Sunnudagur, 6. september 2020
Fyrirsögn: Enginn veiktist
Einn nemandi við Verslunarskólann greindist með kórónuveiruna í gær. Enginn er veikur. Málið er dautt.
Eða hvað?
Aldeilis ekki: Vegna greiningar eru fjórtán nemendur skólans komnir í sóttkví og tveir kennarar til viðbótar.
Hjálpi mér!
Núna sitja sextán hraustir og heilbrigðir einstaklingar heima hjá sér og reyna að láta hluti ganga upp af því einhver nemandi ákvað að fara í próf og greindist með veiru.
Ekki fylgir sögunni hvenær eða hvernig hann smitaðist. Sennilega í einhverju teitinu eða af því hann stóð nálægt manneskju í Krónunni sem talaði hátt í síma og þeytti agnarsmáum dropum út úr sér.
Ennþá er markmið yfirvalda að útrýma smitum í stað þess að eiga við sjúkdóm þeirra sem veikjast. Ekki smitast, heldur veikjast. Þetta var kannski viðeigandi í tímabundnu óvissuástandi en alls ekki lengur.
Sem betur fer er andspyrnan smátt og smátt að rísa upp úr jörðinni. Greinar sem gagnrýna yfirvöld skjóta reglulega upp kollinum og höfundar þeirra engir viðvaningar.
Smit er ekki sjúkdómur! Þetta er mikilvægt að hafa í huga. Við erum að smitast af allskyns veirum og bakteríum á hverjum degi, og engum dettur í hug eltast við slíkt með rándýrum prófunum og lokun landamæra og morði á heilu atvinnugreinunum, nema þegar veiran heitir COVID-19. Það er fyrst að einhver verður veikur að einhver á að gera eitthvað.
Hrausta fólkið nær aldrei að mynda varnarvegg fyrir þá sem eru veikastir fyrir sjúkdómum ef allir eru heima í sóttkví.
Hættum þessari vitleysu.
Nemandi Versló greindist með veiruna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heyr heyr, þjóðin er gengi af göflunm, vegna veiru sem flestir jafn sig á.
Þórdis (IP-tala skráð) 6.9.2020 kl. 15:56
Mér finnst að það ætti að hætta að kalla þetta sóttkví. Sóttkví er eitthvað sem er notað til að halda sjúku fólki frá öðrum.
Það á að kalla þetta stofufangelsi, því það er það sem þetta er.
Þorsteinn Siglaugsson, 6.9.2020 kl. 21:03
Smit er ekki sjúkdómur. En þegar smit mælist er viðkomandi orðinn smitberi. Það þarf ekki að vera með hita, hóstandi og hnerrandi til að smita aðra. AIDS greinist hjá fólki og það getur smitað aðra árum áður en það veikist. Með covid getur fólk smitað og aldrei orðið veikt.
Einn nemandi við Verslunarskólann greindist með kórónuveiruna í gær. Enginn er veikur. Og þeir sem smitberinn umgekkst mest, fjórtán nemendur skólans og tveir kennarar, geta verið með veiruna og orðið smitberar einhverntíman á næstu 2 vikum. Nemandinn er kominn í einangrun og samferðarfólk hans, mögulega sýkt, í sóttkví.
Fólkið sem er í minnstri hættu á að deyja nær aldrei að mynda varnarvegg fyrir þá sem eru veikastir fyrir. Þessir hópar eru aðskildir í þjóðfélaginu og þó annar myndi ónæmi þá er hinn í sömu hættu og fyrr. Hjarðónæmi næst aðeins ef mótefnismyndun nær vissu lágmarki í öllum hópum.
Ennþá er markmið yfirvalda að koma í veg fyrir að fólk smitist og smiti aðra og meðhöndla sjúkdóm þeirra sem smitast og veikjast. Enginn veikist án þess að smitast. Og besta leiðin til að koma í veg fyrir að fólk smitist og smiti aðra er einangrun og sóttkví.
Frá fyrsta degi hefur verið andspyrna við aðgerðir stjórnvalda. Greinar sem gagnrýna yfirvöld skjóta reglulega upp kollinum og höfundar þeirra engir viðvaningar í að gagnrýna stjórnvöld, sama hvað gert er. Innihaldið hefur að mestu verið innantómt röfl fávita sem telja sig knúna til að gagnrýna þó þeir hafi enga þekkingu á málinu og engan áhuga á að afla sér þekkingar.
Vagn (IP-tala skráð) 7.9.2020 kl. 04:04
Þorsteinn,
Hjartanlega sammála. Það er aldeilis búið að auðvelda yfirvöldum að fjarlægja fólk úr samfélaginu, til lengri eða skemmri tíma. Vonandi er það ekki fordæmi á fordæmalausum tímum sem verður nýtt á hefðbundnari tímum.
Vagn,
Þú segir að það sé "ennþá" markmið yfirvalda að koma í veg fyrir að fólk "smitist", en það var alls ekki markmiðið í upphafi. Þú getur fræðst nánar um markmið aðgerða á þessari síðu:
https://www.covid.is/undirflokkar/vidbrogd-a-islandi
Raunar get ég alveg tekið undir þennan texta, og þessi markmið. Þau endurspegla hins vegar ekki raunverulegar aðgerðir/takmarkanir. Því miður.
Geir Ágústsson, 7.9.2020 kl. 06:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.