Líkön og samfélag

fort-dennison-sea-levelsTilhneiging fólks til að treysta líkönum fyrir lífi sínu og samfélagi virðist vera að aukast. Tölvulíkön eru notuð til að spá fyrir um veðrið í nokkra daga, þróun á hitastigi loftslagsins í nokkra áratugi, hæð sjávarmáls og útbreiðslu sjúkdóma. Margir trúa þessum líkönum, e.t.v. með fyrirvara (hver trúir 3ja daga veðurspánni?). En eiga líkön að hafa svona mikil völd?

Líkön voru notuð til að réttlæta stórkostleg ríkisinngrip í samfélagið þegar veira fór á stjá. Þau reyndust röng. Þau hafa lengi verið notuð til að spá fyrir um hitastigið á loftslagi Jarðar, en ekki spáð neinu rétt. Sjávarmál hækkar í sífellu í líkönunum en reynist óbreytt í raunveruleikanum. Ísbjörnum fjölgar og ísbreiður heimskautanna vaxa, en líkönin segja hið gagnstæða. 

Auðvitað er gott og gilt að búa til allskyns líkön. Þau eiga hins vegar ekki að koma í staðinn fyrir heilbrigða skynsemi. Tölfræðingar og forritarar tala kannski með sannfærandi hætti, en þeir eru ekki kóngar og drottningar.


mbl.is Spálíkanið gæti reynst áhrifamikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hægriöfgakarlarnir þykjast alltaf vita betur en vísindamennirnir. cool

Þorsteinn Briem, 3.8.2020 kl. 18:18

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.8.2015:

"Yf­ir­borð sjáv­ar hef­ur hækkað um rúma sjö sentí­metra að meðaltali á heimsvísu frá ár­inu 1992 vegna hlýn­un­ar sjáv­ar og bráðnun­ar íss á landi. cool

Hækk­un­in virðist hraða á sér og sjáv­ar­staðan hækkar um metra fyr­ir lok þess­ar­ar ald­ar ef fram fer sem horf­ir, sam­kvæmt rann­sókn­um vís­inda­manna banda­rísku geim­vís­inda­stofn­un­ar­inn­ar NASA.

Í þúsund­ir ára hef­ur yf­ir­borð sjáv­ar verið nokkuð stöðugt og menn hafa komið sér fyr­ir á strandsvæðum um alla jörðina. cool

Und­an­far­in fimm­tíu ár hef­ur yf­ir­borðið hins veg­ar byrjað að hækka hratt vegna hnatt­rænn­ar hlýn­un­ar af völd­um manna."

"Græn­lands­jök­ull einn og sér get­ur haft gríðarleg áhrif á sjáv­ar­stöðu jarðar.

Jökullinn hef­ur bráðnað hratt und­an­farna ára­tugi og hyrfi hann all­ur hækkar yf­ir­borð sjáv­ar um sex metra. cool

Bráðnun­ar­tíma­bilið á Græn­lands­jökli var­ir nú um sjö­tíu dög­um leng­ur á ári en það gerði við upp­haf áttunda ára­tug­ar síðustu ald­ar."

Höf jarðar rísa hratt

Þorsteinn Briem, 3.8.2020 kl. 18:41

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvítabjörn - Náttúrufræðistofnun Íslands:

"Loftslagsbreytingar með tilheyrandi hlýnun undanfarna áratugi eru þegar farnar að hafa sýnileg áhrif á norðurhjaranum.

Jöklar bráðna og yfirborð þeirra og útbreiðsla minnkar, hafís er þynnri og sum svæði leggur ekki nema yfir háveturinn. cool

Hvítabirnir fara ekki varhluta af þessum breytingum og hefur þegar verið sýnt fram á neikvæð áhrif hlýnunar á lífshætti þeirra og afkomu." cool

"Þau ríki sem eiga land að heimkynnum hvítabjarnarins standa saman að verndun hans með samningi sem undirritaður var í Osló árið 1973.

Markmið samningsins er að vernda hvítabjörninn og búsvæði hans, sem og að tryggja sjálfbæra nýtingu hvítabjarnarstofna.

Aðildarlöndin skiptast á þekkingu og starfa saman að verndun hvítabjarna, ásamt rannsóknum, vöktun og stjórnun.

Á Grænlandi voru árið 2005 samþykkt lög sem fela í sér bann við truflun á fengitíma og friðun birna með húna. Um leið voru teknir upp veiðikvótar þar í landi.

Árið 2006 skilgreindi Alþjóðanáttúruverndarsambandið (IUCN) hvítabjörninn sem tegund í yfirvofandi hættu (Vulnerable, VU) á hnattvísu. cool

Starfshópur IUCN um málefni hvítabjarnarins (PBSG) spáir 30% hnignun stofnsins á hnattvísu á næstu 45 árum vegna loftslagsbreytinga og eiturefna í umhverfinu.

Á Grænlandi og Svalbarða er hvítabjörninn einnig skilgreindur í yfirvofandi hættu. cool

Hvítabjörn hefur verið metinn á válista spendýra."

Þorsteinn Briem, 3.8.2020 kl. 19:22

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

16.5.2013:

"Niðurstöður nýrrar könnunar á þúsundum rannsókna sem gerðar voru á árunum 1991-2011 sýna yfirgnæfandi og vaxandi samstöðu meðal vísindamanna um að mannkynið beri langmesta ábyrgð á hlýnun jarðar. cool

Rúmlega 97% rannsókna á tímabilinu komust að þessari niðurstöðu." cool

"Vísindamenn frá Bandaríkjunum, Ástralíu og Kanada skoðuðu yfir fjögur þúsund vísindarannsóknir sem gerðar höfðu verið 1991-2011, þar sem afstaða var tekin til þess hvort að mannkynið bæri ábyrgð á hnatthlýnun.

Rúmlega tíu þúsund vísindamenn voru skrifaðir fyrir rannsóknunum.

Niðurstöðurnar voru skýrar, yfir 97% sögðu að hnatthlýnun væri af mannavöldum.

Þá fór fjölda þeirra, sem töldu aðrar útskýringar líklegri, fækkandi eftir því sem leið á tímabilið sem var til skoðunar." cool

Nær allir vísindamenn sammála um orsakir hnatthlýnunar

Þorsteinn Briem, 3.8.2020 kl. 19:29

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Það fer að verða tímabært að endurnýja aðeins og uppfæra copy-paste tenglasafnið í mbl.is

Geir Ágústsson, 3.8.2020 kl. 19:42

6 identicon

Þorsteinn.  Allt sem þú skrifaðir er bull. 

Kalli (IP-tala skráð) 3.8.2020 kl. 19:49

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Kalli,

Fyrir utan einstöku uppnefni þá er Þorsteinn ekki endilega að segja vitleysu. Hann segir hins vegar nokkra aðra hluti:

1) Endursegir ákveðna heimsmynd, sem byggist á ákveðnum túlkunum

2) Endursegir gamalt efni sem tíminn hefur svo smátt og smátt grafið undan

3) Endursegir skoðanir blaðamanna á vefdeild Morgunblaðsins, sem ég hef heyrt að séu svo til án handleiðslu reyndari blaðamanna/ritstjóra

Geir Ágústsson, 3.8.2020 kl. 20:06

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Vandinn við líkön er sá að ef gögnin sem þau nota eru ófullkomin verða niðurstöðurnar einnig ófullkomnar.

Vandinn við notkun líkana er sá að svo virðist sem í sívaxandi mæli séu vísindamenn að reiða sig á niðurstöður líkana sem þeir vita að byggja á ófullkomnum, jafnvel alröngum gögnum.

Ég veit ekki að hvaða marki þetta kann að eiga við um loftslagsmálin. En við sjáum þetta afar skýrt í umræðunni um kórónaveiruna. Það liggur alveg ljóst fyrir að tölur um fjölda smitaðra eru víðsfjarri veruleikanum. Samt eru þessar tölur notaðar til að komast að niðurstöðu um hversu hættulegur sjúkdómurinn sé. Að baki þessu liggur hugsanlega tilhneiging til að reiða sig á gögn, sem er svo sterk að jafnvel þótt vitað sé að gögnin eru röng er samt notast við þau.

Þorsteinn Siglaugsson, 4.8.2020 kl. 00:46

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Mér var einu sinni kennd hugsunin "junk in, junk out" þegar kemur að svona.

Ég heyrði líka fyrirlestur frá ungri konu sem vann við "machine learning" og aðra líkanasmíði. Hún sagðist eyða yfir 70% af tíma tímum að taka til í gögnum og fjarlægja vitlausa gagnapunkta eða rangvísandi. Mig grunar að margir sleppi því leiðindarstarfi og komi sér beint í að spá fyrir um framtíðina.

Geir Ágústsson, 4.8.2020 kl. 11:35

10 Smámynd: Guðjón Bragi Benediktsson

Ef Grændlandsjökull bráðnaði allur myndi sjávarborð hækka mikið. Ef loftsteinabeltið umhverfis jörðu hrapaði til jarðar myndi allt líf þurrkast úr. Ef eldgos og jarðskjálftar aukast gríðarlega mun það hafa slæm áhrif á efnahagslífið. Ef ísöldin kæmi aftur yrði vonandi þægilegra loftslag í Afríku (þar er allt of heitt) og þá yrði nú gaman að lifa. Ef amöburnar og fiskarnir skriðu aftur á land og þróuðust vona ég að þær verði siðferðilega frambærilegar lífverur er fram líða stundir. Ég hef ekki áhyggjur af gáfnafari þeirra afkvæma, það verður ólíklega minna en Rúv- og pólitísk rétttrúaðra.

Guðjón Bragi Benediktsson, 4.8.2020 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband