Gróðavon í sérhverri vitleysu

Íslendingar eru duglegir uppfinningamenn og kunna oft að nýta sér breytilegar aðstæður til að skapa verðmæti.

Að sjálfsögðu er þessi koltvísýringsótti tækifæri fyrir suma. Sú ranghugmynd að styrkur koltvísýrings í andrúmsloftinu sé afgerandi fyrir þróun hitastigs lofthjúpsins er orðin að risastórri peningakistu sem skattgreiðendur, hluthafar og neytendur eru látnir hella stórfé ofan í.

Í því felast svo auðvitað tækifæri fyrir snjalla uppfinningamenn. Það er ákveðinn plástur á sárið í tilfelli Íslendinga. Eftir að vera neyddir til að moka milljörðum í orkusnauð íblöndunarefni í bensín og olíu, vera rændir stórfé í gegnum útblástursskatta og borga svimandi fjárhæðir í allskyns umhverfisgjöld er gott að sjá einhver merki um að það megi ná fé til baka, t.d. með því að selja tækni til útlendinga. 

Vonandi gengur CarbFix sem best áður en mesta taugaveiklunin gengur yfir.


mbl.is BBC fjallar um íslensku „gaströllin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæll Þorsteinn,

Auðvitað ætla ég ekki að efast um visku talnaspekinga. Þeim hefur jú aldrei skjátlast!

Borgarlínan á t.d. bara að kosta 70 milljarða! 90 milljarða! 170 milljarða! Og þá á eftir að kaupa vagnana. 

Annars hefur glansinn aðeins dofnað á svona pælingum eftir að sósíalistinn og þingmaðurinn (og fyrrum barþjónninn) Alexandria Ocasio-Cortez fór að tala um "Green New Deal". Þá kom í ljós að þetta var bara regnhlífarhugtak og undir því var sópað öllum gömlu góðu ríkisútþensluhugmyndunum.

Geir Ágústsson, 18.6.2020 kl. 12:45

3 identicon

Ég hef gert nokkrar tilraunir til að skilja hvernig þessi kolefnisskattur vegna Kyotabókuninni virkar

Hverju landi fyrir sig er treyst til að reikna út hvort það þurfi að kaupa eða geti selt kolefniskvóta?

Greiðslunar fara í gengum eitthvað apparat í Brussel sm þá væntanlega rukkar inn umsýslugjald

Sama stofnun? - getur svo lagt á himinháar sektir (sem renna þá væntanlega í fjárhirslu ESB) EF viðkomandi land stendur ekki við hugmyndafræðilegar skuldbindingar Kyoto bókunar?

Grímur (IP-tala skráð) 18.6.2020 kl. 13:44

4 Smámynd: Örn Einar Hansen

Koltvísýringur er mikilvægur fyrir líf á jörðinni ... án hans, hefðum við ekkert "grænt" að éta.

Ef einungis væri til "mammals" och "jurtir", væri jafnvægið ekki "mammals" í hag. En með tilkomu bifreiða og annarra farartækja, sem eru með sama "brennsluofn" og dýr, varð jafnvægið manninum í hag.  Við höfum meira að éta en nokkurntíma áður, því við framleiðum koltvísýrling sem eykur grænan gróður. Sem síðan gefur meira æti fyrir dýr, sem við síðan getum étið ... með grænmeti.

Líberalistar, eru morðingjar ... því þeir vilja eyðileggja þetta jafvægi, vegna þess að þeir telja að jörðin sé með of marga menn á lífi. Með því að eyða "vélum" og framleiðslu koltvísýrlings ... mun svelti aukast, og fleiri deyja ... svo að hinir góðu menn geti lifað.

Örn Einar Hansen, 19.6.2020 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband