Fimmtudagur, 13. ágúst 2020
Ásetningur og afleiðingar
Stjórnmálamenn vilja bjarga umhverfinu. Auðvitað. Með sköttum og lögum er hægt að bjarga umhverfinu!
Slíkur ásetningur hefur leitt til allskyns löggjafar, t.d. löggjöf sem takmarkar magn vatns sem má fara í gegnum sturtuhaus. Þetta var ágætlega tekið fyrir í Seinfeld-þætti á sínum tíma - sjá myndskeið hér að neðan.
En svo koma afleiðingarnar í ljós. Fólk getur ekki þvegið sér! Hvað er til ráða?
Það má t.d. leita til svarta markaðarins.
Það má fikta við dótið og reyna að breyta virkninni.
Svo er auðvitað bara hægt að vera lengur í sturtu eða fylla baðkar. Fólk vill sitt bað. Lögin gleymdu bara að taka tillit til þess.
Svipuð keðjuverkum ásetnings og afleiðinga finnst mjög víða. Og fólk aðlagast gjarnan. En stjórnmálamaðurinn fær sinn nætursvefn, þess fullviss um að hann hafi bjargað heiminum.
Lögum um sturtuhausa breytt til að þjónka Trump | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Í einum andardrætti lýsir fólk yfir sinni vanþóknun á stjórnmálamönnum en í næsta andardrætti lýsir það yfir því hvað það vill að stjórnmálamenn búi til lög svo að heimurinn verði betri.
Mofi, 13.8.2020 kl. 10:20
Fínn brandari hjá Seinfeld. Það er ekkert mál að rífa flæðitakmarkandi síurnar úr sturtuhausnum. þær eru við inntakið, rétt innan við skrúfganginn á sturtuhaushandfanginu. Starfsmaður hjá pípulagnadeild Byko fjarlægði síurnar fyrir mig er ég kvartaði yfir litla rennsli og hann þekkti þetta vandamál greinilega. Allir sturtuhausar sem fást á Íslandi eru með þessum búnaði. Þetta er víst Evrópsk reglugerð.
Guðjón Bragi Benediktsson, 13.8.2020 kl. 10:31
Sem þýðir dýrari vara og svo vandamál fyrir neytandann svo þetta rugl er eitthvað sem enginn græðir á nema að láta einhverjum pólitíkusum líða betur. Láta þá halda að þeirra tilvist er til einhvers góðs þegar sannleikurinn er sá að nei, það hefði verið betra en þú hefðir bara haldið þig heima og horft á Seinfeld.
Mofi, 13.8.2020 kl. 10:39
Það er sjálfsagt að reyna að takmarka vatnsnotkun á svæðum þar sem neysluvatn er af skornum skammti. En eins og bent er á hér er óvíst að það markmið náist með því að takmarka rennsli í gegnum sturtuhausa. Skynsamlegra er að beita verðlagningu til að takmarka notkunina. Á frjálsum markaði gerist það af sjálfu sér. Sé markaðurinn undir ríkiseinokun þarf pólitíska ákvörðun til.
Þorsteinn Siglaugsson, 13.8.2020 kl. 10:57
Vegna vatnsskorts og verðlags:
https://andriki.is/2000/04/01/laugardagur-1-april-2000/
Einnig (frá Bandaríkjunum):
"But what was once a breathtaking accomplishment—raising cotton in a desert—has become something that Wuertz pursues with a twinge of doubt chipping at his conscience. ... Wuertz could plant any number of crops that use far less water than cotton and fill grocery store shelves from Maine to Minnesota. But along with hundreds of farmers across Arizona, he has kept planting his fields with cotton instead. He says he has done it out of habit, pride, practicality, and even a self-deprecating sense that he wouldn’t be good at anything else. But in truth, one reason outweighs all the others: The federal government has long offered him so many financial incentives to do it that he can’t afford not to."
Federal Dollars Are Financing the Water Crisis in the West
Geir Ágústsson, 13.8.2020 kl. 11:32
Í lýðræðisríkjum, til að mynda Danmörku, vilja ríkisstjórnir og sveitarstjórnir gera eitthvað ákveðið vegna þess að meirihluti almennings vill það, sem er kallað lýðræði.
Og almenningur ræður hvar hann býr, sem er einstaklega auðvelt á Evrópska efnahagssvæðinu, og sumir velja að búa í Danmörku, þar sem skattar eru með þeim hæstu í heiminum.
Fátt fellur hins vegar að heimsmynd öfgahægrikarlanna og því eru þeir óánægðir með nánast hvaðeina.
Vatnslagnir eru ekki ókeypis, einhverjir þurfa að leggja þær og annast viðhaldið.
Og fjölmörg gæði eru takmörkuð, þannig að greiða þarf fyrir aðgang að þeim.
Hreint vatn og loft er víða ekki fyrir hendi, mikil mengun er algeng og kostnaður fylgir því að minnka mengunina.
Sem minnst mengun og góð heilsa eru hins vegar mestu lífsgæðin í öllum heiminum og menn fá fátt ókeypis, hvort sem þeir búa í lýðræðisríkjum, kommúnistaríkjum eða fasistaríkjum.
Þorsteinn Briem, 13.8.2020 kl. 12:28
Þorsteinn Briem,
Ertu viss um að þú sért að skrifa athugasemd við rétta færslu?
Geir Ágústsson, 13.8.2020 kl. 13:10
Einusinni var talsverður vatnsskortur í Bretlandi og þá veitti Kalli Bretaprins þeim hótelum sem settu hleðslusteina í klósettkassan - verðlaun
Hugmyndin var að minnka það vatnsmagn sem notað var til að sturta niður en í dag eru flestir með 2 niðursturtumöguleika eftir því hvort fólk hafi gert stórt eða bara pissa
Ég held nú að litli takinn sé mjög lítið notaður
Grímur Kjartansson, 13.8.2020 kl. 18:56
Geir, skemmtilegt dæmi hvernig heimska pólitíkusa hreinlega býr til skort.
Mofi, 13.8.2020 kl. 22:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.