Fimmtudagur, 3. september 2020
Hin íslenska sænska leið
Þrjú börn hafa verið fjarlægð af heimili sínu í Svíþjóð eftir að foreldrar þeirra lokuðu þau inni í fjóra mánuði af ótta við kórónuveirufaraldurinn.
Þarna er þá kannski sænska leiðin sem Íslendingar völdu, að hluta a.m.k. upp á síðkastið, að fara: Að reyna læsa loftborna veiru úti og koma í veg fyrir smit.
Markmiðið er þá ekki að reyna verja heilsu fólks.
Markmiðið er ekki að hlífa heilbrigðiskerfinu.
Markmiðið er ekki að dreifa smiti yfir lengri tíma.
Nei, markmiðið er að læsa veiru úti, sem er auðvitað ekki hægt.
Kannski það sé kominn tími til að taka upp hina sænsku leiðina, sem er sú jarðtengda hugsun að heilbrigt fólk fær í sig allskyns óværu, en flestir sigrast einfaldlega á henni og myndar varnarvegg fyrir hina sem þola slíkt verr.
Óttuðust faraldurinn og lokuðu börnin inni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.