Miðvikudagur, 5. ágúst 2020
Lyf og lyf
Allskyns plöntur og sveppir hafa verið notaðar til að lækna kvilla, lina sársauka og framkalla ýmis hughrif frá örófi alda. Kannabisplantan er t.d. eins konar hlaðborð. Úr henni er ekki bara hægt að vinna allskyns lyf og efni heldur líka hráefni í fatnað og reipi, meðal annars. Ég þekki manneskju sem fór á skipulagt sveppa"trip" og hætti í kjölfarið algjörlega að reykja. Krabbameinssjúklingar geta notað kannabis til að auka matarlyst sína. Notagildi plantna og sveppa er nánast óendanlegt.
En hvað gerist þegar ódýr og aðgengileg náttúrulækningalyf flækjast fyrir hagsmunaaðilum? Jú, sömu hagsmunaaðilar æða inn á skrifstofur þingmanna og biðja um lögbann.
Fíkniefni!
Vímuefni!
Lög eru sett sem banna fullorðnum einstaklingum að setja efni að eigin vali í eigin líkama. Lögleg viðskipti færast yfir á svarta markaðinn. Glæpamenn byrja að einblína á fíknina og vímuna og efnin verða sterkari og hættulegri, og auðvitað dýrari sem rekur viðskiptavinina í glæpi til að fjármagna neysluna.
Sem betur fer virðist þessi þróun hægt og rólega að vera snúast við. Kannabis hefur víða verið gert löglegt, eða a.m.k. hætt að vera ólöglegt. Portúgal er hætt að fylla fangelsi af friðsölum fíklum. Hollendingar hafa alltaf umborið hin vægari fíkniefni. Í Danmörku lítur lögreglan að miklu leyti framhjá jónureykingum á útihátíðum. Meira að segja Íslendingar, sem banna allt sem einhver bannar, eru byrjaðir að ræða svokallaða afglæpavæðingu neysluskammta.
Það er samt viðbúið að einhver spyrni við þessari þróun. Lyfjafyrirtækin eiga greiðan aðgang að stjórnmálamönnum, bæði innan ríkja og í ríkjasamtökum. Þau vilja viðhalda háum reglugerðamúrum og rándýrum klínískum prófunum til að verja tæknilega einokunarstöðu sína. Þau munu snúa allri náttúrulækningaumræðunni á höfuðið og tala um að eiturlyf og fíkniefni séu nú að renna ofan í grunlaust fólk. Og fólk sem lætur sannfæra sig um öll boð og bönn tekur undir.
En vonum ekki.
Töfralyf gætu orðið að veruleika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:33 | Facebook
Athugasemdir
16.10.2019:
Miðflokkurinn hættur að drekka á Klaustri og leitar nú matar og vímu á umferðareyjum
Þorsteinn Briem, 5.8.2020 kl. 20:16
Sveppir sem valda ofskynjunum Miðflokksins
Þorsteinn Briem, 5.8.2020 kl. 20:24
Takk fyrir þetta. Góð fræðsla!
Það kemur mér á óvart að vímuvaldandi sveppir séu ekki ólöglegir á Íslandi. Hvað með kannabisplöntur sem vaxa í náttúrunni?
Geir Ágústsson, 5.8.2020 kl. 21:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.