Samhengi óskast

Þegar fréttir af útbreiðslu kórónuveirunnar eru sagðar þá hljóma þær svo sannarlega hræðilegar. 644 þúsund dauðsföll! 16 milljón smit! 

Lokum öllu strax! Grímur! Spritt! Samkomubann! 644 þúsund dauðsföll!

En hvað gerist á venjulegu ári þegar venjuleg inflúensa fer á stjá? Nú eða á óvenjulegu ári þegar mjög skæð inflúensa er á flakki? 

Ég veit að inflúensa er önnur veirutegund og e.t.v. fyrirsjáanlegri en eitthvað hljóta menn að hafa lært undanfarna mánuði um kórónaveiruna: Hvaða lyf virka best á hverja tegund sjúklings og allt það.

Og svo er það hitt: Hvaða áhrif er allt heimatilbúna atvinnuleysið og efnahagshremmingarnar að hafa? Ég hef séð fregnir af auknu kynferðisofbeldi, fjölgun dauðsfalla vegna annarra sjúkdóma og fjölgun sjálfsmorða.

Blaðamenn hafa verið mjög uppteknir af tölum vegna eins sjúkdóms seinustu mánuði en nú er kominn tíma á hið stóra samhengi.


mbl.is Óttast að önnur bylgja sé að hefjast í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Aðrir smitsjúkdómar hafa líka verið í lágmarki vegna sóttvarna sem gripið var til út af Covid 19. Með einni undantekningu: kynsjúkdómar.

Á meðan útgöngubann var víða í gildi dró líka úr öndunarfærasjúkdómum í stórborgum vegna minni umferðar og minni mengunar.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.7.2020 kl. 12:59

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hversu margir krabbameinssjúklingar hafa ekki verið greindir af því að aðgengi að sjúkrahúsum og öðrum krabbameinsstofnunum er takmörkuð og er jafnvel enginn  sumsstaðar, það sem af er árinu?

Ég held að þetta sé eina veiru tilfellið þar sem heilbrygt fólk er sett í sóttkví, venjulega er það þeir sem hafa smitast sem enda í sóttkví.

Það var vitleysingur á Bretlandseyjum sem sem kom fram með öfgva dauðsfalla tölu sem kom hræðslu af stað og þá var ákveðið að setja heilbrigt fólk í sóttkví til að yfirheyra ekki sjúkrahúsin. Nú er þeim árangri náð, en samt er fólk í stofufangelsi ennþá.

Þetta er veira sem að kemur til með að ná til meirihluta fólks þegar það kemur úr stofufangelunum, hvort sem fólki líkar betur eða verr.

Kveðja frá Montgomery Texas

Jóhann Kristinsson, 26.7.2020 kl. 13:58

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Klakanum búa 364 þúsund kóvitar og allir vita þeir best hvað rétt sé að gera hvað Covid-19 snertir. cool

Ástandið vegna Covid-19 er mismunandi eftir einstaka ríkjum og jafnvel innan hvers ríkis.

Og hvert ríki ákveður sjálft hvað það gerir í þessum efnum, til að mynda Evrópusambandsríkin sem öll eru sjálfstæð, til dæmis nágrannaríkin Ungverjaland og Rúmenía.

Í Ungverjalandi eru skráð dauðsföll vegna Covid-19 nú ýmist engin, eitt eða tvö á degi hverjum en í Rúmeníu rúmlega 20. cool

Dauðsföllin í Ungverjalandi eru nú 62 á hverja milljón íbúa, einungis um tvisvar sinnum fleiri hlutfallslega en hér á Klakanum, en í Rúmeníu eru þau 114. cool

Í Búdapest, sem er mikil ferðamannaborg, hefur nú lengi allt verið opið eins og venjulega og verslanir, veitingahús, kaffihús, krár og almenningsgarðar troðfullir af fólki á degi hverjum, bæði heimamönnum og erlendum ferðamönnum.

Fólk verður hins vegar að vera með grímur í verslunum og þegar það notar almenningssamgöngur en ekkert handspritt er í verslunum.

Og hægt er að fljúga beint héðan af Klakanum til Búdapest með ungverska flugfélaginu Wizz Air.

25.7.2020 (í gær):

"Um 20 brottfarir eru nú á degi hverjum frá Keflavíkurflugvelli.

Þrettán flugfélög eru nú með ferðir til og frá landinu. cool

Flestar ferðirnar eru á vegum Icelandair en ungverska flugfélagið Wizz Air er það félag sem flýgur hingað næst oftast.

Það flýgur til tíu áfangastaða í sumar og allt að þrisvar í viku til sumra þeirra."

14.7.2020:

Red, Yellow, Green: Who Can Enter Hungary Now and Under What Conditions?

17.7.2020:

Coronavirus: US v other countries - Did it mess up its reopening? - BBC

Þorsteinn Briem, 26.7.2020 kl. 13:58

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Sagan á eftir að leiða í ljós að dauðsföll vegna viðbragða við kórónuveirunni verða margfalt fleiri en dauðsföll vegna hennar.

Þorsteinn Siglaugsson, 27.7.2020 kl. 00:00

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Þorsteinn,

Það grunar mig líka. Maður fær vísbendingar um slíkt hér og þar en hef ekki séð neina tilraun til að setja allt í hið stóra samhengi: Veiru, lokanir, dauðsföll vegna annarra sjúkdóma. Kannski tekur það lengri tíma, t.d. fyrir hjartasjúklinga sem þorðu ekki í reglubundnar skoðanir eða fengu ekki tíma að missa heilsuna sem afleiðing þess. Í minni fjölskyldu var manneskja sem missti tíma i bæklunarskurðlækningu í maí út af COVID-19 þótt bæklunarskurðlæknar séu nú ekki beint mjög uppteknir af veirusjúkdómum. 

Geir Ágústsson, 27.7.2020 kl. 09:16

6 identicon

Getur verið að tölfræðin skekkist verulega vegna velmegunarsjúkdóma?

40% fórnarlamba COVID-19 voru með sykursýki 2

https://www.reuters.com/article/us-health-coronavirus-diabetes-insight/why-covid-19-is-killing-u-s-diabetes-patients-at-alarming-rates-idUSKCN24P1B4

Grímur (IP-tala skráð) 27.7.2020 kl. 19:20

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Grímur,

Það eru nákvæmlega svona "molar" sem einhver blaðamaður þarf að draga saman í heildstæðari mynd. Nema einhverjum vísindamanni detti í hug það sama. Gögnin hrúgast upp og enn heyrist ekkert nema "650 þúsund dauðsföll! 650 þúsund dauðsföll!"

En vegna hvers?

Sykursýki?

Aldurs?

Skorts á hreinlæti og heilbrigðisþjónustu?

Skorts á D-vítamíni, sem hrjáir matarmæði ákveðinna menninga, óháð landfræðilegri staðsetningu?

Hver er dánartíðni fólks undir 80 árum, án undirliggjandi sjúkdóma? Hvaða undirliggjandi sjúkdómar virðast skipta máli í samhengi COVID-19? 

Hvaða tölur um dánartíðni eru marktækar? Varla þær frá Bandaríkjunum, þar sem eru fjárhagslegir hvatar til að bæta í þá tölfræði frekar en hitt. Varla Belgíu, þar sem dauðsfall einstaklings sem er með COVID-19 er rakið til COVID-19, "til öryggis". 

Og svo allt hitt:

Hver er venjuleg dánartíðni á venjulegu inflúensutímabili?
Hvað kostar lokanir (atvinnuleysi, félagsleg einangrun) í mannslífum?

Einhver, takk!

Geir Ágústsson, 27.7.2020 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband