Þriðjudagur, 1. september 2020
Varúð! Blaðamaður skrifar frétt!
Í frétt segir:
"Þúsundir hvítra bænda voru þá hraktar á brott frá landi sínu, oft með ofbeldi. ..."
"... en þær [landtökurnar] urðu á endanum til þess að skaða efnahag landsins ..."
Val á orðum getur verið misvísandi.
Umrædd frétt segir frá landtökum yfirvalda í Simbabve á eignum hvítra bænda. Þar var hvítum bændum bolað frá löndum sínum. Ekki "oft með ofbeldi", sem "skaðaði efnahag landsins". Nei, með grimmd, sem eyðilagði efnahag landsins. Munurinn á "skaðaði" og "eyðilagði" ætti að blasa við. Að segja "oft með ofbeldi" frekar en "morðum og nauðgunum" er líka augljós fegrun á aðstæðum.
Það ber að varast fréttir skrifaðar af blaðamönnum. Nauðgun verður klapp á rassinn, og brunnið hús, ásamt öllu innbúi, verður að svolitlum bálkesti.
Simbabve býðst til að skila landareignum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það ætti einhver að spyrja blaðamanninn að því hvernig maður hrekur fólk burt af landareign þess án ofbeldis.
Þetta minnir svolítið á barnaútvarpsþáttinn þar sem fjallað var um Berlínarmúrinn og staðhæft að hann hefði reistur til að "aðgreina borgarhlutana" (hver svo sem tilgangurinn var með því), en að vísu viðurkennt að hann hefði einnig haft þann tilgang að hindra að fólk flyttist milli þeirra, "aðallega" frá austri til vesturs.
Þorsteinn Siglaugsson, 1.9.2020 kl. 21:21
Fingurkoss á hægri kinn fyrir þetta Geir.
"Fréttaskrif" nýuppfærðra v.2 Marxista eru að verða svo hlægileg að maður er hættur að nenna að lesa þau sem neitt annað en þau eru: "Kúgarinn og hinn kúgaði" + "Fölsk meðvitund".
Kærar þakkir og kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 1.9.2020 kl. 22:47
... Gunnar og Geir, við fáum helling að skrifa um í staðinn :) þið verðið að viðurkenna að Covid brjálæðið er á við Selvogsbankann og Smuguna í einu kasti.
Guðjón E. Hreinberg, 1.9.2020 kl. 23:39
Já það er nú það...
Ég er ekki enn búinn að opna, en það kemur samt að því: www.selvogsbanki.is
Vildi ekki að bankinn lenti í höndum hrægamma. Þar er því ekki smuga lengur.
Gunnar Rögnvaldsson, 2.9.2020 kl. 02:34
Þorsteinn,
Frábær upprifjun. Viðskiptablaðið tók þetta raunar fyrir, í hvössum tón:
https://www.vb.is/skodun/fall-berlinarmursins-og-krakkar-ruv/158465/
En já, það er nóg að skrifa um, nema nýlegur ríkisstyrkur til Moggans feli í sér ákvæði um að loka moggablogginu.
Mér lýst vel á stofnun Selvogsbankans. Mín niðurstaða á sínum tíma væri sú að hann sé ekki heppilegur fyrir útsjávarræktun á þorski, en það er eflaust hægt að gera sér eitthvað fleira þarna til dundurs.
Geir Ágústsson, 2.9.2020 kl. 07:37
Talandi um persónulegar skoðanir fréttamann
þá held ég að þann daginn sem visir.is eða RUV.is skrifa eitthvað jákvætt um Trump verði dagurinn sem frýs í helvíti eða á ensku "when pigs fly"
Annars má stundum lauma þessu inn án þess að lesendur taki eftir einsog þegar einhver skrifaði eða sagði að einhver her hafi dregið sig til baka og tekið drápstól sín með sér. Líkt og venjan sé að herir skilji hernaðargögn sín bara eftir og ætli sér að ná í þau síðar við hentugt tækifæri.
Grímur Kjartansson, 2.9.2020 kl. 16:54
Nei Geir, þeir voru ekki hraktir frá sínum jörðum,
heldur slátrað, myrtir, og allt í nafni BLM.
Sorglegt en satt.
Ef fólk myndi lesa bókina "Tears of Africa".. þar
sem bændur sem sluppu frá því að vera drepnir segja
frá því hvernig að þessu var staðið, þá fyrst myndi fólk
skilja hvernig drullusokkurinn hann Mugabe breytti
perlu Afríku í ruslahaug.
En má segja þetta án þess að vera kallaður rasisti.??
Sannleikur engvu að síður.
Sigurður Kristján Hjaltested, 2.9.2020 kl. 18:06
Sigurður,
Auðvitað má segja frá þessu, og á að gera það! Sérstaklega þegar fjölmiðill er að reyna henda rósablóðum yfir líkhrúgurnar.
Geir Ágústsson, 2.9.2020 kl. 18:53
Ótrúleg þessi umfjöllun heilaþvottavélarinnar Krakka-RÚV um Berlínarmúrinn. Greinin á VB sýnir vel hvað umfjöllun RÚV gerir lítið úr einni verstu kúgunarstjórn 20. aldarinnar, með því að lýsa múrnum sem einhverri sjálfsagðri aðgerð í skipulagsmálum Berlínar. Ætli Dagur B. Eggertsson hafi haft hönd í bagga með gerð þáttarins?
Ég veit ekki hvað á að gera við menningarmarxistana á RÚV. Réttast væri að senda þá í fangabúðir í Norður-Kóreu í nokkur ár og sjá hvort viðhorf þeirra breytist eitthvað við stutta viðveru í þannig sumarbúðum.
Theódór Norðkvist, 2.9.2020 kl. 22:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.