Sunnudagur, 2. ágúst 2020
Neytendur og tortryggni
Tortryggnir neytendur eru verðmætir neytendur. Þeir þrýsta á gegnsæi, betra verð, bætta þjónustu, meira úrval, snyrtimennsku, hagkvæmni og skilvirkni. Þeir spyrja spurninga, færa viðskipti sín annað eða hóta því og gefa fyrirtækjum vísbendingar um hvar þarf að bæta sig.
En þurfum við nokkuð á tortryggnum neytendum að halda? Við búum jú við lagaramma þar sem fyrirtæki þurfa að sækja um leyfi fyrir allskyns hlutum, fá ekki að sundrast og sameinast nema veita yfirvöldum rækilegan rökstuðning fyrir slíku, búa við stíft opinbert eftirlit og þurfa að innleiða allskyns ferla og fyrirkomulag svo allir fái sanngjörn laun, þrífi hjá sér klósettin og mismuni ekki fólki á grundvelli einstaklingsbundinna eiginleika.
Við getum til dæmis treyst bönkunum, ekki satt? Þeir eru jú undir stífu eftirliti og þurfa að fylgja mörg hundruð blaðsíðum af regluverki í starfsemi sinni.
Við getum líka treyst öllum sérvöruverslunum með kjöt og fisk ekki satt? Þær eru jú undir stífu eftirliti allskyns stofnana sem fylgjast með hreinlæti, meðhöndlun á hrávöru og hafa skoðun á því hvar niðurföllin eigi að vera.
Og svo eru það blessuðu samfélagsmiðlarnir. Er ekki löggjöf í Evrópusambandinu um meðferð persónuupplýsinga? Slakið á, regluverkið passar gögnin!
Maður í sáttahug gæti sagt: Við þurfum bæði hið stífa opinbera eftirlit og hina tortryggnu neytendur. En staðreyndin er sú að mikið opinbert regluverk sem er fylgt eftir með miklu opinberu eftirliti slævir neytendur, og ætti reynsla Íslendinga af bönkum að duga sem ágætt dæmi um slíkt. Neytendur slaka á verðinum og treysta því að regluverkið passi upp á allt. Fyrirtæki geta um leið slakað á verðinum og sparað sér ómakið að innleiða staðla og gæðakerfi sem duga oft betur en lagatextar hins opinbera, og tryggja um leið sveigjanleika í rekstri til að innleiða nýjungar og umbætur.
Og um leið blasir við að mikið regluverk er dýrt og þungt í vöfum og virkar beinlínis eins og samkeppnishamlandi múr sem dregur úr innkomu nýrra aðila með ferskar hugmyndir.
Tortryggnir neytendur eru hollasta hráefnið í vel heppnuðu markaðshagkerfi. Þeim ber að hrósa, og fyrir þá ber að þakka.
Ungt fólk hættir á samfélagsmiðlum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:51 | Facebook
Athugasemdir
Hér á Klakanum gátu menn ekki treyst mörlensku viðskiptabönkunum áður en þeir og Seðlabanki Íslands urðu gjaldþrota haustið 2008 meðal annars vegna þess að frjálshyggjumaður var forstjóri Fjármálaeftirlitsins og virtist vilja sem minnst afskipti af bönkunum.
Og mörlensku viðskiptabankarnir buðu starfsmönnum Fjármálaeftirlitsins hærri laun, þannig að sumir þeirra fluttu sig yfir til bankanna og eftirlitið með bönkunum varð því enn erfiðara en ella.
Þorsteinn Briem, 2.8.2020 kl. 18:50
11.12.2009:
"Ég hef verið í þeim hópi sem hafði miklar áhyggjur af þróun mála hér á landi allt frá árinu 2003 og varaði við innan og utan Landsbankans," segir Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur.
"Lækkun bindiskyldu Seðlabankans á því ári [2003] skapaði um 800 milljarða króna útlánagetu hjá innlendum lánastofnunum. Sú útlánageta fann sér framrás meðal annars í íbúðalánum.
Hækkun lána og lánshlutfalls Íbúðalánasjóðs á árinu 2004 var olía á eldinn," segir Yngvi Örn í ítarlegu viðtali í helgarblaði DV.
"Tvennar stóriðju- og virkjanaframkvæmdir á árunum 2004 til 2008, sem juku innlenda fjárfestingu um 40 prósent á ári, hlutu að leiða til ofþenslu.
Tilslakanir í ríkisfjármálum, meðal annars lækkun skatta frá 2005 og miklar opinberar framkvæmdir, hlutu einnig að magna vandann."
Þorsteinn Briem, 2.8.2020 kl. 18:58
17.12.2005:
"Alpan hf. hefur ákveðið að flytja álpönnuverksmiðju sína frá Eyrarbakka til bæjarins Targoviste í Rúmeníu."
"Þórður Bachmann framkvæmdastjóri segir að fyrirtækið keppi á alþjóðlegum mörkuðum og þar hafi samkeppnin harðnað á undanförnum árum á sama tíma og rekstrarumhverfi fyrirtækja í útflutningi hafi versnað stórlega, bæði vegna aukins innlends kostnaðar, skorts á vinnuafli og mjög hás gengis krónunnar.
Ekki er við því að búast að starfsumhverfið batni á næstunni að mati Þórðar, því auk álversframkvæmda og virkjana sem þeim fylgja hafi hið opinbera miklar framkvæmdir á prjónunum næstu ár."
Álpönnuverksmiðjan flutt frá Eyrarbakka til Rúmeníu
Þorsteinn Briem, 2.8.2020 kl. 19:02
9.3.2008 (fyrir Hrunið hér á Íslandi haustið 2008):
Íslendingar skulda mest í heimi
Heildarskuldir íslenskra fyrirtækja í árslok 2008 voru að sögn Ríkisskattstjóra 22.675 milljarðar króna, andvirði 170 Kárahnjúkavirkjana.
20.8.2009:
"Skuldir íslenskra heimila sem hlutfall af ráðstöfunartekjum voru 272% um síðustu áramót [í árslok 2008] en til samanburðar var þetta hlutfall 178% árið 2000 og hefur því hækkað um 94%."
Skuldir íslenskra heimila sem hlutfall af ráðstöfunartekjum tvöfalt meiri en spænskra heimila
Þorsteinn Briem, 2.8.2020 kl. 19:07
Árið 2006 var hér á Íslandi eftirspurnarverðbólga, um 8%, þar sem gengi íslensku krónunnar var þá mjög hátt og Íslendingar keyptu nánast allt sem þá langaði til að kaupa, sama hvað það kostaði.
Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru því mjög háir, 14,25%, til að fá Íslendinga til að leggja fyrir og reyna að minnka hér kaup- og byggingaæðið, viðskiptahallann við útlönd og eftirspurnarverðbólguna.
Og útlendingar keyptu mikið af Jöklabréfum, sem hækkaði gengi mörlensku krónunnar enn frekar.
Jöklabréf
En eftir gjaldþrot íslensku bankanna haustið 2008 var hér mikil verðbólga vegna gengishruns íslensku krónunnar, þar sem mun fleiri krónur þurfti nú til að kaupa erlendar vörur og aðföng en árið 2006.
Þorsteinn Briem, 2.8.2020 kl. 19:15
Verðbólga hér á Íslandi í janúar 2009: 18,6%.
Verðbólga hér á Íslandi í apríl 2013: 3,3%.
Hagvöxtur hér á Íslandi árið 2009: Mínus 6,7%.
Hagvöxtur hér á Íslandi árið 2012: Plús 1,4%.
Halli á ríkissjóði Íslands árið 2008: 216 milljarðar króna.
Halli á ríkissjóði Íslands árið 2012: 36 milljarðar króna.
Þorsteinn Briem, 2.8.2020 kl. 19:18
15.5.2012:
"Á síðastliðnum 18 árum hafa stýrivextir Seðlabanka Íslands verið á bilinu 4,25% til 18%.
Bankinn hefur fjórum sinnum á tímabilinu hafið hækkunarferli sem staðið hefur frá þremur mánuðum upp í rúm fjögur ár."
Óverðtryggð lán næm fyrir vaxtahækkunum
Þorsteinn Briem 6.4.2013:
Hér á Íslandi hefur verið mesta verðbólga í Evrópu, hæsta matvælaverð í Evrópu og miklu hærri vextir en á evrusvæðinu.
Stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa verið miklu hærri en á evrusvæðinu og voru komnir í 13,3% í júní 2007, 15,5% í maí 2008 og 18% í október 2008.
Og verðbólgan hér á Klakanum var 18,6% í janúar 2009 þegar Davíð Oddsson var ennþá bankastjóri Seðlabankans.
Stýrivextir hér á Íslandi og evrusvæðinu 2002-2007
Þorsteinn Briem, 2.8.2020 kl. 19:30
Tortryggnir neytendur og öflugt eftirlit eru ekki tvö aðskilin mál. Það eru tortryggnir neytendur sem kalla á eftirlitið. Neytendur sem vilja að kjötið uppfylli heilbrigðisstaðla áður en þeir borða það. Neytendur sem vilja frekar ósýkt kjöt en að færa viðskipti sín annað eftir að hafa borðað sýkt kjöt.
Reynslan af bönkunum, þar sem þrýstingur þeirra og fullyrðingar um að samkeppnin og markaðurinn væri nægt eftirlit orsakaði tilslakanir á eftirlitinu, sannaði bara að eftirlitið verður aldrei of mikið.
Ef mikið opinbert regluverk sem er fylgt eftir með miklu opinberu eftirliti slævir neytendur þá er það hið besta mál og tilganginum náð. Neitendur vildu ekkert frekar en að geta treyst því að eftirlitið sé fullnægjandi og fyrirtækjunum ómögulegt að svíkja þá, pretta og eitra fyrir. Tortryggnir neytendur munu glaðir varpa frá sér tortryggninni strax og fyrirtækjunum er treystandi.
Allar reglur og lög eru brotin ef ekki er eftirlit. Sama hvort það er í verslun og viðskiptum eða umferðinni. Það er innbyggt í innsta eðli fyrirtækja að hagnast frekar en að fara að lögum og reglum. Að setja gróða framar öryggi almennings og starfsfólks. Eins og bílstjórar sem aka fullir til að spara sér leigubíl eða langt yfir hámarkshraða til að spara einhverjar sekúndur eða mínútur. Eftirlitið er það eina sem dregur úr brotunum. Lög og reglur gera ekkert gagn ef enginn er til að hafa eftirlit með því að farið sé eftir þeim.
Ef nýir aðilar með ferskar hugmyndir geta ekki starfað undir eftirliti þá eiga þeir ekki neinn rétt á að fá að starfa. Ef áfengis og hraðamælingar lögreglu, bremsuskoðun bifreiðaskoðunar og augnskoðun augnlæknis kemur í veg fyrir að þú akir þá átt þú ekki að aka, enginn vill hafa þig í umferðinni.
Tortryggnir neytendur eru hollasta hráefnið í vel heppnuðu markaðshagkerfi. Þeir kalla á öflugt og skilvirkt eftirlit. Þeim ber að hrósa, og fyrir þá ber að þakka. Trúgjarnir neytendur sjá ekki tilgang í kostnaðarsömu eftirliti og skilja ekki hvers vegna ekki má sleppa því.
Vagn (IP-tala skráð) 2.8.2020 kl. 19:32
Þorsteinn Briem 17.2.2015:
Hér á Íslandi hafa nú verið gjaldeyrishöft í tæp sjö ár.
Á Írlandi eru hins vegar engin gjaldeyrishöft, enda er evran gjaldmiðill Íra.
Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna
Sumir hafa haldið því fram að hér á Íslandi dvelji flestir erlendir ferðamenn þegar gengi mörlensku krónunnar er lágt en því hefur einmitt verið öfugt farið, því þeir voru flestir hér árin 2017 og 2018 þegar gengi krónunnar var hátt, einmitt vegna þess að þau ár dvöldust hér flestir erlendir ferðamenn.
Heildarfjöldi erlendra ferðamanna hér á Íslandi árin 2015-2019
Hins vegar er að sjálfsögðu best að gengi þess gjaldmiðils sem við notum hér á Íslandi sé sem stöðugast en sveiflist ekki gríðarlega upp og niður gagnvart til að mynda evru, breska pundinu og Bandaríkjadal, eins og gengi mörlensku krónunnar hefur lengi gert og nær alltaf með tilheyrandi mikilli verðbólgu hér á Klakanum.
Þorsteinn Briem, 2.8.2020 kl. 20:09
Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.
"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.
Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."
10.2.2015:
"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.
Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5% vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.
Þessi lán eru óverðtryggð."
Þorsteinn Briem, 2.8.2020 kl. 20:11
19.8.2018:
"Dómsmálaráðherra birti á dögunum svar við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Flokks fólksins [nú Miðflokksins].
Þar kemur fram að á tíu árum var árangurslaust fjárnám gert 117 þúsund sinnum hjá einstaklingum.
Um þrjú þúsund voru lýstir gjaldþrota og 8.800 eignir einstaklinga voru seldar á nauðungaruppboði.
Þar bætast reyndar við um 400 fasteignir sem seldar voru á nauðungarsölu eða sölu vegna greiðsluaðlögunar skuldara, eins og kom fram í fyrra svari félagsmálaráðherra við fyrirspurn Ólafs.
"Ég er nýkominn frá Færeyjum. Þar fjármagna menn íbúðarhúsnæði með föstum vöxtum, 1,7% til 20 ára," segir Ólafur Ísleifsson."
Færeyska krónan er jafngild dönsku krónunni.
Gengisbinding dönsku krónunnar við evruna nær því einnig til Færeyja - og Grænlands.
Þorsteinn Briem, 2.8.2020 kl. 20:12
Erlendar skuldir hér á Íslandi hafa að nú mestu leyti verið greiddar upp, fyrst og fremst af ferðaþjónustunni, og þaðan kemur einnig gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands að langmestu leyti.
Þorsteinn Briem, 12.7.2014:
Eignir útlendinga í íslenskum krónum eru um eitt þúsund milljarðar og ef gjaldeyrishöftin yrðu afnumin í einu vetfangi myndi gengi krónunnar hrynja enn og aftur.
Og skuldir ríkissjóðs Íslands eru um eitt þúsund og fimm hundruð milljarðar króna, um 90% af vergri landsframleiðslu.
22.10.2012:
Eignir útlendinga í íslenskum krónum um eitt þúsund milljarðar
30.9.2013:
Skuldir ríkissjóðs Íslands um eitt þúsund og fimm hundruð milljarðar króna
16.6.2016:
"Ríkissjóður greiðir upp 62 milljarða skuldir. Erlendar skuldir ríkissjóðs hafa lækkað hratt að undanförnu og nema nú 230 milljörðum króna."
23.7.2016:
"Lækkun ríkisskulda undanfarin fjögur ár á sér engin fordæmi í hagsögu Íslands, þrátt fyrir að skuldsetning ríkissjóðs sé enn nokkuð há í sögulegu samhengi.
Frá árinu 2011 hafa skuldir ríkissjóðs lækkað um hartnær 500 milljarða króna á verðlagi dagsins í dag, eða úr 86,6% af vergri landsframleiðslu niður í 51%."
14.8.2018:
"Hlutfall hreinna skulda ríkissjóðs af landsframleiðslu er nú 24% en árið 2013 var það 52%."
16.4.2020:
Gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands nú um 950 milljarðar króna
5.7.2016:
Kaupmáttur hér á Íslandi hefur aukist um 30% frá árinu 2010
Gengi íslensku krónunnar hefur nú fallið um 18% gagnvart gengi evrunnar frá síðustu áramótum, fyrst og fremst vegna þess að mun færri erlendir ferðamenn hafa dvalið hér á Íslandi á þessu ári en síðastliðin ár vegna Covid-19.
Verðbólgan hefur hins vegar ekki aukist mikið hér á Íslandi á þessu ári vegna mikils gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands og vegna þess að þeir sem flytja inn og selja hér erlend aðföng og vörur hafa nú getað tekið á sig gengislækkunina að miklu leyti vegna góðæris síðastliðinna ára.
Þorsteinn Briem, 2.8.2020 kl. 20:15
Það er ansi magnað að sjá hér menn mótmæla slævandi áhrifum opinbers eftirlits en týna um leið til dæmi um hvernig það hefur svæft vökula neytendur og sent þá blindandi í fangið á regluverkinu sem svíkur það svo.
Geir Ágústsson, 2.8.2020 kl. 20:50
Opinberum aðilum er síst treystandi fyrir nokkrum hlut. Þeir eru helsti óvinur fólksins í landinu og rífa alltaf meira og meira til sín. Þeir munu ekki hætta fyrr en allt er komið í óefni. En það mun alltaf vera til fólk sem hefur ofurtrú á regluverkinu þangað til það drepur allt.
Það er nú ekki eins og það hafi verið að selja okkur eitraða eða ónýtar vörur fyrir regluverk.
Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 3.8.2020 kl. 12:18
Kristinn,
Eftirfarandi tilvitnun sýnir ágætlega breytingarnar í eðli regluverksins:
"Þetta er nýr tími, hér áður gátu menn opnað og svo var farið yfir þetta en nú má ekkert gera fyrr en öll leyfi eru komin." (heimild)
Þetta er auðvitað grundvallaratriði því töf eftir leyfisveitingum getur kostað ógrynni fjár og drepið fyrirtæki í fæðingu. Ég veit um dæmi þar sem þessi hætta var mjög raunveruleg.
Svo já, kjúklingurinn er kannski framleiddur, meðhöndlaður og eldaður á nákvæmlega sama hátt og alltaf, en til að fá að stinga honum í djúpsteikningarpottinn þarf nú að hafa aðgang að miklu meira fjármagni en áður til að þræða regluverkið.
Geir Ágústsson, 3.8.2020 kl. 14:06
Til að skapa gott þjóðfélag verða reglur að vera fáar en sanngjarnar,stjórnsýslan lítil,skattar lágir. Þetta kallar fólk í dag öfga hægri. Það virðast ekki margir þora að bendla sig við hægri, þ.a.l. er enginn hægri flokkur í boði á Íslandi. Stefnan er tekin stíft á mjög stórt ríkisvald og litla einstaklinga.
Gæfuleg framtíð.
Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 3.8.2020 kl. 17:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.