Úr 2 í 1

Frétt segir:

Hann [Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir] sagði rannsóknir benda til að einn metri á milli einstaklinga minnki líkur á smiti fimmfalt sem er ásættanlegt og auðveldar framkvæmd auk þess að hún hafi virkað vel í skólum landsins. 

Já, mikil ósköp. Svo virðist sem sóttvarnarlæknir hafi loksins farið inn á heimasíðu WHO, þar sem segir:

Maintain at least 1 metre (3 feet) distance between yourself and others. Why? When someone coughs, sneezes, or speaks they spray small liquid droplets from their nose or mouth which may contain virus. If you are too close, you can breathe in the droplets, including the COVID-19 virus if the person has the disease.

Nú eða hringt í einhvern í Danmörku, en þar hefur síðan í byrjun maí verið 1 metra regla og enginn talað um að það hafi bætt á vandann. Þvert á móti hefur fólk miklu raunhæfari möguleika á að virða 1 metra en 2 metra, og tekur það því alvarlegar. 

Það tekur flöskuskeyti langan tíma að berast til Íslands en á endanum tekst það, og það opnað og lesið.

Annars ætla ég að taka fram að ég tel sóttvarnarlækni hafa staðið vaktina vel, sem slíkur. Ég hef ekkert á móti honum, hans ráðleggingum og hans tilmælum. Hann er sóttvarnarlæknir og hugsar um sóttvarnir (nema þegar honum leiðist). Ég er hins vegar steinhissa á því að stjórnvöld hafi valið að setja nánast öll önnur sjónhorn ofan í skúffu og þar með kafsiglt hagkerfinu án þess að bjarga einu einasta mannslífi, og jafnvel þvert á móti ýtt mörgum hættulega nálægt bjargbrúninni.

Eða er ekki orðið illt í efni þegar embættismaður biður yfirvöld vinsamlegast um einblína ekki á eigin orð og byrja að „taka tillit til annarra hagsmuna“?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það voru einhverjir snillingar að komast að því í vikunni að tveir metrar væru í raun og veru alltof lítið. Það þyrftu að vera átta metrar ef vel á að vera. Hver maður ætti því með réttu að hafa 200 fermetra svæði út af fyrir sig. Ég legg eindregið til að Sóttólfur og Kári klári kynni sér þetta og sannfæri Kötu litlu um að fara þessa leið. Því það má jú enginn smitast af flensunni, ekki satt?

Þorsteinn Siglaugsson, 3.9.2020 kl. 16:56

2 identicon

Mat manna á því hvað sé ásættanleg áhætta er einstaklingsbundin. Hver hefur sína skoðun á því vort það á að vera metri eða tveir, reykskynjari í hverju herbergi eða sumum, 80 km hámarkshraða eða 90. Oftast er ekki til neitt eitt rétt mat og það má skipta um skoðun mörgum sinnum á dag.

P.s. Ef það þyrftu að vera átta metrar milli manna þá nægir hverjum 50 fermetra svæði út af fyrir sig.  200 fermetra ef það eiga að vera átta metrar í þann punkt sem átta metrar næsta manns enda. En væntanlega mundu fáir ef nokkrir þekja allt yfirborð síns hringlaga helgunarsvæðis.

Vagn (IP-tala skráð) 3.9.2020 kl. 22:02

3 Smámynd: Geir Ágústsson

"Mat manna á því hvað sé ásættanleg áhætta er einstaklingsbundin."

Hjartanlega sammála því. En það minnir mig á atriði úr Seinfeld ("The Close Talker"):
https://www.youtube.com/watch?v=sRZ5RpsytRA

Geir Ágústsson, 4.9.2020 kl. 06:43

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það þurfa að vera átta metrar í næsta mann, svo einn einstaklingur þarf 200 fermetra. Það þýðir hins vegar ekki að fjórir einstaklingar þurfi 800 fermetra samanlagt. Passa að rugla þessu tvennu ekki saman.

Þorsteinn Siglaugsson, 4.9.2020 kl. 14:34

5 identicon

Fjórir einstaklingar þurfa 200 fermetra, þrír 150, tveir þurfa 100 fermetra og þá eru í öllum tilfellunum 8 metrar á milli þeirra. Það þurfa ekki að vera 8 metrar í 8 metra næsta manns.

Hverjum einstaklingi nægja 50 fermetrar til að halda 8 metrum í næsta mann.

Vagn (IP-tala skráð) 4.9.2020 kl. 17:32

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Vonum að sóttvarnarlæknir haldi fast í 1 meter. Það er uppskriftin að "nokkuð" eðlilegu samfélagi, og passleg fjarlægð meira að segja utan veirutíma.

Geir Ágústsson, 4.9.2020 kl. 18:41

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hver er ástæða þess að þú endurtekur það sem ég var að enda við að segja og birtir af því mynd Vagn? 

Þorsteinn Siglaugsson, 4.9.2020 kl. 23:50

8 identicon

"Það þurfa að vera átta metrar í næsta mann, svo einn einstaklingur þarf 200 fermetra." Rangt. Helgunarsvæði hvers einstaklings þarf bara að vera 50 fermetrar til að halda 8 metrum milli manna en þú heldur þig þurfa 200 fermetra til þess. Myndin sýnir að það er rangt hjá þér, 50 fermetrar nægja öllum til að halda 8 metra fjarlægð þeirra sem reglan nær til.

Vagn (IP-tala skráð) 5.9.2020 kl. 00:57

9 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Til að halda átta metrum milli manna þarf helgunarsvæði hvers einstaklings, þ.e. svæðið að næsta einstaklingi, að vera 200 metrar. Myndin sýnir helgunarsvæðið að helgunarsvæði næsta einstaklings, ekki að næsta einstaklingi. Ég er ekki góður í stærðfræði, en þú ert 150 fermetrum verri greyið.

Þorsteinn Siglaugsson, 6.9.2020 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband