Föstudagur, 24. júlí 2020
Ég myndi aldrei vinna með ...
Breski þjálfarinn Samantha Yardley hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir ummæli sín um að vilja ekki vinna með feitu fólki.
Sennilega tjá margir gagnrýni sína með þeim hætti að þeir myndu aldrei vilja vinna með manneskjum sem vilja ekki vinna með feitu fólki.
Og þá erum við líka komin í hring.
En hvað er að því að hafa skoðanir á því hvað maður gerir, með hverjum og hvenær?
Fordómar eru ekki eitthvað sem er bundið við lítinn hóp snoðaðra unglinga. Við erum öll með fordóma í merkingunni: Þegar við sjáum ókunnuga manneskju myndast strax í huga okkar hugmynd um hvernig sú manneskja er. Ef þú sérð krúnurakaðan kvenmann með húðflúr í andlitinu þá vekur það upp ákveðnar hugmyndir í hausnum á þér. Viltu bjóða þeirri manneskju í kaffi? Viltu skiptast á skoðunum við hana? Viltu forðast hana? Viltu herma eftir henni? Þessar hugsanir mótast af fyrri reynslu og hugmyndum, sem aftur byggjast á fyrri kynnum eða reynslu. Þetta eru fordómar í raun. Og það er bara allt í lagi.
Þar sem mörkin liggja eru auðvitað hvenær við gefum einstakling tækifæri og í hvaða mæli. Ætlar þú að hafna starfsumsækjanda af því hann er með húðflúr í andlitinu? Af hverju? Kannski ertu að ráða í starf sölumanns á hjálpartækjum fyrir aldraða og veist að húðflúr í andlitinu dregur úr sölu. En kannski ertu að ráða í móttöku á húðflúrstofu og grunar að húðflúr í andliti veki upp áhuga á þjónustu þinni.
Það er gott að breski þjálfarinn Samantha Yardley tjáir sig og tekur þátt í opinskárri umræðu. Hún er sennilega að tala fyrir hönd fjölda manns með svipaðar hugmyndir en þora ekki að tjá sig. Og þeir sem svara henni eru líka að tala fyrir hönd fjölda manns sem er ævareiður. Þetta heitir opinber umræða og aðskilur frjálslynd samfélög frá þeim sem kúga fólk til hlýðni með beinum og óbeinum hótunum um refsingu ef testamenti pólitísku rétttrúnaðarkirkjunnar eru brotin.
Sem "gleraugnaglámur" og "nörd" þá fagna ég þessari umræðu. Hún afhjúpar raunverulegar hugsanir, dregur þær úr bakherbergjunum og vekur til umhugsunar. Það er gott.
Myndi aldrei vinna með feitu fólki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:17 | Facebook
Athugasemdir
"Gleraugnaglámur" og "nörd"??? Mér datt allt annað í hug, "gleraugnaglámur" og "nörd" tengi ég ekki við þig. "Gleraugnaglámur" og "nörd" tengi ég frekar við fólk sem hefur einhverjar gáfur og þekkingu en páfagauk.
Vagn (IP-tala skráð) 24.7.2020 kl. 21:12
Menn eiga að standa við sínar skoðanir og opinber ummæli undir eigin nafni eins og breski þjálfarinn Samantha Yardley gerir.
Það gerir "Vagn" hins vegar ekki og það er Mogganum til skammar að leyfa slíkar athugasemdir hér á Moggablogginu.
Á bloggi Ómars Ragnarsonar var undirrituðum hótað líkamsmeiðingum af nafnleysingjum og ég bað hann um að eyða þessum athugasemdum en það gerði hann ekki, enda þótt hann sé sjálfur ábyrgur fyrir þeim, þar sem þær voru skrifaðar af nafnleysingjum.
Öllu frelsi fylgir ábyrgð en ég nennti nú ekki að kæra karlinn, enda þótt ég hefði trúlega átt að gera það.
Nafnleysingjar hafa hins vegar engin réttindi í opinberri umræðu.
Þorsteinn Briem, 24.7.2020 kl. 22:39
Þorsteinn,
Ég tek nafnlausum athugasemdum ekki svona illa.
Nafnleysi hefur tvo kosti:
1) Nafnleysi er ákveðin vörn gegn afleiðingum á orðum sínum, og gerir þeim sem þora ekki að koma fram í eigin nafni að tjá sig. Skoðunin kemur því fram, sem er gott.
2) Með nafnleysi er hægt að koma skoðun á framfæri án þess að hún snúist um persónuna sem kemur henni áleiðis. Þetta gæti stuðlað að því að skoðunin sé rædd sem slík, en ekki sem skoðun einhvers tiltekins einstaklings.
Það er því ýmislegur ávinningur í að koma skoðun áleiðis undir nafnleysi.
Geir Ágústsson, 24.7.2020 kl. 22:58
Gulvestungar stjórna ekki Frakklandi, enda eru þeir ekki meirihluti kjósenda í landinu.
Og ætli bandarískir kjósendur ráði því ekki sjálfir hvern þeir kjósa í næstu forsetakosningum en ekki mörlenskir einangrunarsinnaðir öfgahægrikarlar í hrörlegum kumbalda í Vestmannaeyjum eða niðurníddum sveitabæ við Egilsstaði, menn sem væru kallaðir "hillbillies" í Bandaríkjunum.
"Hillbilly - An unsophisticated country person, as associated originally with the remote regions of the Appalachians."
Til að veiða atkvæði mörlenskra öfgahægrisinnaðra "hillbillies" þóttist formaður Miðflokksins hér á Klakanum búa í kjallaraholu á sveitabæ í Norðausturkjördæmi, enda þótt hann byggi í raun í Reykjavík og siðar í Garðabæ.
Og enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill mynda ríkisstjórn með Miðflokknum, sem er einangrunarsinnaður öfgahægriflokkur, þrátt fyrir nafnið.
Öfgahægrikarlinn og einangrunarsinninn Ómar Geirsson vill engin samskipti Mörlendinga við umheiminn vegna Covid-19 og vill því auðvitað stöðva útflutning á fiski og áli frá Austfjörðum.
21.7.2020 (síðastliðinn þriðjudag):
"Fimm skipverjar dvelja nú í sóttvarnahúsinu við Rauðarárstíg. Tveir þeirra eru með staðfest smit og hinir þrír í sóttkví vegna nálægðar við þá. Þetta staðfestir Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður hússins.
Samkvæmt heimildum mbl.is eru skipverjarnir af [súráls]skipinu Seaboss, sem lagðist að bryggju við Grundartanga á miðvikudag eftir siglingu þangað frá Brasilíu."
Og nú fær undirritaður líklega hótanir um líkamsmeiðingar frá mörlenskum öfgahægrisinnuðum "hillbillies", eins og fyrri daginn hér á Moggablogginu.
22.7.2020 (síðastliðinn miðvikudag):
Hótað lífláti og nauðgun vegna ummæla um Kópasker og Raufarhöfn
Þorsteinn Briem, 25.7.2020 kl. 11:41
Þorsteinn,
Það vantar ekki fórnarlambstaktana: Heimskir sveitalúðar hóta þér líkamsmeiðingum fyrir það eitt að þú ausir uppnefnum og visku úr skálum þínum, til skiptis. En gott að þú heldur þínu striki, þrátt fyrir ofríkið.
Geir Ágústsson, 25.7.2020 kl. 15:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.