til að minnka framboðið á meðan eftirspurnin er alltaf til staðar.
Mörg fyrirtæki nota líka kröfur um háskólapróf til að fækka umsækjendum. Þetta er leið til að spara mannauðsdeildinni fyrirhöfn.
En nú er kannski eitthvað byrjað að breytast. Í frétt er sagt frá því að fyrirtæki eins og Netflix og Apple séu í auknum mæli að hætta að gera háskólapróf að skilyrði fyrir ráðningu.
Svolítil tilvitnun:
Now prominent companies such as Google and Apple are hiring employees who have the skills required to get jobs done, with or without a degree. LinkedIn found many of todays hottest companies to work for do not require that employees have a college degree.
Þetta eru góðar fréttir. Ég efast um að það verði gert mikið úr þeim á Íslandi en úti í hinum stóra heimi er baráttan við gráðuverðbólguna hafin. Háskólar eru góðir fyrir marga en ekki alla. Háskólapróf sem skilyrði er í raun útilokun á ákveðnu fólki sem á erfitt með að troða sér í ferköntuð form formlegrar háskólagöngu.
Ef við viljum hlífa mannauðsdeildum við álagi og styðja við kjarabaráttu leikskólakennara þá eru til aðrar leiðir en sóa lífum hæfileikafólks með óþarfa bóknámi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:06 | Facebook
Athugasemdir
Það hefur verið vaxandi umræða um þetta víða um heim síðustu árin. Peter Thiel hefur líklega verið háværastur, enda kvetur hann fólk til að sleppa því að fara í háskóla og einbeita sér frekar að því að koma hlutum í verk.
Einnig er áhugavert í þessu samhengi þrotlaust starf John Taylor Gatto um hvernig nútíma menntaverk er á margan hátt orðið staðnað og margar upplistanir hans á fólk sem skaraði langt framúr án menntunar.
Margir vita - og það er auðsannað - að stærstu afrek hugans, og stærstu skref menningarinnar, komu frá fólki sem ekki var rammað inn í steinrunna menntun heldur hafði agað kvika hugsun.
Covid farsinn er einmitt skólabókardæmi um hvernig hin steinrunna stofnanahugsun er bókstaflega kæfandi. Við Íslendingar höfum grobbað okkur af því síðustu fimm áratugina hversu góða menntun við höfum, en ég hef hvergi séð neina umræðu hérlendis um menntun ...
Bestu kveðjur.
Guðjón E. Hreinberg, 7.9.2020 kl. 17:45
hvetur :) ég vélrita of hratt :)
Guðjón E. Hreinberg, 7.9.2020 kl. 17:45
Guðjón,
Takk fyrir hugleiðingar þínar. Langar að vitna í forstjóra Apple sem segir:
"“Our company, as you know, was founded by a college drop-out, so we’ve never really thought that a college degree was the thing that you had to have to do well. We’ve always tried to expand our horizons.”
Góður!
Þekki einmitt marga góða menn sem létu nokkrar kúrsa í háskólanum duga áður en þeir héldu út í lífið, gráðulausir. Og þeir eru frjóir og drífandi menn sem sjá lausnir oftar en flestir aðrir.
Auðvitað er svo kerfi staðnað sem er ríghaldið í rammaverki "námskráa". Slíkar skrár eru ekki annað en girðingar.
Geir Ágústsson, 7.9.2020 kl. 18:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.